Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 33
HOPFERÐIR L «& L 1965 Lönd & Leiðir býður í sumaráætlun sinni meira úrval hópferða en nokkru sinni fyrr. Þar er að finna 20 ferðir til 16 landa. Bæði eru þar ferðir til hinna vinsælu baðstranda Suður-Evrópu, sem og ferðir til Austur-Evrópu og Banda- ríkjanna. Margar ferðirnar eru farnar skv. áætlun fyrri ára vegna þeirra vinsælda sem þær hafa notið. Þannig fer Ævar Kvaran nú aftur til Ítalíu, Hermann Ragn- ar Stefánsson til Miami, Páll Guðmundsson til Rússlands og Guðmundur Steinsson til Spánar. Þessir fararstjórar okkar og margir aðrir hafa margra ára reynslu að baki og eru trygging fyrir velheppnuðum ferðum. Verði ferðanna er nú sem fyrr stillt mjög í hóf og má í því sambandi benda á að engin ferðanna er dýrari en 20 þúsund krónur. 1. Heimssýningin í New York og Miami 22. maí 14 dagar 19.875,00 2. Rínarlönd — Hamborg — Kaupmannahöfn 24. júní 15 — 12.745,00 3. Svartahafsstrendur — (Kaupmannah.) — 8. júlí 15 — 12.285,00 4. Norðurlandaferð 22. júlí 15 — 5. Ítalía — Kaupmannahöfn 22. júlí 22 — 19.800,00 6. Mallorca — Kaupmannahöfn 29. júlí 22 — 14.955,00 7. Stórborgir Evrópu 3. ágúst 19 — 19.875,00 8. Ítalía — Kaupmannahöfn 5. ágúst 22 — 19.800,00 9. Rússland — Norðurlönd 5. égúst 22 — 19.874,00 10. Grikkland — Kaupmannahöfn 12. ágúst 22 — 18.765,00 11. Mallorka — Kaupmannahöfn 12. ágúst 22 — 14.955,00 12. Ítalía — Kaupmannahöfn 19. ágúst 22 — 19.800,00 13. Svartahafsstrendur 19. ágúst 22 — 14. Norðurlandaferð 19. ágúst 15 — 14.670,00 15. Mallorka — Kaupmannahöfn 26. ágúst 22 — 16. París — Hamborg — Kaupmannahöfn 26. ágúst 15 — 11.874,00 17. Danmörk — Bretland 2. sept. 15 — 13.980,00 18. Spánarferð 9. sept. 20 —• 19. Miðevrópuferð 18. sept. 14 — 16.900,00 2Q. Heimssýningin í New York og Miami 25. sept. 14 19.875,00 SVARTAHAFSSTIIENDUR — 8. júlí Flogiö er utan til Malmö í Svíþjóð og degi síðar áfram til Svarta- hafsstrandar Rúmeníu. Þar er dvalizt á baðströndinni Mamaia og farið í ferðir til: Búkarest, siglt um Dóná, farin þriggja daga ferð til Istanbúl og að 14 dögum liðnum flogið til íslands um Kaupmannahöfn. Ferðina má framlengja um eina viku með dvöl í Hamborg og Kaupmannahöfn. Verð: Kr. 12.285,00 — 15 dagar. — Aukavika: Kr. 3.950,00. FJÖLBREYTTASTA ÚRVAL FERÐA HAGSTÆÐASTA VERÐ SEM BÝÐST ÍTALÍA — Kaupmannahöfn — 22. júlí, 5. ágúst, 19. ágúst. Hér er um að rœða þrjár Ítalíuferðir þar sem farið er um flesta vinsælustu ferðamannastaði Ítalíu. Flogið er frá íslandi til Róm- arborgar og dvalið þar í 3 daga. Þá er farið með langferðabil í 12 daga ferð um Pisa — Flórens — Feneyjar — Ravenna — Rimini — San Marino — Assisi og Sorrcnto. — Allt eru þetta þekktir staðir vegna fegurðar, listaverka, bygginga eða baðstranda. Eftir Ítalíudvölina er flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar í fimm daga áður en haldið er heim á leið. Fararstjórar: Ævar R. Kvaran og Guðmundur Steinsson. Vérð kr. 19.800,00 — 22 dagar. Itarleg forðaóætlun fyrirliggjandi að öllum feröunum. KOMIÐ - SKRIFIÐ - HRINGIÐ. LÖND & UEHÐIR Aðalstræti 8, Sími 20800. f stríði við lög og rétt Framhald af bls. 13. hvern sérstakan áhuga á að end- urskipuleggja samfélagið? — Samfélagið, sagði Alpatov og hló hæðnislega. — Ég skulda samfélaginu ekki nokkurn skap- aðan hlut. Það er einmitt sam- félagið, sem stendur í þakkar- skuld við mig. — Svo það er ef til vill á- stæðan? spurði Lukomski ró- lega. — Þú virðist vera farinn að gripa það, kunningi, skauzt út úr Alpatov. — Mér var stungið inn fyrir nokkuð, sem ég hef aldrei gert. Má ég ekki þiggja mín laun fyrir það? — Svona liugsunarháttur dug- ir ekki, Alpatov, það veiztu vel. — í minum augum er það fullkomlega sanngjarnt, löggi góður. Geturðu ímyndað þér, hvernig það er að hanga alsak- laus i fangelsi i þrjú og hálft ár. Það er víst nógu erfitt fyrir þá, sem eiga þar heima. Þeir verða geðbilaðir. Það er ekki til sá maður, sem ekki verður gegjaður af að vera hlekkjaður inni. Hver sá maður, er kemur út úr fangelsi er orðinn bilaður. Múrar, rimlar, múrar, rimlar, ekkert nema múrar og rimlar. Maður fær aldrei að gera það sem mann langar til. Maður verð- ur alltaf að gera eitthvað sem aðrir vilja, en það hafið þið í löggunni ekki liugmynd uin, og kemur heldur ekki til með að valda ykkur áhyggjum. En þeg- ar þið handtakið mann, þá ætt- uð þið að liugsa örlitið um, hvort hann á virkilega heima í fang- elsi. Ef ég væri i lögreglunni myndi ég aldrei láta mann inn, þvi ég þyrði aldrei að vera hár- viss um að það væri sá rétti. En þú skilur ekki baun af þvi sem ég er að segja, það sé ég á þér. — Svo þú varst aðeins að hefna þin, Alpatov? — Hefnd, já og örlitið í við- bót. Ileldurðu virkilega að ég ætli að hanga í þessari lúsugu prentsmiðju allt mitt lif. Um leið og reynslutíminn er búinn, þá hætti ég þar. Ég held, að fram til þessa hafi mér tekizt að safna nógum peningum til að geta lif- að, án þess að þurfa að éta skit og skóbætur. — Safnað peningum? Með þesum ránum? — Það sagði ég aldrei, löggi. — Satt að segja gerðirðu það, góði. — Ekki fæst ég nú til að skrifa upp á það. Jafnvel þótt þú notir þumalskrúfurnar. Þú hefur annars orð fyrir hug- kvæmni við að fá menn til að játa. Það máttu eiga, löggi. Lukomski liallaði sér aftur á bak i stólnum. — Þegar ég fæ þina játningu, þá verður það gert án tækja. — Þú hræðir mig ekki, ljúf- lingur. — Eklci það? Það þykir mér leitt. En eitt ætla ég að segja þér, áður en þú ferð aftur inn i klefann. Þú hefur verið i fang- elsi í þrjú ár, en ert samt enn á lífi. Lítill, vesalings grænmetis- sali er á hinn bóginn dauður. Ertu kannski á þeirri skoðun, Alpatov, að þú hafir rétt til að drepa? Litli fanginn leit hvössum aug- um f-ram fyrir sig. — Engin borgun er nógu liá, til að greiða fyrir þriggja og liálfs árs dvöl í helvíti, sagði hann um síðir. ☆ Það sem eftir var dagsins og allan næsta dag var fólk stöð- ugt að lieimsækja Lukomski. Það s'tóð aðeins stutt við — og hvarf fljótlega á braut aftur. Meðal þessara mörgu gesta var þó ekki Georgi Alpatov. Hann liélt sig stöðugt í sinum klefa önnum kaf- inn við að lesa blöð, er vörð- urinn liafði lánað honum. En um kvöldið var hann flutt- ur úr klefanum. Til yfirheyrsl- unnar. Ásamt fimm öðrum mönn um, er voru allir af svipaðri hæð og vaxtarlagi og hann sjálf- ur, var liann látinn standa á löngum palli, og að þeim beint sterku ljósi. Smátt og smátt greindi hann á að giska tiu manns, er sátu fyrir framan þá og horíðu á þá rannsakandi aug- um. Hann heyrði auk þess hvisl- andi raddir, þar á meðal rödd Lukomskis. Alpatov var heitt i þessu sterka ljósi, sama gilti um hina fimm. Hann var samt ekki taugaóstyrkur, liann var farinn að venjast „túrnum“. Skyndilega þagnaði, hvískrið í salnum og Alpatov sá, að tveir menn stóðu upp. Annar þeirra var Lukomski, hinn var eitt af vitnunum. Þeir nálguðust pallinn hægt, og slsyndilega liækkuðu þeir raddirnar. — Ég ætla ekki að taka á- kvörðunina fyrir þina hönd, Leonov, sagði Lukomski, — ég vil aðeins að þú sért fullkomlega viss i þinni sölc. Var það þessi maður, sem brauzt inn í húðina þina. — Já, svaraði Leonov. ■— Það var liann. Þeir nálguðust pallinn i sifellu. — Bentu á manninn, sem hrauzt inn hjá þér, sagði Lukomski. Leonov benti. En ekki á Alp- atov. Á manninn, er næst lionum stóð. Alpatov sneri sér til liliðar, til að sjá þann útvalda. Ungur maður, fimm, sex árum yngri cn hann sjálfur. Hreinasti ungl- ingur að sjá. — Þessi ungi maður heitir Leonid Babel, liélt Lukomski á- fram. — Hann liefur framið nokkur strákapör, en aldrei neitt alvarlegra. Hann er aðeins stór vikan 18. tw. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.