Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 49
&arvjfé$k APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili með mig! Ég er ekki fangi þinn, hrópaði Ann um leið og Jan þrammaði niður eftir garðinum. Hann snéri snögglega á hæl og kom aftur og skók hnefana framan í hana. •— Þú gerir það sem þér er sagt, eða þú skalt hafa verra af, sagði hann ógnandi. Allt í einu linaðist líkami Ann og handlegg- ir hennar féllu máttlausir niður með síðunum í hreinni uppgjöf. Allur uppreisnarandi var henni horfinn. Foster kallaði í bílstjór- ann sinn; það marraði í malar- bornum gangstígnum undir þungum fótum hans og bíllinn var settur í gang. Ann var kyrr á svölunum, þar til vélarhljóðið dó út þar sem General Alten Street endaði og kínverska hverf- ið byrjaði. Sporðdrekinn tísti ellefu sinnum. Kiukkan var næstum níu. Ólga hafði gripið um sig í þessu heimshorni og reis með kvöld- golunni. Veizlan um borð í Tjald- ane var rædd í hverju húsi og á götum borgarinnar, í húsum Hollendinga í General Alten Street, á hrörlegum timbursvöl- um kínverska hverfisins og bjög- uðum bambushreysum eyjar- skeggja. Það var enginn í klúbbn- um. Allir meðlimir hans voru heima að hafa fataskipti. Á setri sendiherrans hreyfðust skuggar til og frá á bak við hvít glugga- tjöldin, þar sem sendiherrann og kona hans voru að skartklæðast með aðstoð þjónaliðsins. Allstað- ar var verið að flytja til tölur, og gömlum betri fötum var breytt í snarhasti. Karlmennirn- ir voru orðnir feitari af of mikl- um bjór eða grennri af malaríu- kasti, og konurnar höfðu annað hvort fitnað í letilífi hitabelt- isins eða horazt af veikindum og leiðindum. Barnfóstrurnar fóru í sendiferðir til Toko Batavía, búð- arinnar niður við höfnina, þar sem hvíta fólkið keypti ekki að- eins niðursuðumatinn og áfeng- ið, heldur einnig innflutta sápu, ilmvötn og púður. Sagami, jap- anski rakarinn, klippti í óða önn hár þeirra, sem trassað höfðu hárskurðinn, en konan hans þaut með krullujárnið frá einu húsinu til annars, til þess að krulla ljóst hár hollenzku kvennanna og greiða það á þann hátt, sem hún kunni. Markaður hinna innfæddu var ólgandi haf af allskyns lykt, hljóðum og hávaða. Nýir kyrtl- ar, ilmolíur og blóm voru keypt og seld undir daufu skini gas- lampans. Þótt hinir innfæddu væru aðeins áhorfendur veizl- unnar vildu þeir búa sig í sinn bezta skrúða. Bílar af öllum gerð- um og aldri komu þjótandi frá öllum stöðum eyjarinnar. Þeir stönzuðu við Toko Montor, og innfæddu bílstjórarnir stukku út til að fylla allskonar tindunka með benzíni. Frá fjarlægum þorpum komu raðir eyjarskeggja eftir þröngum krákustígum, hlæjandi og reykjandi, með vasa- luktir eða frumstæða strákyndla, ilmandi af öllum hinum undar- legu lyktum Austurlanda. Tré- trumburnar voru teknar fram til þess að boða þessu góðu tíðindi frá þorpi til þorps, og allir gegndu kallinu, gangandi eða hjólríðandi. Stór hópur var þeg- ar setztur að á hafnarbakkanum, spenntur en þolinmóður, eins og beðið væri eftir leiksýningu. Sumir karlmennirnir voru jafn- vel með slagsmálahana sína með sér, svo þeir gætu líka skemmt sér, og hver kona leiddi börn sín og hafði yngsta barnið sof- andi eða sjúgandi í fanginu. Kín- verjarnir, trúir sinni köllun sem verzlunarmenn, höfðu komið sér upp frumstæðum verzlunum, nokkurskonar umferðaeldhús- um og báru úrval af sælgæti og tilbúnum mat í bambuskörfum á öxlunum. Endrum og eins var flugeldi skotið. til þess að reka burtu hvern þann illan anda, sem einnig hefði komið til þess að horfa á veizlu hvita fólksins, og þar var rífandi sala í nýjustu nýjung borgarinnar: Litlum ten- ingum af bleiklitum rjómaís á pinnum. Um borð var áhöfnin önnum kafin við að breyta efra þilfar- inu í skrautlega einnar nætur paradís, og áhorfendurnir niður á hafnarbakkanum störðu á þá með opnum munni. Þetta var undarleg blanda af kínverzkum lömpum, marglitum pappírs- strimlum, lituðum rafmagnsper- um eins og í skemmtigarði, og klofnum bambus að hætti inn- fæddra. Hofmeistarinn sagði drengjunum frá klúbbnum fyrir verkum, þeir voru ráðnir sem þjónar en káetudrerigirnir af Tkildane höfðu nóg að gera við að setja upp borð og stóla á aft- urþilfarinu. Þessi skræku hljóð, sem bárust neðan úr lestinni, voru frá þeim Fernando, Alfredo og Miguel, þremur hásetum sem voru að hressa upp á það sem þeir kunnu í dansmúsík. Vörubílarnir frá Lombok voru loksins komnir. Þeir höfðu tek- ið farma sína af nýjum kúlíum og voru lagðir af stað heim aft- ur. Kúlíunum var þvert um geð að fara af staðnum, að missa af veizlu hvítu mannanna; að vera ekið burt eins og nautpeningi eftir myrkum, ósléttum og ó- þekktum vegi, fram hjá ókunn- um þorpum og pálmalundum og eftir sofandi og framandi rísökr- um. Ahmet heppnaðist að komast á sama bíl og Fong. Honum var það nokkurt öryggi. Wajang litli, sonur hans, var sofnaður milli fóta hans, þrátt fyrir óþægindi ferðalagsins, og faðir Ahmets var einnig sofnaður, en Ahmet hafði mestar áhyggjur af því, að hann hafði misst sjónir á eldri konu sinni og hinu dýrmæta bambus- búri með öndunum. Hún varð BRILLO stálsvömpum sem GLJÁFÆGIR potta og pönnur jafnvel fljótar en nokkru sinni fyrr. VIKAN 18. tbl. ^0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.