Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 47
— Jaeia, ef frú Flake vill ekki vera í marki, er ég hræddur um, að hún verði bara að horfa á. Það er eina staðan á vellinum, sem við höfum handa henni. Það geta ekki allir leikið stöðu miðframvarðar. Já, gjörið svo vel. Segið henni, að ég yrði mjög þakklátur, ef hún vildi gera þetta aðeins að þessu sinni. Ég er viss um, að hún verður mjög góð — réttur vöxtur og allt það. Kærar þakkir, ungfrú Philby. Smith- ers ofursti tók upp vasaklút og þurrkaði sér um ennið. — Fyrirgef- ið. íþróttir og góðgerðarstarfsemi er alltaf iðkuð mikið í bönkum. Jæja, svo við snúum okkur aftur að því — hann bandaði frá sér hendinni — eins og þér segið, það er mál til komið að snúa sér að smyglinu. Nú til að byrja með skul- um við aðeins taka England og sterlingsvæðið, sem er í sjálfu sér alveg nógu stórt. Við erum með þrjú þúsund manna starfslið í bank- anum, herra Bond, og hvorki meira né minna en eitt þúsund þar af vinna í gjaldeyriseftirlitinu. Þar af erum við að minnsta kosti fimm hundruð, meðtalinn minn litli hóp- ur, sem gerir ekkert annað en kom- ast fyrir ólöglegar hræringar ( gjaldeyri og tilraunir til smygls og til að fara í kringum okkur í gjald- eyriseftirl itinu. — Það er töluvert. Bond bar það saman við leyniþjónustuna, sem hafði alls tvö þúsund manna starfs- lið. — En getið þér gefið mér dæmi LILJU LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búS uKgfrú yndisfríð b$5ur yður hið landsþekkta koiiíekt frá.NÓA. HVAR ER ÓRKIN HANS NOA? PaX cr a>tat aamt lcltmrinn 1 hfnnl Vht- istrtff odkar. Uto hcttir iaUS írldna turni Kíj elnlivcrs iteSiSr I ’blaSlnn oe helttr verBIarémm lunda þelm. scm eettír iirkjha. VcttlWWlIn .era rtír kon- i|t, iellnr al hérta kontekU, ok. púkiutm er’aoJmM saírasUíiertr- Msl WAltfittl ðtein •* á SlSait ar OreftS v»r Uant verBUnnln: Berglind Snorradóttir, Skipasundi 1, Rvík. Vinninganna má vitja í skritstofu Vikunnar. 18. tbi. um svona smygl? Gullsmygl. Ég skil það ekki almennilega. — Sjálfsagt. Smithers ofursti tal- aði nú með lágri, þreytulegri röddu þess manns, sem hefur of mikið að gera í þjónustu ríkisstjórnar sinn- ar. Þetta var rödd sérfræðingsins í ákveðinni grein löggæzlu. í henni fólst, að hann þekkti flest það, sem þessu máli kæmi við, og gæti get- ið sér til um afganginn. Bond þekkti þessa rödd vel. Þetta var rödd fyrsta flokks opinbers starfsmanns. Þrátt fyrir allt var Bond farið að geðjast vel að Smithers ofursta. — Allt í lagi. Við skulum segja, að þér hafið gullstöng í vasanum um það bil eins stóra og tvo Players- pakka. Þyngdin er um það bil 5.25 pund. Við skulum ekki hugsa um það í bili hvaðan þér hafið það — hvort þér hafið stolið því eða erft það eða hvað. Þetta er 24 karata, sem við köllum þúsund fína. Jæja, lögin segja, að þér eigið að selja Englandsbanka þetta gull á á- kveðna verði, sem er tólf pund á únsuna. Þetta væri um það bil þús- und punda virði. En þér eruð ágeng- ur. Þér eigið vin, sem fer til Ind- lands eða þér kannizt við flugmdnn eða flugfreyju, sem flýgur til Aust- urlanda. Allt, sem þér þurfið að gera, er að hluta gullstöngina nið- ur í þunnar skífur eða plötur — og þér eigið sjálfsagt ekki í erfiðleik- um með að finna einhvern til að gera það fyrir yður, — og saumið þessar plötur, sem væru minni en spil, í bómullarbelti. Og svo borg- ið þér vini yðar fyrir að íklæðast beltinu. Þér getið auðveldlega borg- að honum hundrað pund fyrir við- vikið. Vinur yðar flýgur til Bombay og hittir svo fyrsta málmsalann á kauptorginu. Hann fær hjá honum eitt þúsund og sjöhundruð pund fyr- ir gullstöngina yðar og þér eruð töluvert ríkari en með því að skipta við Englandsbanka. En takið eftir því, Smithers ofursti bandaði frá sér með pípunni, — að þetta er að- ins sjötíu prósent ágóði. Strax eftir stríðið hefðuð þér auðveldlega get- að fengið þrjúhundruð prósent. Ef þér hefðuð gert þetta sex sinnum á ári gætuð þér dregið yður í hlé núna. — Hversvegna er svona hátt verð í Indlandi? Bond langaði svo sem ekkert til að vita það, en honum datt í hug, að M gæti átt það til að spyrja um það. — Það er löng saga. í stuttu máli sagt. Indland hefur minna af gulli, sérstaklega fyrir skartgripa- iðnaðinn en nokkurt annað land. — Er þetta umfangsmikil verzl- un? — Gríðarlega. Rétt til að gefa yð- ur hugmynd, get ég sagt yður það, að Indverska leyniþjónustan og toll- verðirnir þar náðu fjörutíu og þrjú þúsund únsum árið 1955, og ég efast um að það sé eitt prósent af verzluninni. Gullið streymir inn í Indland frá öllum heimshornum. Nýjasta aðferðin er að fljúga með það frá Macao og henda þvt niður í fallhlíf á ákveðnum stað — svo sem tonni í einu — eins og við köstuðum birgðum til neðanjarðar- hreyfinganna, meðan á stríðinu stóð. — Einmitt. Get ég víðar fengið gott verð fyrir gullið mitt? — Þér getið fengið þó nokkrar þóknanir ( flestum löndum — Sviss, til dæmis — en það er ekki ómaks- ins virði. Indland er ennþá rétti staðurinn. — Einmitt, sagði Bond. — Ég held að ég hafi skilið þetta. Og hvað er nú yðar sérstaka vandamál? Hann hallaði sér aftur á bak og kveikti í sígarettu. Hann var tölu- vert spenntur að heyra um Auric Goldfinger. Harður, slóttugur svipur færðist yfir augu Smithers ofursta. Hann sagði: — Maður nokkur kom til Eng- lands 1937. Hann var flóttamaður frá Riga. Hét Auric Goldfinger. Hann var aðeins tvítugur þegar hann kom, en hlýtur að hafa ver- ið snjall náungi, því hann fann á sér, að Rússar myndu áður en langt um liði gleypa landið hans. Hann var gimsteinasali og gullmiðlari að atvinnu, eins og faðir hans og afi. Hann hafði dálitla peninga og sennilega eitt af þessum gullbelt- um, sem ég var að segja yður frá. Ég held ég megi segja, að hann hafi stolið þv( frá föður sínum. Jæja, skömmu eftir að hann hafði fengið borgararétt — þetta var meinleysisnáungi með nytsamt starf og átti í engum erfiðleikum með að fá pappírana sína — byrjaði hann að kaupa litlar veðlánabúðir um allt landið. Hann réði í þær stna eigin menn, borgaði þeim vel og breytti nafni fyrirtækjanna ( „Gold- finger", svo breytti hann verzlun- unum og tók að selja ódýra skart- gripi og kaupa gamalt gull. Þú þekkir staðina: „Kupum gamalt gull hæsta verði, ekkert of lítið, ekkert of stórt". Og þetta gekk vel hjá honum. Hann valdi sér beztu staðina, nákvæmlega á línunni milli gatna hinna auðugu og lágstétt- anna, snerti aldrei stolna muni og hélt góðri samvinnu við lögregluna hvar sem var. Hann bjó í London og fór milli verzlananna sinna einu sinni ( mánuði og safnaði saman öllu gullinu. Hann hafði engan á- huga fyrir skartgripunum Hann lét undirmenn sína fara með þá eins og þá lysti. Smithers ofursti leit ( spurn á Bond. — Maður gæti látið sér detta í hug, að þessi nisti, gull- krossar og þessháttar dót séu ó- sköp smávægilegir hlutir. Þeir eru það líka, en þeir safnast saman, ef þér eigið tuttugu litlar búðir og hver um sig kaupir kannske tólf bita og mola á hverri viku. Jæja, svo kom stríðið og Goldfinger varð eins og allir aðrir skartgripasalar að tilsegia gullbirgðir sínar. Ég fletti þessu upp ( skýrzlunum okkar og hann hafði aðeins fimmtíu úns- ur fyrir alla keðjuna! Það var nóg til að sjá fyrirtækium hans fyrir nauðsynlegustu birgðum. Auðvitað var honum leyft að halda þessu. Meðan á stríðinu stóð, stýrði hann verkfæraverksmiðiu í Wales — langt ( burtu frá víglínunni, en hélt eins mörgum fyrirtækjum sínum starf- andi og hægt var. Svo, þegar frið- urinn var saminn, tók Goldfinger til óspilltra málanna. Hann keypti sér hús, virðulegt hús í Reculver, við mynni Thames. Hann keypti sér einnig togara og gamlan Silver Gosht Rolls Royce — brynvarðan b(l, gerðan handa einhverjum Suð- ur-amerískum forseta sem var drep- inn áður en hann gæti tekið við honum. Hann setti þar upp litla verksmiðju, sem hann kallaði Tham- et málmbrennzlustöðina og mann- aði hana með þýzkum málmefna- VIKAN 18. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.