Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 18
NY FRAMH FANGl EFTIR DAVII WE 2. HLUTI Ryan, ofursti f flugher USA. Fincham, yfirlaut- Costanzo, herprest- Klement, ofursti í ínant í hinum kon- ur. þýzka hernum. unglega hrezka her. Það sem áður er komið: Um 1000 brezkir og bandarískir herfangar eru saman- komnir í fangabúðunum PG 202 á suður Ítalíu. Ryan ofursti tekur völdin í sín- ar hendur, og verður fremur óvinsæll. Svo gefst Ítalía upp, en þeir eru á svæði, þar sem allt er fullt af Þjóðverjum, svo Ryan tekur að sér stjórn búðanna og ákveður, að það skuli allt vera ðbreytt og ítalskir varðmenn vaka yfir þeim sem áður- Af þessu verður kurr meðal mannanna, sem safnast við hlið fangabúðanna. — Haldið þér, að það væri ekki betra að þér gerðuð eitthvað, of- ursti? spurði séra Costanzo á- hyggiufullur. — Oriani fer alveg rétt að, svar- aði Ryan rólega. — Hann kann sitt handverk. — Ég tel upp að þremur, sagði Oriani. — Ef þið eruð ekki komnir fró hliðinu þá, læt ég menn mína skjóta. Einn. Fangarnir þögnuðu og horfðu óvissir á ógnandi vopnin. — Tveir. Þeir sneru frá hliðinu og slöngr- uðu heim yfir hlaðið og reyndu að vera kærulausir í fasi. Ryan kallaði Fincham og Wim- berly majór til fundar við sig. — Aðalóhyggjuefni okkar er það, hvort Italir reyna að flytja okkur norður, eftir því sem okkar menn koma nær, sagði Ryan. — Látum anzkotana reyna, sagði Fincham. — Það væri betra að þeir gerðu það ekki, sagði Ryan þurrlega. — En því eruð þið hér. Til að ráðgast um, hvað við gerum, ef til þess kemur. — Ég sting upp á, að við skipu- leggjum áætlun um að snúa á Ital- ina, svo þeir leiði okkur í öfuga átt — til okkar manna, sagði Finch- am. — Við fengjum Þjóðverjana yfir okkar áður en við svo mikið sem leggðum af stað. — Göngin, sagði Fincham. — Einmitt. Ég vil, að vinnunni við þau verði hvatað. Wimberly kinkaði koili. — Við þurfum á upplýsingum að halda um það, hvernig málin þró- ast í Suður-ltalíu. Ég vil, að vakað verði yfir umferðinni hér fyrir ut- an dag og nótt. Við vegareftirlitið kom í Ijós, að nokkrir hergagnaflutningar áttu sét stað, en ekki reglubundnir. Greftri jarðganganna var flýtt eftir föngum, en gekk samt leiðin- lega hægt í hörðum jarðveginum. Baráttuvilji varðmannanna þvarr óðum, og nokkrir þeirra reyndu að komast í hóp með föngunum. — Það ætti að vera auðvelt að 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.