Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 32
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. OHrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Vertu harður við sjálfan þig og taktu verkefnin föstum tökum. Ef þú gerir það, áttu meiri tíma afgangs fyrir sjálfan þig. Geymdu öll ferðalög til síðari tíma, en nú væri hagstætt að taka til óspilltra málanna varðandi fjármálaaðgerðir, sem þú hefur lengi hugsað. ©Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Láttu þína nánustu ekki eiga svona auðvelt með að raska geðró þinni. Forðastu þá, sem það reyna í sífellu, en auktu heldur sambandið við þá, sem sýna jafnaðargeð og rósemi. Um helgina verður mjög ánægjulegt fyrir þig að fara eitthvað burt. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Ef þú hættir andartak að hugsa um peninga, og B J j snýrð þér að því að njóta lífsins, verður þetta ó- gleymanleg vika fyrir þig. Þú munt fara í ferðalag, að vísu ekki langt, en þeim mun skemmtilegra. Láttu fjölskyldu þína njóta fagnaðarins með þér eftir föngum. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú færð langþráð bréf með gleðilegum tíðindum. Nú eru stjörnurnar hagstæðar með öll fasteignavið- skipti af þinni hálfu og skaltu nú láta til skarar skríða með viðskipti á því sviði, sem þú hefur lengi haft á prjónunum. Heillatala er 5. eLjónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): • Varastu ljóshærða konu með blá augu, sem um sinn hefur reynt að grafa undan fótum þínum. Vertu fyrri til og ýttu henni frá þér. Þú munt undirbúa ferðalag. Það myndi reynast þér heillaríkt að ger- ast áskrifandi að blaði, sem þú hefur lengi haft augastað á. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú ert ekki alveg viss um, hvað gera skal í ákveðnu máli, en svo undanlega vill til, að útkoman verður mjög svipuð, hvorn veginn sem þú velur. Þú skalt eki hika við að taka að þér stór verkefni, því allt leikur þér í höndum í þessari viku. HeiUatala er 100. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Haltu áfram að sýna þínar beztu hliðar, en ekki aðeins útávið, heldur einnig heima. Þú getur verið mjög aðlaðandi og át auðvelt með að afla þér vina, ef þú lætur ekki letina og örlyndið ráða yfir þér. Þú færð hagstætt atvinnutilboð og ættir að taka því. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Dæmdu ekkert aðeins út frá eigin reynslu, því allir hlutir hafa fleiri en eina hlið. Ef þú sýnir nógu mik- ið frjálslyndi og forðast alla hleypidóma, verður helgin óvenju skemmtileg, Ef til vill býðst þér stutt ferðalag og þú skalt taka því boði. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Það er stundum betra að látast heldur en koma fram og segja það sem manni býr 1 brjósti. Það er stundum betra að brosa en gretta sig, þótt manni finnist eitthvað súrt. Þú getur þurft að taka á þolin- mæðinni í þesari viku, en sýndu ekki geðvonzku. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Farðu varlega í sakirnar með brall, sem þú hefur lJ haft í huga. Ef til vill er ekki tárhreint mjöl 1 poka- horninu hjá þér, og það getur komizt upp, ef fyllstu varkárni er ekki gætt. Þú þarft að hafa samskipti við fólk af öðrum þjóðernum. Heillalitur er gult. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ættir að sýna meiri tillitsemi þeim sem í kring- um þig eru. Peningarnir hafa viljað tolla illa við þig að undanförnu, og það stafar af því, hve gjarnt þér er að láta aðra hafa áhrif á þig. Sýndu ná rögg- semi og láttu engan óviðkomandi segja þér fyrir verkum. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Slappaðu nú af og leggðu að þér að losna við þessa taugaspennu, sem hefur hrjáð þig að undanförnu. Gerðu þér far um sem eðlilegasta og óþvingaðasta framkomu. Um helgina muntu geta skemmt þér mjög vel, ef þú tekur á róseminni og reynir að vera eðlileg. HÚSMÆÐUR! 1001, eldhúsrúllan er fram- leidd sérstaklega fyrir notkun i eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. ELOHÚSRÚLLAN GEGNIR 1001 HLUTVERKI 02 vikan 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.