Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 17
BEGGS, EDITH, nýtt númer, en heimilisfangið var sama. Honum lá við gráti af þakklæti í garð konu sinnar fyrir að vera þrá og stöðug. Hann fór inn í símaklefann, rak töskuna milli fóta sér, kroppaði fimm sent upp úr vasanum en sá svo að símagjaldið hafði einnig breytzt. Hann náði sér í tíu senta pening en setti hann ekki í. Hann var of skjálfhentur. Hann var ekki maður fyrir þessu andartaki, gat ekki setið hér, í þessum glerklefa og hlustað á röddina frá í gær, málmkennda og líkamslausa í símtækinu. Hann fór út úr síma- klefanum og svitinn bogaði af honum. Hann settist á plussstól við barinn, lagði olnbogana upp á borð- ið og hvíldi höfuðið í höndunum. Enginn var að drekka. Barþjónn- inn réðist á hann eins og bráð: — Hvað á það að vera? sagði hann lokkandi. — Þú lítur út fyrir að þurfa einn sterkan, félagi. Beggs leit upp: — Hvað kom fyrir Mike? sagði hann. — Hvern? Glasið var fyrir framan hann; það var búið að borga fyrir það; þenslan milli hans og barþjónsins hafði minnkað. Barþjónninn slappaði af og sagði: — Áttu við Mike Duram, sem átti einu sinni þennan bar? — Já. — Hann er kominn undir sex fet, sagði maðurinn og benti með þumalfingrinum niður fyrir sig. — Fyrir líklega tíu árum. Ég er fjórði eigandi barsins síðan. Varstu vinur Mike? — Ég þekkti hann, sagði Beggs. — Fyrir langa löngu. Hann saup á glasinu sínu og drykkurinn sprakk í höfði hans eins og hand- sprengja. Hann hóstaði, kokaði og spýtti og féll næstum fram á ma- hóníborðið. Barþjónninn bölvaði og færði honum vatn. — Hvað þykistu vera, spekingur? sagði hann. — Ertu að reyna að segja, að viskíið mitt sé ekki gott? — Fyrirgefðu, það er svo langt síðan ég hef fengið viskí. — Jæja, segðu öðrum en mér. Hann strunsaði burt, særður. Beggs huldi andlitið í höndum sér. Þá fann hann snertingu í mjóbakið. Hann sneri sér við til að sjá ódýrar, mjallhvítar perlur, grannan, mjúkan háls, í flegnum, svörtum kjól. Framhald á bls. 29. Hann var búinn að útenda sinn dóm, sín 20 ár í fangelsinu. Það fyrsta sem hann gerði var að grafa upp peningatöskuna og svo kom hann við á barnum eins og í gamla daga. SMÁSAGA EFTIR HENRY SLESAR. VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.