Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 41
liðskönnun. I tvo tíma stóðu menn- irnir í röð í fangelsishlaðinu, með- an Ryan fór meðfram röðinni og grandskoðaði klippingu, rakstur og klæðaburð. — Ég vil, að þið yfirgefið PG 202 sem liðsforingjar og herramenn, sagði hann. — Sumir ykkar eru held- ur óræstislegir. Þriðja morguninn eftir að Hampt- on majór laumaðist yfir múrinn, urðu ofsalegar formælingar aðstoð- arkokksins til að vekja Ryan og kennisbúningana. Allir virtust hafa komið aftur. Enginn hafði meiðzt þegar Þjóðverjarnir lögðu búðirnar undir sig. Falvi stóð frammi fyrir honum móður og másandi. — Colonello, sagði hann með erf- iðismunum. — Þeir komu í nótt. — Hve margir? — Ég gat ekkert, colonello, ég var einn. — Það er ekki verið að kenna yður um neitt, lautinant. Hversu margir? og helmingarnir ættu ekki saman. Hann stökk á fætur og heilsaði að hermannasið þegar Ryan kom inn. — Colonello Ryan, sagði Battaglia með hreim, sem gaf til kynna hve hann harmaði ástandið. — Tenente colonello Spötzl langar að tala við yður. — Hvað á þetta að þýða, yfir- lautinant? spurði Ryan, án þess að skeyta um formlega kynningu. — Er yður ekki Ijóst að samkvæmt vopnahléssamningnum er óheimilt — Skiljanlega, herra yfirlautin- ant. Spötzl skellti saman hælunum og bar hönd að húfu. Battaglia og Ry- an fóru saman út. Þýzku hermennirnir heilsuðu Ry- an virðulega, þegar hann kom aft- ur, en hann gladdist ekki af því. Hann bældi niður andvarp og gekk inn í miðjan garðinn þar sem menn- irnir söfnuðust saman í kringum hann, þöglir og í þéttum hóp, eins og síld í tunnu. OPUS-10 SETTIÐ hefir vakið mikla athygli sakir fegurðar og vandaðs frágangs. OPUS-IO er teiknað af Árna Jónssyni húsgagna-arkitekt. — Efnið er þrautvalið TEAK og kantiímingin er úr þykku, massivu teak. Botninn er heill og verndar dýnuna frá skemmdum. Tvær lengdir og breiddir fáanlegar. HÚSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 — Sími 16468. menn hans af værum blundi. Um nóttina höfðu þýzkar fallhlíf- arhersveitir rólega og hljóðlaust handtekið varðmennina og um- kringt fangabúðirnar. Fréttirnar breiddust fljótt út. Mennirnir hnöppuðust umhverfis Ryan, þar sem þeir töldu sig að minnsta kosti geta fengið útskýr- ingu. Stöðugar spurningar þeirra urðu smá saman að órofa klið. Ry- an horfði á æst andlitin í kringum sig og eitt andartak fann hann til óbærilegra þyngsla þótt svipur hans sýndi sömu sjálfsvörn og fyrr. Hliðin opnuðust og Falvi kom inn í fylgd með mönnunum sem höfðu verið á verði. Ásamt þeim kom Þjóðverji með hríðskotabyssu í bandi yf ir öxlina. Sá þýzki horfði forvitnilega á hópinn eitt andartak, svo hagræddi hann vopn- inu betur og hvarf aftur út um hliðin og lokaði á eftir sér. Ryan taldi í skyndi mennina sem höfðu verið klæddir í ítölsku ein- — Kannske hundrað. Vel vopn- aðir. — Veit Battaglia ofursti um þetta? — Hann er á skrifstofu sinni, Colonello. Hann vill að þér komið undir eins. Hjá honum er þýzkur liðsforingi. Hvað eigum við að gera, colonello? — Eg skal reyna að komast að því, lautinant. Þjóðverjarnir höfðu komið mönn- unum í varðturninum fullkomlega á óvart. Þeir höfðu ekki einu sinni haft tækifæri að vara félaga sína í búðunum við. Þeir höfðu verið undir vörzlu alla nóttina, fengið sæmilegan morgunverð og var því- næst hleypt inn ( búðirnar. Andlit Battaglia bar merki um svefnleysi og áhyggjur. Þýzki liðs- foringinn sem hjá honum var var nauðaskollóttur og skallinn var jafn sólbrenndur og örum slegið andlit- ið. Hátt og bogið nef hans skipti andlitinu í tvennt og það var eins að fara þannig með fanga sem ít- alir hafa tekið? — Die Wehrmacht hefur ekki gert neitt vopnahlé, Herr Oberst, svaraði Spötzl kurteislega en á- kveðið. — Aðeins hinir ítölsku bandamenn okkar. Hann talaði góða ensku. — Hvað verður um okkur þegar þið farið burt? — Þið verðið hér, sir. Við höf- um tæpast flutningatæki fyrir okk- ar eigin herdeildir. Ég harma þann óróa, sem nærvera manna minna hefur orsakað. Ég bið yður um leyfi til að fá að heimsækja búðirnar og fullvissa menn yðar um, að við munum ekki dvelja lengur en nauð- syn krefur. — Það eru engin vopn í búðun- um. — Ég skil. Ég neyðist hérmeð til að tilkynna að hver sem reynir að flýja verður skotinn, sé það nauð- synlegt til að hindra flóttann. — Herrar mínir, sagði Ryan. — Þýzki yfirmaðurinn hefur tjáð mér, að það beri eingöngu að skoða nærveru þýzkra hermanna hérna sem varúðarráðstöfun. Þeir eiga að sjá um að við verðum hér, þar til Þjóðverjar hafa að fullu hörfað. Það er ekki ætlunin að flytja okk- ur lengra norður eftir. Ryan fann að menn hans drógu andann léttar. Svo hrópuðu þeir húrra og söfnuðust í minni hópa með bjartsýnisblæ. — Bölvuð fíflin, muldraði Finch- am. Haldið var áfram að grafa jarð- göngin síðari hluta sama dags. Þjóðverjarnir, sem litu eftir föngun- um, voru óvanir slíkri vinnu og lít- ið forvitnir. Þeir, sem voru á verði af fanganna hálfu, þurftu sjaldan að gefa fyrirmæli um að stöðva verkið. Jarðvegurinn, sem þeir los- uðu, var borinn burt í niðursuðu- dósum og falinn undir viðarstafl- anum í eldhúsinu. í skjóli myrkurs- VIKAN 20. tbl. ££

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.