Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 2
4 'A&TMAR- FORD BYDOR 'AVALT ÞAÐ BEZTA • • • Hvort sem þér eignist lítinn eða stóran bíl — dýran eða ódýran — þó tryggir FORD gœðin. FORD til Einkaafnota FORD til Leiguaksturs FORD til Sendiferða FORD til Þungaflutninga SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG105 - SíMI 22470 I í FULLRI HLVÖRU Bakkabræður spjara sig í allri okkar viðleytni að vera nútíma menningarþjóð, koma stundum fyrir brosleg atvik og stundum jafnvel grátleg atvik, sem læða að manni þeim grun, að þrátt fyrir allt séum við bara Bakkabræður, sem eru dálítið farnir að spjara sig. Mýmörg dæmi mætti nefna til að styðja það álit. Ég man til dæmis eftir einu, sem varð á vegi mínum ný- lega. Á fimmtán ára afmæli Þjóð- leikhússins var frumsýnt ís- lenzkt leikhúsverk og forseti þjóðarinnar heiðraði samkom- una með nærveru sinni. Þegar liann gekk i stúku sina, þá stóðu allir leikhúsgestir upp að sjálf- sögðu. En uppistaðan fór að verða eittlivað undarlega löng og það kom i ljós, að forsetinn var i hörkuvinnu þarna uppi i stúkunni. Það hafði alveg gleymzt að ganga frá stólunum ( þar; þeim var staflað út í liorn og liann tíndi þá fram á gólfið hvern á fætur öðrum, handa sér og íjölskyldu sinni, sem var með honum. Á meðan biðu leikhús- gestir og horfðu á. Að undanförnu hefur vel mið- að áfram með framkvæmdir í gatnagerð höfuðborgarinnar, enda var ekki vanþörf á. Mikla- brautin er glæsileg gata og renni- sléttar graseyjarnar milli akrein- anna skera notalega í stúf við moldarhaugana, sem annars hafa einkennt Reykjavík. En svo var allt í einu komin ankana- leg girðing langsum eftir þessum fallegu graseyjum. Ástæðan fyrir þeirri framkvæmd var sú, að ökumenn böðluðust á bílum sín- um þversum yfir eyjarnar og eyðilögðu grasið enda þótt það tæki þá i mesta lagi minútu að aka að næstu samtengingu á ak- reinunum. Menn sem eru aldir upp á moldarhaugum, skilja ekki gras. Ein mesta mannraun sem uxn getur á Islandi um þessar mund- ir, er að ná tali af bankastjóra i sumum bönkum hér. Fólk byrj- ar að bíða úti á götu, hvernig sem viðrar og þegar dyrnar eru opnaðar, upphefjast slagsmál og sá nær helzt bankastjórafundi, scm er sprettharðastur og frek- astur að alnboga sig upp stig- ana. Þar eiga menn fótum víxil að launa og eru þetta framfarir síðan Bakkabræður fengu sér fótabaðið og gátu ekki þekkt í sundur á sér skankana. G.S. 2 VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.