Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 6
ULTRfltLflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ JVIEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrstí augnháraliturinn sem Jenglr og þéttir augnahárin án þess að gera þau stff. I>essi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA'LASH hleypur ekki í kekkl, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelllne Mascara Remover. Kemur i þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN Og MIDNIGHT BLUE. alltaf þaí hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: Lett rennur ÓFÆR LÖG í UPPSIGLINGU. Póstur! Þar sem ég efast ekki um að þú ert mikið lesinn, vil ég freista þess að fá þetta bréf mitt birt. Orsök þess, að ég tek mér penna í hönd, er frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og fjallar um verndun barna og ung- menna. Ekki efast ég um, að í þessu frumvarpi er fjöldi á- kvæða, sem þörf eru. En sum ákvæði þess eru þó fjarstæðu- kennd og algerlega óframkvæm- anleg. Á ég þar aðailega við 47. gr., þar sem segir, að framvegis skuli það varða varðhaldi eða fangelsi, að slefa EKKI í lögregl- una, þegar í stað allri vitneskju um „siðferðisleg afglöp“ barna og unglinga, á aldrinum 14—18 ára. Til þessara siðferðisafglapa hljóta þá að teijast drykkjuskap- ur og samlíf unglinga. Á sama tíma eru öll vínveitingahús höf- uðstaðarins troðfyllt á hverju kvöldi unglingum á aldrinum 15 —20 ára. Má teljast viðburður, ef að maður sem kominn er yfir 21. aldursár lætur sjá sig á laug- ardagskvöldum á hinum þremur vínveitingastöðum miðbæjarins. Alls ekkert eftirlit er haft með aldri þeirra, sem inn á þessa staði fara. Sannast að segja, er grátlegt að sjá raðir ungra manna og kvenna, allra undir lögaldri, hall- ast fram vfir barborð fyrrnefndra veitingahúsa, eða slaga um ganga þeirra. Engum er forboðinn að- gangur að þessari Paradís veit- ingamannanna Flestir þessara unglinga eru nemendur í ein- hverjum hinna þriggja fram- haldsskóla borgarinnar. Þeir sem erfa skulu landið. Drykkjuskapur er að verða fastur siður ungmenna Reykja- víkur. Ekkert hamlar áfengisöfl- un þeirra, og nota þeir sér það óspart. Og hvað gera stjórnmála- mennirnir okkar til að bæta úr þessu vandræðaástandi? Jú, al- þingi hamast við að semja lög, sem óhjókvæmilegt er að brjóta, en enginn reynir að framfylgja. Með þessu eru þingmenn okkar að gera sig að fíflum frammi fyr- ir alþjóð í stað þess, að stuðla að því að áfengislöggjöfinni sé framfylgt. Er nú kominn tími til að yfirvaldið fari að láta til skar- ar skríða gegn drykkjuskapnum. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Reiður, ungur maður. Hér er bréf frá „Reiðum, ung- um manni“ um drykkjuskap unglinga, afglöp Alþingis o.fl. Við birtum það alþingismönnum til aðvörunar, en forðumst að láta okkar álit í ljós að svo stöddu. SKINNSLÍPUN. Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að gefa mér upp nafn húðslípunarsér- fræðingsins sem viðtal var við í 3. tbl. ‘65. Þakka kærlega fyrir allt gamalt og gott, með fyrir- fram þakklæti. Anna. Ef þú ert að hugsa um að Ieita til sérfræðings — hvort sem er í húðsjúkdómum eða einhverju öðru — þá er reglan sú að maður talar fyrst við sinn heimilislækni, sem vísar svo á viðkomandi sér- fræðing. Verið getur að heimilis- læknirinn geti hjálpað þér allt eins vel og sérfræðingurinn, með einföldum ráðleggingum eða ó- dýrum lyfjum. Annars — svona til þess að þú haldir ekki að við séum að snúa út úr fyrir þér, þá vitum við að einn þekktasti „plastic-skurð- læknir“ landsins, og vafalaust um leið sérfræðingur í húðsjúk- dómum, er Árni Björnsson lækn- ir og það er hann, sem viðtalið átti við Vikuna. EKKI HÆTTA, HÖSKULDUR. Kæri Póstur! Það var verið að vekja athygli mína á því að „Vikan“ hefði gert mér þann heiður að birta bréf- korn sem ég sendi sem athuga- semd við skilgreiningu „Pósts- ins“ í göngum og fjuilaferðum. Ég vil þakka birtinguna en get ekki stillt mig um að senda til baka nokkrar línur í tilefni af eftirmála sem , Pósturinn' (svara- maður Vikunnar (sic)) bætir við bréf mitt. Þessi eftirmáli sannar að vísu aðeins það sem ég hefi höggvið eftir við lestur „Pósts- ins“ í þeim blöðun. sem mér hafa borizt í hendur. Það er sem sagt reynt að gera bréfritara hlægilega, sennilega til þess að auka vinsældir og útbreiðslu blaðsins með hnittnum svörum, það er ekki við þig að sakast Póstur minn þótt ekki hafi tek- g VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.