Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 24
r G09ILU KVIKIYM OG DJETU, Allt frá því að kvikmynda- stjörnurnar komu fyrst fram í Hollywood, hafa þær verið fyrirmynd annarra um fegr- un og snyrtingu, hvernig hún er og á að vera. Þessar tíu stjörnur, sem myndirnar eru af hér á síðunni voru „top“- stjörnur á árunum 1930—40. Það er því ekki lengra síðan að konur áttu að líta þannig lit. Munið þið eftir þessari andlits-„málningu“? Mjóu plokkuðu augnabrúnunum ? Dökkrauða varalitnum, sem var makað á varirnar, langt út fyrir eðlilegar línur munns- ins? Axlarsítt hárið var krull- að og litað platínu ljóst, rautt eða svart, engir millilitir voru hugsanlegir. Þetta var allt gervifegurð. . . . En dætur stjarnanna eru fulltrúar ungu kynslóðarinn- ar. Þær eru nýjar týpur og ákaflega eðlilegar. Ekki eru þær þrælar tízkunnar, hvorki hvað andlitssnyrtingu eða hárgreiðslu snertir. Þær eru ákaflega ólíkar og hárgreiðsl- an sitt með hverju móti, snið- in eftir andlitsfalli hverrar og einnar. Andlitssnyrtingu fara þær varlega í, hún á að vera sem eðlilegust, rétt til að undirstrika andlitsdrætt- ina. Lítið þér í spegilinn og sjáið hvorum hópnum þér líkist meir, mæðrunum eða dætrunum? Þér lítið vonandi ekki út eins og gömul ljós- mynd? Ef til vill væri gott að læra svolítið af yngri kyn- slóðinni. Notið eðlilega litt „make-up“ sem undirlag. Veljið varalit í pastellitum og plokkið aðeins hárin kring- um augnabrúnirnar en látið þær halda eðlilegri lögun. Augun verða fallegri ef þér notið „eyeliner“ og augn- skugga. Skoðið vel myndirnar og sjáið hvaða týpu þér líkizt. Reynið svo að finna út hver er móðir hverrar. Ann Sothern (1) lélc Maisie í kvikmynd löngu áður en hún varð ritari við sjónvarp- ið. Dóttirin, Tisha Sterling, í© 24 VIKAN 20, tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.