Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 30
— ég hef ekki séð þessa andskot- ans tösku þína og hér vinnur eng- in stúlka. Ef þú lætur einhvem snúa á þig, er það þitt mál en ekki mitt. — Þú ert lygari! Beggs kastaði sér áfram. Þetta var ekki árás; handleggir hans voru framteygðir í bæn, ekki of- beldi. Hann hrópaði á manninn og maðurinn gekk fyrirlitlega burt. Hann fylgdi honum eftir og maðurinn sneri sér við og sagði ljót orð. Þá tók Beggs að kjökra og barþjónninn andvarpaði þreytulega og sagði: — Nei, þetta er nú einum of mikið! Hann tók um handlegg Beggs og stjakaði honum í átt til dyra. Hann tók yfirhöfnina hans niður af snaga og kastaði henni á eftir honum. Beggs hrópaði, en barþjónninn ýtti honum áfram. Þegar þeir komu til dyra. hrinti barþjónn- inn honum snöggt út á götuna. Dyrunum var skellt í lás og Beggs barði á þær með hnefan- um. en aðeins einu sinni. Svo rétti hann úr sér á gang- stéttinni og fór í frakkann sinn. Það voru sígarettur í vasanum, en þær voru kramdar og ónýtar. Hann fleygði pakkanum í götu- ræsið. Svo gekk hann af stað. Hann mundi eftir stigunum. Þeir voru þrír og auðveldir við- fangs þegar hann var ungur og nýgiftur og Edith beið eftir hon- um uppi. Brattari, þegar hann hafði drukkið hjá Mike eftir at- vinnulausan dag. Nú voru þeir endalausir; Everesttindur úr tré. Hann var orðinn blásmóður, þeg- ar hann komst að íbúðardyrun- um. Hann bankaði og eftir stundar- korn kom kona, sem gat hafa ver- ið móðir Edith, og opnaði dyrnar. En þetta var Edith. Hún starði á hann og strauk linar, gulgráar hárlufsurnar frá andlitinu og mögur hönd hennar fitlaði við lausan hnapp á óhreinum inni- sloppnum. Hann var ekki viss um, að hún þekkti hann, svo hann sagði: — Þetta er Harry, Edith. — Harry? — Það er orðið framorðið, muldraði hann. — Þar er náttúr- lega dónaskapur oð koma svona seint. Þeir hleyptu mér út í dag. Má ég kannske koma innfyrir? — Ó, drottinn minn, sagði Ed- ith og lagði lófana yfir augun. Hún hreyfði sig ekki næstu þrjá- tíu sekúndurnar. Hann vissi ekki hvort hann átti að snerta hana eða ekki. Hann tvísté og vætti varirnar. — Ég er hræðilega þyrstur, sagði hann. — Gæti ég fengið glas af vatni? Hún hleypti honum inn. Það var dimmt í herberginu; svo kon- an hans kveikti á borðlampan- um. Svo fór hún fram í eldhús- ið og sótti vatnið. Hún færði honum það og hann settist nið- SíwfíesK APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili ur, áður en hann drakk það. Þegar hann rétti henni tómt glasið, brosti hann feimnislega og sagði: — Þakka þér fyrir. Skelf- ing var ég þyrstur. — Hvað viltu, Harry? — Ekkert, sagði hann lág- mæltur. — Aðeins glas af vatni. Ég get ekki krafizt neins af þér. Hún sneri sér frá honum og reyndi að laga á sér hárið. -— Drottinn minn, ég er hræðíleg útlits. Af hverju léztu mig ekki vita? — Mér þykir það leitt, Edith, sagði hann. — Það er bezt ég fari. — Hvert? — Ég veit það ekki, sagði Beggs. Ég hef ekki hugsað út í það. Hún fór með glasið fram í eld- húsið og kom svo aftur. Hún stóð kyrr í dyrunum, krosslagði handleggina og hallaði sér upp að dyrastafnum. — Þú getur verið hér, sagði hún hljómlausri röddu. — Ég get ekki rekið þig út, þegar þú getur ekkert farið. Ég get ekki einu sinni gert það við hund. Þú getur sofið á dívaninum. Viltu það, Harry? Hann strauk með lófanum yfir dívanteppið. — Þessi dívan, sagði hann hægt. — Ég vildi fremur sofa á þessum dívan en í höll. Hann horfði á hana og hún var að gráta. — Nei. Edith! sagði hann. — Hugsaðu ekki um mig! Hann reis upp og fór til henn- ar. Hann iagði handleggina utan um hana. — Má ég.vera? Ég meina, ekki bara í nótt? Hún kinkaði kolli. Beggs tók fastar utan um hana. Faðmlag ungs elskhuga. Edith varð ljóst hve kjánalegt þetta var, því hún hló brostnum hlátri og strauk tárin af kinn sér með handarbakinu. — Drottinn minn, hvað er ég að hugsa? sagði hún. — Harry, þú veizt ekki hvað ég er gömul? — Það skiptir ekki máli.... — Ég er kona, sem á upp- komna dóttur. Harry, þú hefur ekki einu sinni séð dóttur þína. Hún sleit sig af honum og gekk að lnkaðri svefnherbergishurð- inni. Hún bankaði og rödd henn- ar titraði: — Harry, þú hefur ekki einu sinni séð Angelu. Hún var aðeins ungbarn, þegar....... Angela! Angela! Vaknaðu! Andartaki seinna opnuðust dyrnar. Ljóshærða stúlkan í víða náttsloppnum geispaði og depl- aði ausunum á móti Ijósinu. Hún var falleg, en svipurinn á andliti hennar var hörkulegur. — Hver djöfullinn gengur á? sagði hún. — Hvað eiga þessi læti að þýða? — Angela, mig langar að kynna þig fyrir manni. Alveg sérstökum manni! Edith klappaði saman höndun- um og leit á Beggs. Beggs horfði á stúlkuna og brosti kjánalega og vandræðalega. Brosið entist ekki. Edith sá það hverfa og gaf frá sér vonbrigðahljóð. Þau horfðu á hvort annað, gamli mað- urinn og stúlkan og Angela fitl- aði tauaóstyrk við ódýrar, mjalla- hvítar perlurnar sem hún hafði ennþá um hálsinn. ★. Skýlið vantar... Framhald af bls. 21. hamlað flugi í marga daga. Auk þess var flugbrautin þar ófær sökum aurbreytu. Bandaríski flugherinn reyndi að senda þyril- vængju á vettvang, en það reynd- ist algerlega ófært, sökum hvass- viðris. Næstu nótt kólnaði í veðri og fraus brautin. Einnig lægði veðrið nokkuð og stóð vindur beint á braut á Akureyri, all- hvass að vísu, eða um 8 vindstig. í Grímsey var veðrið gefið 5 vindstig beint á braut. Lagði ég því af stað og komst út yfir Grímsey, enda var skjótfarið undan veðrinu. En þegar þangað kom reyndist vindurinn þvert á braut og allt að 8 vindstigum. Að athuguðu máli, taldi ég því tilgangslaust að reyna lendingu og sneri til baka, þótt mér þætti súrt í brotið. Sóttist nú ferðin seinna, enda færðist vindurinn mjög í aukana og snerist nú í suð-vestur og síðan vestur. Þeg- ar inn yfir Eyjafjörðinn kom rauk sjórinn eins og mjöll og flugturninn á Akureyri gaf mér upp að vindurinn væri kominn á vestan, þvert á braut, og slægi yfir 60 hnúta (12 vindstig). Vit- anlega var ekki lengur um flug- skilyrði að ræða, í eiginlegri merkingu, en vélin stóð af sér alla sviftivinda á ótrúlegan hátt. Lenti ég svo upp í vindinn, þvert á braut. í aðfluginu dansaði hraðamælirinn frá 70 upp í 120 mílur. Voru hreyflarnir ýmist á fullri orku „alt í botni“ eða sleg- ið af. Brautin er 50 metra breið, en ég notaði um 35 metra í lend- ingunni, enda sparaði ég ekki bremsurnar er hjólin snertu braut. Daginn eftir lægði svo vindinn og fór ég þá aftur til Grímseyjar og sótti sjúklinginn. — Hvenær stofnaðir þú Norð- urflug? — Ég tel aldur fyrirtækisins frá þeim degi, er sjúkraflugvél- in TF-JMH lenti á Akureyrar- flugvelli fyrsta sinni 1. nóvem- ber 1959. Þó var félaginu ekki gefið formlega nafn fyrr en 7. apríl 1964. — Þú hefur starfrækt flug- skóla um alllangt skeið og mér skilst, að slíkt sé mikið hagræði ungum mönnum hér nyðra, sem leggja stund á flugnám. — Já, ég hef rekið flugskóla í nokkur ár og vitanlega er það 0Q VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.