Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 31
BRAGÐMIKIÐ-BRAGÐGOTT frá OJohnson & Kaaber hf. miklu ódýrara og hagkvæmara fyrir norðlezka pilta að stunda námið hér en í Reykjavík. — Hvaða réttindi veitir loka- prófið úr flugskóla þínum? — Einkaflugréttindi. Ég hefi ekki, enn sem komið er, lagt í að kenna til atvinnuflugs. Til þess skortir mig kennara í bók- legu greinunum. — Hvað heldur þú að helzt standi starfsemi Norðurflugs fyr- ir þrifum, ef eitthvað er? — Fyrir utan hinn venjulega fjárskort, sem hrjáir flest fyrir- tæki er það fyrst og fremst hin furðulega afstaða ríkisvaldsins gagnvart Beechcraft vélunum, en þeim er neitað um lofthæfnis- skírteini á þeim forsendum að flugskýli vanti. Mega það teljast furðuleg viðbrögð, þar sem engin íslenzk lög setja það að skilyrði fyrir rekstri flugvéla, að flugskýli sé á staðnum. Ef öll hin fögru orð um jafnvægi í byggð lands- ins og samgöngubætur fyrir dreifbýlið eiga ekki að reynast orðagjálfur eitt, er óhjákvæmi- legt, að ríkið reisi nú þegar stórt og fullkomið flugskýli á Akur- eyrarflugvelli og tryggi með því og á annan hátt starfskilyrði Norðurflugs á Akureyri. Þá er einnig vöntun á örugg- um og reyndum flugmönnum, en félagið hefur sett sér það tak- mark, að hafa valinn mann í hverju rúmi, eftir því sem frek- ast er kostur á. Gætir þess mjög, að hin stærri flugfélög dragi til sín þá menn, er reynslu hafa öðl- azt. — Ég hef nú þegar rænt þig dýrmætum tíma, Tryggvi, samt finnst mér ekki hægt að ljúka þessu rabbi án þess að þú segir mér í fáum orðum frá því, er þú flaugst sjúkraflugvélinni heim frá Bandaríkjunum. — Hvernig gékk það ferða- lag? — Flugið gékk í alla staði á- gætlega. Með mér var Aðalbjörn Kristbjarnarson flugstjóri, sem var leiðinni vel kunnugur. Við urðum veðurtepptir í einn dag í Goose Bay. Auk þess lentum við í nokkrum erfiðleikum í við- skiptum okkar við S.A.S.-menn í Straumfirði, átti ég þó sízt von á því. Áður en ég fór vestur fékk ég þær upplýsingar frá bæði danska og bandaríska sendiráð- inu, að mér væri frjálst að lenda á öllum flugvöllum í Grænlandi, án þess að greiða lendingargjald. Vildi ég fá það skriflegt, en þeir töldu slíkt óþarft. Morguninn eft- ir komuna til Syðra-Straumfjarð- ar, bað ég bandaríska flugher- inn um bensín, enda er hann eini aðilinn, á staðnum sem hefur yf- ir því að ráða. Sögðust þeir ekki mega afhenda bensín án leyfis frá SAS, sem samkvæmt samn- ingi sér um afgreiðslu allra flug- véla, annarra en hervéla. Fór ég þá til SAS-manna og bað um leyfið, og sögðu þeir að það væri sjálfsagt, jafnskjótt og ég hefði greitt reikning fyrir lendingar- gjöld, afgreiðslugjöld og þá náð, að mega láta vélina standa und- ir berum himni yfir nóttina. Sam- tals voru þetta tæpir 500 dollar- ar (rúmlega 20.000.— kr. ísl.). Er skemmst frá því að segja, að ég þverneitaði að greiða eitt ein- asta sent. Varð af þessu orða- skak mikið, sem leiddi til þess, að þeir buðust til að lækka reikn- inginn um helming, en ég vís- aði þeim norður og niður með alla sína reikninga, heila og hálfa. Sögðu þeir þá, að gjöld þessi rynnu að mestu til hers- ins og yrðu SAS að standa skil á þeim. Kvaðst ég þá mundu snúa mér til yfirmanna hersins og fá skriflega staðfestingu á því, að rétt væri með farið. Þá gerði ég einnig ráðstöfun til þess að ná sambandi við danska sendi- ráðið í Reykjavík. Voru SAS- menn þá mjög teknir að tvístíga. Þótti mér framkoma þeirra benda til þess, að þéir' héfðu ekki hreint mjöl í pokanum. Fór ég nú á fund yfirmanns herstöðvar- innar, sem var Col. Lorren Per- due. Var þetta í fyrsta skipti, sem fundum okkar bar saman, og reyndist hann mér þegar sem bezti vinur. f millitíðinni höfðu SAS-menn símað til skrifstofu hersins og sagt að nú væri allt í langi frá þeirra hálfu og mættu þeir nú afgreiða bensínið. En Col. Perdue vildi hafa allt á hreinu og lét í skyndi útbúa skjöl, sem hann undirritaði, og vorum við Aðalbjörn nú orðnir gestir flughersins. Eftir það stóð ekki á bensíni eða annarri fyrir- greiðslu. Hvergi á heimleiðinni höfðum við þurft að greiða lend- ingargjöld og voru víðast þær reglur, að flugvélar, undir 5000 VIKAN 20. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.