Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 27
MYNDAVELAR AGFA ISO-Rapid I F PrýSileg myndavél, nýst- órleg og með marga kosti. Hún er svo fyrirferðarlítil að hún kemst í vasa og framúrskarandi fljótvirk og einföld í notkun. Hún er með innbyggðu flassi, sem er dregið upp úr henni á einfaldan hótt. Að hlaða vélina með „Rapid-kasettunni" er svo einfalt, að það getur hvert barn. Filmustærðin er 24x24 mm og 16 myndir á filmunni. Linsa er Agfa Achromat, sem gefur skarpar myndir og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af fjarlægðar- stillingunni, því hún er fastsett og myndin verð- ur skörp frá örfáum fet- um og út í óendanlegt. Fyrir flassið er í vélinni innbyggð 6 volta raf- hlaða. Myndavélin er úr léttum málmi og harð- plasti. Ljósop 11 og 16. Tökuhraði 1/40 úr sek og 1/100 úr sek. Umboð: Stefán Thorarensen h.f. MINOLTA16-P Nú geta allir tekið góðar myndir Nýjustu uppfinningar á sviði Ijósmyndatækninnar gera öll- um kleift að taka góðar myndir. Þessar nýjustu myndavélar eru svo sjá'.fvirkar og einfaldar í notkun að furðu gegnir. Verðlaunakeppnin sem hefst hér verður í nokkrum blöðum og síðan verða hundrað lesendur Vikunnar myndavél ríkari. Um miðjan júní verðu svo dregið og þá eiga allar þessar myndavélar vonandi eftir að koma í góðar þarfir í sumar- leyfunum. Haldið getraunarseðlunum saman og sendið þá til Vikunnar alla í einu, þegar getrauninni er lokið. Þeir get- raunarseðlar einir verða teknir gildir, sem klipptir eru út úr Vikunni. Framúrskarandi nýstárleg er japanska myndavélin Minolta 16-P, sem er ein af þeim fjórum myndavélategundum, sem verða í þessari keppni. Það má kalla þessa vél vasamyndavél, því hún kemst vel í brjóstvasa eða lítið kvenveski. Við höfum prófað þessa vél og hún skilaði ágætum myndum. Hún er mjög einföld og framúrskarandi fljótleg í notkun. Filman er 16 mm og það er hægt að taka hvort sem vill lit- eða svart- hvítar myndir. Fyrir litskuggamyndir úr Minolta 16-P er hægt að fá sérstaka Minolta sýningarvél. Filman er með 20 myndum og í „kasettu" sem smellt er í vélina. Engin þræðing, enginn vandi. Ljósopið stillt með „veðurskífu" ofan á vélinni. Fjarlægðarstilling fast stillt. Umboð: Júlíus P. Guðjónsson. RIGEIRAUN n Veljið rétt endaorð í þennan alkunna málshátt SKIPAÐ GÆTI ÉG VÆRI MÉR kalt, hlýtt, heitt, óglatt, flökurt, sagt, skipað, ógnað, launað, borgað, kennt, hent, sleppt, GETRAUNARSEÐILL NR. 1 EndaorðiS í málshættinum er Nafn...................... Heimilisfang Sími.......... VIKAN 18. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.