Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 49
brezki keppinautur hans, og auk þess hafði hann fleiri og betri sleðahunda og var betur búinn að vistum. Þá reyndist leið sú, er hann valdi til göngunnar á pól- inn, stórum greiðfærari en sú er Scott fór. Ljóst má vera, hve nærri Bret- arnir hafa tekið sér að verða nú að sjá á bak þeim heiðri, sem þeir höfðu ætlað sér að erfiðis- launum. Dvöldust þeir um kyrrt í nokkra daga og gerðu ýmsar mælingar. Hæð yfir sjó var þarna 9500 fet, en skammt frá hafði hún mælst 10500 fet; kuldinn var 29 stig á Celsius. Einnig hlóðu þeir félagar vörðu og festu í hana stöng, er á var breski fáninn. Hófu þeir síðan gönguna til baka. Er þeir vöknuðu í tjaldi sínu fjórða morguninn á heimleiðinni, var kominn öskubylur, og tafð- ist ferðin nokkuð af þeim sökum. Næstu daga áttu þeir í töluverð- um erfiðleikum vegna ófærðar og jökulsprungna, og auk þess voru skíðaskór þeirra teknir að slitna. Þann 25. janúar urðu þeir öðru sinni að liggja um kyrrt sökum óveðurs, og þegar því slot- aði, tók þá ærinn tíma að grafa sjálfa sig og farangurinn upp úr fönninni, sem lagzt hafði yfir tjaldið í hríðinni. Gerðust þeir nú smámsaman allþjakaðir af þreytu og kulda. Þeir Scott og Bowers voru að vísu furðubratt- ir, en hinir þrír þjáðust mjög af augnverk og kali. Þeir gerðu sitt besta til að fylgja slóð þeirri, sem þeir höfðu skilið eftir á suð- urgöngunni, en það var oft full- erfitt, því víða hafði fennt í spor- in. Næstu daga gekk ferðin allsæmi- lega, þrátt fyrir margháttaða erf- iðleika og óhöpp; þannig varð læknir leiðangursins, er Wilson hét, fyrir því slysi að togna á fæti, og Scott sjálfur datt á hálku og meiddist í öxl. Eftir tæplega þriggja vikna göngu norður týndu þeir slóðinni og lentu inná mjög spurngið jöklasvæði, sem var nærri ófært yfirferðar. Viku síðar var einn þeirra, Evans að nafni, orðinn fárveikur, og að- faranótt 18. febrúar gaf hann upp öndina. Félagar hans bjuggu um líkið eftir föngum og héldu svo ferðinni áfram. Vistir þeirra voru nú mjög gengnar til þurrðar, og auk þess bagaði þá mjög þreyta og kuldi. Dró því smámsaman úr þreki fjórmenninganna, þótt allir væru þeir kappar miklir og hertir í margri raun. Næstu daga fór frostið stundum í fjörutíu og sjö stig á Celsius. Þann 11. marz voru þjáningar þeirra félaga orðnar slíkar, að Scott skipaði Wilson að úthluta sérsverjum þeirra skammti af eitri, svo þeir gætu stytt sér aldur sem vildu. Einn þeirra, Oates að nafni, var þá mjög aðframkominn, en bar sig sem hetja; bað félaga sína skilja sig eftir, svo hann yrði þeim ekki að farartálma. Því neituðu þeir, en er þeir skömmu síðar lágu um kyrrt í tjaldi sínu vegna óveðurs, gekk hann frá þeim út í bylinn og sást ekki framar. En sjálfsfórn hans dugði ekki til bjargar þeim þremur, sem eftir voru. Þann 29. marz tjölduðu þeir í aðeins ellefu mílna fjarlægð frá vistabúri einu, sem þeir höfðu sett upp á suður- leiðinni. Ef þeir hefðu náð þang- að, er sennilegt að þeim hefði verið borgið, en þá skall á ill- viðri, sem stóð dögum saman og bannaði hinum sjúku og hungr- uðu mönnum allar bjargir. Það var ekki fyrr en átta mán- uðum síðar, að leitarleiðangur frá Evanshöfða fann hinsta nátt- stað þeirra Scotts. 1 tjaldinu fundu leitarmenn lík þeirra þriggja; var svo að sjá að þeir hefðu allir dáið í svefni, en Scott lifað lengst. Á stirnuðu andliti Wilsons læknis var einskonar bros. í tjaldinu fundust einnig all- mörg bréf, sem Scott hafði skrif- að ástvinum sínum og félaga sinna, svo og dagbók, sem hann hafði haldið til hins síðasta. í bréfi til yfirmanns síns, Sir Jam- es Barrie, bað hann fjölskyldum sínum og félaga sinna ásjár. í orðsendingu til brezku þjóðarinn- ar lætur hann svo um mælt: „ ... Við erum sjúkir og ég á erfitt með að skrifa, en sjálfs mín vegna iðrar mig ekki að hafa farið þessa ferð, sem hefur sann- að, að Englendingar geta þolað mannraunir, hjálpað hver öðrum og mætt dauða sínum með engu minni hugprýði en á liðnum tím- um ... Ef við hefðum komizt lífs af, hefði mér verið unnt að segja sögu um karlmennsku, þolgæði og hugrekki félaga minna, sögu sem snortið hefði hjarta hvers Englendings. Þá sögu verða þessi flýtisorð og liðin lík okkar að segja, og sú er okkar örugg von, að okkar stóra og auðuga land sjái skyldu- liði okkar farborða“. Þessi voru síðustu orð hins æðrulausa víkings, sem hver sannur maður mætti vera stoltur af að geta gert að sínum. Það er sannarlega að verðleikum, að enn í dag er minnzt með lotningu þessara vösku fimmmenninga, sem gáfu líf sitt fyrir aukinn skilning meðbræðra sinna á jörð okkar allra. Slíkir munu að ei- lífu lifa þótt þeir deyi. dþ. HEIIVI MEÐ flUflCfl llflífl í TÖSKUNNI Braga kaffi er ætíð hressandi ferskt og ilmandi gott VIKAN 20. tbl. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.