Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 27
t- ÍOOVERDLAUN AGFA Iso-RapidlF Hér er þriðji hluti þessar verðlaunagetraunar og enn viljum við biðja lesendur að halda getraunarseðlunum saman og senda þá fyrst, þegar getrauninni er lokið. Því aðeins verður tekið mark á getraunarseðli, að hann sé klipptur út úr blaðinu. Við drögum um þessar 100 myndavélar um miðjan júní og þó ættu þær að geta komið að fullum notum í sumarleyfunum, sem eru einmitt að byrja um það leyti. Hér er um að ræða al- gerlega nýjar gerðir af myndavélum, sem eru alveg ótrúlega einfaldar í meðferð, en skila samt góðum myndum við flestar aðstæður. I.... - .... Veljið rétt endaorð í þennan alkunna málshátt KAPP ER BEZT MEÐ Prýðileg myndavél, nýstórleg og með marga kosti. Hún er svo fyrirferðalítil að hún kemst í vasa og framúrskarandi fljótvirk og einföld í notkun. Hún er með innbyggðu flassi, sem er dregið upp úr henni ó einfaldan hótt. Að hlaða vélina með „Rapid-kasettunni" er svo einfalt, að það getur hvert barn. Filmustærðin er 24x24 mm og 16 myndir á filmunni. Linsa er Agfa Achromat, sem gefur skarpar myndir og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af fjarlægðarstillingunni, því hún er fastsett og myndin verð- ur skörp frá örfáum fetum og út í óendanlegt. Fyrir flassið er í vélinni innbyggð 6 volta rafhlaða. Myndavélin er úr léttum málmi og harðplasti. Ljósop 11 og 16. Tökuhraði 1/40 úr sek og 1/100 úr sek. Umboð: Stefán Thorarensen h.f. krafti, rembingi, hörku, deyfð, still- ingu, forsjá, óðagoti, priki, fallbyssu, sinnepi, gætni, hugsun, ein- beitni, keppni, kjöti, varfærni, dug, Þetta er ein af þessum nýju, handhægu myndavélum þar sem alit er svo einnfalt og fyrirferðalítið. Ikomatic er ný vér frá Zeiss Ikon Stuttgart í Þýzkalandi mjög lagleg myndavél eins og myndin ber með sér. Hún er með inn- byggðum blossafampa fyrir AG-1 peru. Sjálfvirk skipting er á blosshraðanum, þegar lampanum er skotið upp. Linsa er af Frontar-gerð. Sjálfspenntur lokari, tökuhraði 1/90 úr sek og blosshraði 1/30 úr sek. í Ikomatic F er notuð Kodak kasetta og er ekki um neina filmuþræðingu að ræða. Kas- ettan er lögð innaní vélina. Umboð fyrir Zeiss Ikon hafa Haukar h.f., Lindargötu 12. Zeiss Ikon Ikomatic F GETRAUNARSEÐILL NR. 3 Endaorðið í málshættinum er Nafn........ Heimilisfang Sími........ VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.