Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 44
N V G Nýtt bragö - ÐAVARA bezta bragöið Ijúffengur, blandaður óvaxtadessert með aprikósum, ferskjum, ananas og eplum. ]/£ kg í öruggum og loftþéttum umbúðum. Tilbúinn til notkunor en- SULTA OG MARHVBELAÐI meS fersku og óviðjafnanlegu bragði, appelsínu-óvaxtamarmelaði, tytteberja-, jarðarberja- og bringeberjasulta EINKAUMBOÐ: DANIEL OLAFSSON 06 C0. H.F. VONARSTRÆTI 4 SÍMI 24150 ítölsku og öðlaðist þannig réttindi til að túlka á þessu máli og af þeim. Hún er gefin fyrir íþróttir, er há og grönn, gengur stuttklippt og ólgar af lífsgleði. En enginn skyldi samt halda að það væri auðvelt að vaða ofan í hana. Hún hefur lag á að svara spurningum án þess að láta nokkuð uppi um sjálfa sig, en augnatillit hennar er opið og hrein- skilnislegt. Hún ætlar sér að verða túlkur. Fadía, sú yngsta, er lifandi eftir- mynd móður sinnar. Hún hefur möndlulöguð augu og rauðbrúnt hár. Hún er listræn, teiknar og mál- ar og er tónelsk. Þar að auki er hún að læra rússnesku. En mest er hún þó gefin fyrir hesta. Hún ríður margar klukku- stundir á dag, hefur tekið þátt i hverri keppninni á fætur annarri og meira að segja fengið fyrstu verðlaun einu sinni. Og eins og móðir hennar er hún mikið gefin fyrir falleg föt. Auk alls þessa eiga stúlkurnar þrjár auðvitað vissa drauma, sem þær láta ekki uppi við hvern sem er. En eitt geta þær verið öruggar um og eru það sjálfsagt: þær geta valið sér eiginmenn eftir eigin smekk og eru lausar við allar þær takmarkanir, sem þær hefði orðið að taka tillit til í stöðu sinni sem prinsessur. Goldfinger Framhald af bls. 15. allt um gull. — Mér hefur skilizt þetta líka. Eg fékk orðsendingu frá formanni bankaráðsins. Eg býst ekki við, að ég eigi að rylja neitt fyrir yður Þér skiljið auðvitað . . . Smithers of- ursti horfði yfir hægri öxl Bonds . . . Nærri því allt, sem ég þarf að segja yður er algl.'rt leyndarmál. Augu hans strukusr snöggt yfir andlit Bond. Það var eins og höggvið í stein. Smithers ofursti fann fyrir þögn- inni á þann hátt, sem Bond hafði ætlazt til. Hann leit upp, sá að hann hafði stigið ofan á tærnar á sjálfum sér og reyndi að bæta fyrir það. — Ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram. Maður með yðar þjálfun . . . Bond sagði: — Við höldum öll, að okkar leyndarmál séu þau einu, sem máli skipta. Sennilega er rétt hjá yður að minna mig á þetta. Leyndarmál annars fólks eru aldrei jafn mikilvæg og manns sjálfs. En verið ekki hræddur, ég tala ekki um þetta við neinn nema yfirmann minn. — Einmitt, einmitt. Fallega gert af yður að taka þessu þannig. Þeg- ar maður vinur í banka verður mað- ur ósjálfrátt of varkár. Jæja, þá. Smithers ofursti flýtti sér að snúa við blaðinu. — Það var með þetta gull. Ég býst við, að þér hafið ekki hugsað mikið um það. — Já. Jæja. Það sem er mikil- vægast að muna í sambandi við gull, er að það, er dýrmætasta og sejanlegasta verzlunarvara í heim- inum. Þér getið komið til hvaða borgar sem er í heiminum og næst- um hvers þorps, rétt fram gullmola og fengið vörur og þjónustu í skipt- um. Rétt? Rödd Smithers ofursta hafði fengið nýja lyftingu. Augu hans voru lifandi. Bond hallaði sér aftur á bak. Hann var undir það búinn, að hlusta á hvern þann, sem hafði eitthvað um þetta mál að segjc, — hvaða mál sem var. — Það næsta sem við verðum að muna, — Smithers ofursti hélt píp- unni sinni, — er það, að það er næstum ómögulegt að fylgja spori gulls. Gullkrónur hafa ekkert núm- er. Þö gullstengur séu merktar, er auðvelt að meitla merkið úr eða bræða stöngina og gera aðra úr henni. Það gerir næstum ómögulegt að komast að því, hvar gull er, hvaðan það er, og hvernig það hefur ferðazt. I Englandi, til dæm- is, getum við í bankanum aðeins talið gullið í okkar eigin hvelfing- um, hvelfingum hinna bankanna og í myntsláttunni, og getið okkur laus- lega til um gullið, sem er í umferð í skartgripaiðnaðinum og veðlána- starfseminni. — Hversvegna er ykkur svo mik- ilvægt að vita hversu mikið gull er í Englandi. — Vegna þess að gull, og gjald- miðlar á gullfæti er undirstaða al- þjóðaviðskipta okkar. Við getum aðeins vitað hvert hið raunverulega gengi pundsins er, með því að vita hve mikil verðmæti standa á bak við gjaldmiðil okkar. Og aðalstarf mitt, herra Bond, óstöðug augu Smithers ofursta voru orðin ótrú- lega skörp, er að standa á verði fyrir öllum gullleka út úr Englandi, og hvar sem er út af sterlingssvæð- inu. Og þegar ég kem auga á ein- hvern leka, verð var við að eitthvað gull fer til lands, þar sem hægt er að selja það dýrara en á okkar opinbera kaupverði, er það mitt starf að siga gulldeild CID á flótta- Toppgrind lyrir JEMBOIF^EnM 8 FLESTfiR 8TIÍÍDIR ffllRUDI v A Efli A FOLKS OG JEPPABILA lL.fl sími 40 4 73 44 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.