Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 34
strákur. Þú verður að vera al- veg hárviss um að það sé hann. Líttu betur á hann. — Ég er búinn að segja, að það er hann, svaraði Leonov ó- þolinmóður. — Láttu hann segja eitthvað. Hann byrjaði með því að biðja um eina flösku af vodka. Láttu hann segja: „Ég ætla að fá eina flösku af vodka“. Leonid Babel vætti varirnar og stamaði, náfölur af hræðslu: „Ég... . ætla.... að.... fá.... eina.... flösku af. ... vodka.“ — Já, það er hann. Ég þekki röddina. •—- Nei, nei, mótmælti dreng- urinn. — Það var ekki ég, sem gerði það. . .. En hin vitnin liópuðust saman frammi fyrir pallinum og allir störðu rannsakandi augum á Leonid Babel. -— Það hlýtur að vera hann, sagði maður nokkur. — Það er næstum öruggt mál, sagði annar. Hvað með andlitið? spurði Lukomski. — Munið, að hann var með grímu fyrir augunum. — Ég kannast við hökuna á honum, heyrðist sagt. — Gríman huldi ekki hökuna. — Frú Nikodimov, hljómaði rödd Lukomskis. — Viljið þér segja mér, hvort það var Leonid Babel, sem myrti mann yðar. Frú Nikodimov var lág, gild- vaxin kona með grátbólgin augu. Hún hikaði við að svara. — Frú Nikodimov, hélt Luk- omski áfram. — Þér hafið þegar sagt, að ræninginn hafi næstum verið búinn að missa grímuna i slagsmálunum við mann yðar. Var ræninginn sami maður og Leonid Babel? — Já.... hvíslaði hún og huldi andlitið i höndum sér. — Ég er saklaus, hrópaði Leonid Babel óttasleginn og tók á sprett í átt til dyranna, en var fijótlega gripinn af tveim handfljótum lögregluþjónum. Hann hafði ekkert tækifæri. — Ég er saklaus, grét hann, — ég er saklaus. í þá sömu mund tók Georgi Alpatov undir sig stökk og hafn- aði í fanginu á Lukomski. -— Þið skuluð ekki fá að skjóta þennan dreng, æpti hann reiði- lega. — Það er ég. . . . og aðeins ég, sem er sekur. Þið getið ekki leikið þennan sama leik aftur og aftur. . . . drengurinn hefur ekki gert neitt. . . . ★ Lukomski lögreglustjóri sat í skrifstofu sinni og hafði lapp- irnar uppi á skrifborðinu. — Þetta var vel af sér vikið, sagði sá, er Leonov hét. — Ég hefði ekki getað gert það, ef starfsfólkið hérna hefði ekki hjálpað mér, rumdi í Luk- omski. — Og auðvitað þér, frú Nikodimov. — Ég vildi bara vita hver myrti manninn minn, tautaði þessi litla, grátbólgna kona. — En það var leiðinlegt fyrir Leo- nid Babel, veslings drenginn. — Hafið ekki áhyggjur af hon- um, svaraði Lukomski. — Hann er bezta skinn, en dálítill vand- ræðapiltur. Það var þess vegna, sem ég valdi hann. Hann varð alvarlega hræddur, og það var ágætis ráðning á hann. Við þurf- um áreiðanlega ekki að hafa af- skipti af honum framar. Það var verra með aumingja mann- inn. — Hvern, herra lögreglu- stjóri? — Georgi Alpatov, frú mín góð. Hann hafði kjark í sér til að bjarga stráknum, en samt sem áður er hann ólæknandi. Það var gott að við náðum honum, þótt við höfum þurft að gabba hann. ★ Unga kynslóðin 1965 Framhald af bls. 23. aldags í skoðunum og hún telur að foredrarnir skilji sig í lang- flestum tilfellum. Við spurðum: Mundirðu ala upp þín eigin börn svipað því og þú hefur sjálf(ur) verið alin(n) upp“? Einnig uppeldið eru þau ánægð með; hvílíkir gæfunnar panfílar. 40 af 60 ætla að ala sín börn upp „svipað og þau voru sjálf alin upp“, en þau vita, að tímarnir muni breytast eitthvað og þær breytingar kalla ef til vill á nýj- ar uppeldisaðferðir. 4 ætla að ala sín börn upp „nákvæmlega eins“. 12 ætla að viðhafa „aðrar uppeld isaðferðir“ án þess að það sé skil- greint, en 2 ætla að beita „meiri aga“ og 1 ætlar að ala þau upp „mildilegar" en hann var sjálfur alinn upp. 17 ára Hagaskólapilt- ur, sem eitthvað er ekki sáttur við eigin uppeldi, segir: „Ég mundi ekki ala þau upp eins og ég hef verið alinn upp, heldur eins og foreldrar mínir voru alin upp“. Tvítugur Verzlunarskólapiltur ætlar að reyna að muna, að hann var einu sinni ungur: „Ég segi já, innan vissra takmarka. Til dæmis ætla ég ekki að láta roll- inginn minn hafa of mikið af peningum milli handa. Og að reyna eftir öllum mætti að halda aftur af honum með drykkju og gauragang, annars mætti hann hafa sína hentisemi með allt ann- að, því ég mundi þegar þar að kemur reyna að muna mína sælu- daga og ef það væri drengur, þá vildi ég fyrir engan mun láta hann missa af því, sem ég hef upplifað". En 17 ára Hagaskóla- piltur ætlar ekki að láta söguna endurtaka sig: „Örugglega ætla ég ekki að ala þau upp eins og ég hef verið alinn upp. Því ég lifi óhófsömu lífi og það er óholt og ég ætla ekki að láta mín börn lifa þannig". ElNAPiCiRIÐ^ GEGN HITA OG KULDA Þér fáiö einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. 1 Lækjargötu — Hafnarfirði — Sími 50975.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.