Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 48
Pol¥te% Innan húss sem utan Polytex plastmálning er varan- legust, áfenöarfallegusl, og létt- ust í mcöförum. Mjög fjölbreytt litaval. Notið Polytex plastmálníngu innan húss sem utan - gerlð heimiláð hlýlegra og vlstlegra með Polytex. fsiöfm fræðingi, stríðsfanga, sem vildi ekki fara aftur heim, og um sex kóresk- um hafnarverkamönnum, sem hann sótti til Liverpool. Þeir kunnu ekki stakt orð í nokkru menntuðu tungu- móli og því engin hætta ó, að þeir gerðust lausmólgir. Svo, næstu tíu órin, vitum við ekkert um hann nema það að hann fór eina ferð ó ári til Indlands á togaranum sín- um og nokkrar ferðir á bílnum sín- um til Sviss. Setti upp útibú frá málmfyrirtækinu sínu skammt frá Genf. Hélt áfram að reka veðlána- búðirnar sínar. Hætti að safna sam- an gamla gullinu sjálfur — notaði til þess einn af Kóreumönnunum sínum, sem hann hafði kennt að aka bíl. Allt í lagi, kannske að Goldfinger sé ekki mjög heiðarleg- ur maður, en hann hagar sér skikk- anlega og heldur góðri samvinnu við lögregluna og fólkið í landinu hafði nóg annað að gera en að hugsa um hann. Smithers ofursti þagnaði. Hann leit með afsökunaraugum á Bond. — Leiðist yður? Mig langaði að skýra fyrir yður hverskonar maður þetta væri — þögull, gætinn, lög- hlýðinn, með nákvæmlega þá út- sjónarsemi og þann kjark, sem við dáumst öll að. Við heyrðum jafn- vel af honum, fyrr en hann varð fyrir smá óhappi. Sumarið 1954 strandaði togarinn hans, þegar hann var á leið frá Indlandi til Goodwins og hann seldi björgunar- félagi í Dover flakið fyrir slikk. Þeg- ar björgunarfélagið tók að höggva skipið upp og þeir voru komnir að lestinni, komust þeir að því, að timbrið var gegnsósa af einhvers- konar brúnu dufti, sem þeir þekktu ekki. Þeir sendu efnafræðing sýnis- horn. Og þeim kom heldur en ekki á óvart, þegar hann úrskurðaði það sem gull. Ég ætla ekkert að þreyta yður með uppskriftinni, en það er hægt að leysa gull upp í blöndu af hydrocloridi og saltpéturssýrum og efnum eins og brennisteinsdíos- íði og oxaliksýru — og gera þannig málminn að brúnu dufti. Duftið get- ur síðan orðið að gulli aftur með því að bræða það við mjög háan hita. Maður verður að standa klár af klórgufunum, en annars er þetta ósköp einfalt. ★ Hitabeltisnótt Framhald af bls. 25. á konu sína. —> Finnst þér höfð- ingjanum ekki heitt? spurði hann. — Heldurðu, að hann sé að fá hita? — Mamma, pabbi, barnið, sagði litli Jan og notaði þriðj- unginn af orðaforða sínum. Ann strauk honum um rakt ennið, hálsinn og moskítóbitnar hend- urnar. — Nei, það er allt í lagi með hann, sagði hún, tók við honum og lét hann aftur í vögguna. Jan stakk vinstri hendinni upp í sig. — Góða nótt, höfðingi, sagði Jan, vafði moskítónetinu.um vögguna og pírði andartak í gegnum það. — Þetta er góður strákur. Það lá við, að Ann óskaði þess að litli Jan færi að orga, þegar hann var látinn í rúmið, eins og börnin heima gerðu. Sterk, hraust og þroskamikil börn. En hún gleymdi því aftur vegna veizlunnar í Tjaldane. — Þó að þú getir ekki farið, get ég þá ekki farið? spurði hún, og flýtti sér út á svalirnar á eftir eiginmanni sínum. — Það er engin ástæða til þess að ég sé ein heima. Hversvegna ætti ég að vera eina konan í Sebang, sem ekki... — Ég vil ekki, að þú farir án mín, og þegiðu svo. — Ég get farið með sendi- herrafrúnni. Mig langar að fara, og ég ætla að fara. Oafvitandi rétti hún hendurnar biðjandi í átt til eiginmanns síns. Jan tók um hendur hennar og kreisti þær svo hún fann til. — Heyrirðu, hvað ég segi? sagði hann. — Ég hef nógar áhyggjur eins og er. Ég vil ekki, að þú farir um borð til þess að þvæla við þann gamla og spilla fyrir mér. Þú átt að vera heima. Það er allt og sumt. Þú getur farið að sofa, og þarft ekki að bíða eftir mér. Það getur vel verið, að ég verði á plantekrunni í nótt. — Þú getur ekki farið svona Bezta súkkulaðikexið HEILDSÖLUBIRGÐIR: PÓLARIS H.F. Hafnarstræti 8. — Sími 21085. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.