Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 26
Minolta 16 - P Þetta er 16 mm japönsk myndavél, svo samþjöppuð, að vel má kalla hana vasamyndavél. Japanir hafa náð framúrskarandi árangri í myndavélaiðnað- inum og þetta er ein nýsfáriegasta vélin þeirra. Það er vel hægt að hafa hana í brjóstvasa og allir geta ímyndað sér, hvað það er þægilegt. Við höf- um prófað hana og hún skifar ágætum myndum. Með þessari Minolta vasa- myndavé! og öðrum hliðstæðum Minolta myndavé'um er hægt að taka hvorf sem er litmyndir eða svart-hvít- ar. Fyrir litskuggamyndir úr þessari vél er til sérstök sýninga- vél frá Minolta. Minolta 16—P er með Rokkor—linsu og Ijósop- ið stillt á einfaldan hátt með „veðurskífu" ofan á vélinni. Á hverri filmu eru 20 myndir í lokuðu magasíni. Engin filmu- þræðing. Allskonar aukahlutir fáanlegir, svo sem blossi, nær- linsur og filterar. 26 VIKAN 20. tbl. I verðlaunakeppni Vikunnar Eftirfarandi gerðir verður keppt um: AGFA Iso - Rapid IF KODAK Instamatic 100 MINOLTA16-P ZEISS - IKON Ikomatic F Kodak Instamatic 100 Þetta er mjög fyrirferðalítil myndavél, en samt er hún með innbyggðu fiassi, sem er svo ótrúlega einfalt í notkun, að það er aðeins ýtt á hnapp og upp sprettur flassið. Fyrir það eru notaðar AG-1 perur og AAA rafhlöður. 43 mm linsa, Ijósop stillt á 11. Allar myndir verða skarpar frá 4 fetum og út í óendanlegt. Einn stærsti kostur vélarinnar liggur í því, hversu auðvelt og fljótlegt er að hlaða hana. Engar þræð- ingar. Það er jafnvel hægt að smella „kassttunni" í vélina með lokuð- augun, því það útheimtir aðeins að opna lokið, leggja „kaseftuna" á sinn stað og loka aftur. Auk þess er Kodak Instamatic mjög lagleg myndavél. Það er varla um það að ræða að búin hafi verið til mynda- vél, sem er eins gersamlega vandalaus í notkun. Umboð: Hans Peter- sen, Bankastræti. ( i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.