Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 39
höndum og stundum alls ekki, nokkrir gátu ekki skapað sér skoðun um þetta, en 20% sögðu, að það kæmi ekki til mála að láta skólanemendur hafa óskert vald yfir slíku fé. Tvítugur Menntaskólanemi, sem er hlynnt- ur fullu frjálsræði í þessum efn- um, rökstyður það svo: „Menn komnir í efri bekk menntaskóla eru að verða fulltíða menn, sem margir hverjir munu í næstu ár- um dvelja erlendis við nám. Mundi það vera ákaflega heimskulegt að ætla að skammta þeim vasapdninga síðustu árin áður en þeir fara út til að sjá um sig sjálfir. Ef maður, sem kominn er að tvítugu, kann ekki með peninga að fara, þá lærir liann það tæplega nokkurn tíma“. Og annar, sem einnig verður stúdent í vor: „Skólanemandinn á að fá þá til frjálsrar ráðstöfun- ar. Ef hann fær þá ekki, þá er hætt við því að hann hafi engan áhuga á því að afla þeirra. Það er sama, hvenær menn byrja að ráðstafa peningum frjálst, hætt er við að alltaf verði sömu vanda- málin við að stríða. Kannske það yrði betra að koma upp einhverri ríkisstofnun eða maskínu, sem sæi um að dreifa vasapeningum til almennings". Og sá þriðji úr Menntaskólanum, sem svarar neitandi, segir: „Maður þakkar fyrir hvern eyri, sem tekinn er af manni“. Verzlunarskólapiltur úm tvítugt, sem er því fylgjandi, að nemandinn ráðstafi sjálfur sín- um peningum, bætir við: ,,en þá finnst mér einnig, að hann eigi að kosta sína skólagöngu, borga heim til sín, borga fyrir bækur og annað eftir því sem mögulegt er“. Hvað þarf mikið á viku? Síðusta spurningin, sem unga fólkið svarcði, var um J)að, hversu mikið það lelili sig ]>urfa i vas'apeninga á viku og til hvcrs þeir færu. Svörin voru nokkuð lik. Yfir- gnæfandi meirihluti kvaóst fara með Ó00 krónur á viku og það er ekki neinn mismun- ur ú þessu eftir skólum og ótrúlega lititl munur eftir aldri. Þó fara stúlkurnar í gagn- fræðaskólunum meó minna að jafnaði, eða ca. 300 krónur á viku. 10 af 60 þurfa 500 krónur á viku og þar yfir, 4 þurfa 700 og meira en 3 eru lang eyðslusamastir og þurfa ekki minna en 1000 krónur á viku. Sextán ára piltur úr verknám- inu (sem vill líkjast Johnson for- seta) segist þurfa á viku ,,svona 700—1000 krónur. Það fer mest í skemmtanir, bíó og böll. Það er andskoti hallærisiegt að mað- ur getj ekki farið á ball án þess að eyða 500—600 krónum“. Verzlunarskólapiltur: „Ég hef 500 krónur á viku, en það er varla nóg. Ég veit ekki hvert S I t-V E R Gillette Silver Gillette—fiægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist þeir fara“. Einn af þeim fjár- frekustu segir: „Ég þarf lOOOkall. Hann fer í brennivín, sígarettur og kvenfólk“. Hann er í Mennta- skólanum. Annar jafn gamall úr Verzlunarskólanum skilar sund- urliðuðum rekstrarreikningi fyr- ir sjálfan sig: „Strætisvagn kr. 25,00, sundlaugar kr. 16, ýmis- legt kr. 30, eða að meðaltali sam- tals á viku hverri: kr. 71“. Fyrir 17 ára Hagaskólastúlku, gengur eyðslan þannig fyrir sig: „Ég þarf um og yfir 250 krónur á viku. Þær fara t.d. í bíó, böll, Hressingarskálann og svó í nokkrar sígarettur". Annar hef- ur ekki nákvæmar tölur: „Ég þarf mikið. Peningarnir fara yf- irleytt í vitleysu". Og undir það tekur tvítugur Verzlunarskpla- piltur, sem er nokkuð dýr í rekstri: „Ég tel mig þurfa 1000 krónur ef vel á að vera. Pening- arnir eru eins og laufblöð á hausti, maður veit ekki hvert þau fjúka og hvar þau falla“. GS. Casanova Framhald af bls. 11. Þrisvar háði ég einvígi með sverðum við Medini greifa, sem nú, fyrir - fjórum árum, dó í skuldafangelsi í London. Vegna þess að ég var nú vel fjáður, fór ég til Flórens. En á jólakveldi sendi Leopold erkihertogi mér skipun um að verða brott úr borginni innan þriggja daga. Um þetta leyti átti ég vinkonu, sem síðar varð margreifafrú í Bologne, vegna þess að hún fór að ráðum mínum. Ég var orðinn þeyttur á að flakka um Evrópu, og ákvað að senda beiðni til rikisrannsóknar- réttarins í Feneyjum um að mér yrði auðsýnd linun í refsingu minni, eða veitt fyrirgefning. Svo að ég fór til Trieste, og 14. júlí, 1774, var mér leyft að snúa aftur til Feneyja. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.