Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 6
Hútgagiiflverilunin SEDRUS auglýsir Eins manns svefnsófi með bakpúðum, stækkanlegur í 185 cm. með ein- um púða — 205 cm. með tveim púðum. Snyrtikommóður fyrir dömur með spegli og innbyggðu skrifborði. — Kommóður þriggja til sex skúffu, sófaborð, sjónvarpsborð, útvarps- borð og mikið úrval af stökum stólum. Athugið að flestar þær vörur sem við höfum fóst ekki annarsstaðar. Húsgagnaverzlunln Sedrus Hverfisgötu 50. — Sími 18830. TVÖ BRÉF - TVENN VIÐHORF Kæra Vika! Ekki skrifa ég þér vegna þess að ég búist við því að fá neinar úrbætur, heldur vegna þess að mér finnst gaman að setja eitt og annað á pappír (og alveg sér- staklega gaman að sjá það á prenti). Ég er búin að vera gift í tíu ár og við hjónin eigum þrjú böm. Við keyptum fyrir sex ár- um tveggja herbergja íbúð í blokk og þótt maðurinn minn hafi haft meðaltekjur, þá hefur okkur ekki ennþá auðnazt að ganga frá íbúðinni. Það vantar mósaík fyrir ofan eldhúsborðið og flísar á baðið og við höfum ekki getað keypt okkur teppi á stofuna, heldur erum við með gamalt teppi, sem nær ekki út í horn. Og við höfum ekki keypt okkur einn einasta stól síðan við byrjuðum að byggja. Við erum svo blönk, að við getum ekki einusinni látið yfirdekkja sófa- settið. Ég er alltaf að vona, að þetta komi nú í næsta mánuði eða þá, þegar maðurinn minn fær kauphækkun, en það er seg- in saga, að verðlagið er alltaf á undan og mér finnst við vera blankari með hverju árinu. Er nokkur sanngirni í því, að fólk með meðaltekjur komizt varla framúr því að byggja tveggja herbergja íbúð? Ég geng í kápu, sem var keypt fyrir mig erlendis fyrir þrem árum og maðurinn minn hefur ekki fengið sér spari- föt í fimm ár. Er ekki eitthvað galið við kerfið í heild? Ég trúi því ekki, að þetta sé okkur að kenna. Hvað finnst ykkur?. Lóa. Að hvað sé ykkur að kenna? Er eitthvað að? Heldur þú, Lóa, að þið séuð ein um að vera blönk? Sjáðu allan fjöldann allt í kring- um þig; fólk sem hefur byggt eins og þið, menn með sömu tekj- ur og maðurinn þinn. Heldurðu að það geti ekki víðar vantað flísar á baðið og teppi á stofuna. Það vildi svo skemmtilega til, að það kom bréf frá húsmóður í þorpi á Vesturlandi, sem þú hefð- ir gott af að sjá. Hún skrifar Vikunni vegna þess að hún hef- ur orðið vör við, að margt fólk leggur lífshamingju og allskonar dauða hluti að jöfnu: Húsgögn, fín föt, heimilistæki. Hún segir: Ég er venjuleg sveitaþorpskona á Vesturlandi, 24 ára gömul. Ég á tvö börn 3gja og 4ra ára. Maðurinn minn er búinn að vinna í fjögur ár hjá sama fyrir- tæki, byrjaði með kr. 4.000,00 í mánaðarlaun en hefur nú kr. 9.000,00. Við keyptum lítið hús fyrir fjórum árum og urðum vitanlega að taka lán til þess. Nú erum við langt komin með að greiða niður þau lán er á húsinu hvíla og fyrir tæpu ári keyptum við bíl. í sumar fórum við í viku sumarfrí. Auðvitað höfum við ekki enn hugsað til að kaupa okkur hús- gögn eða heimilistæki, og það sem við keyptum í byrjun var það allra minnsta sem hægt er að komast af með. Það sem við eigum af rafmagnstækjum er: eldavél, straujárn, hraðsuðuket- ill og þvottavél sem hvorki sýð- ur þvottinn, skolar eða vindur. Við förum oft á böll, fáum marga gesti og eigum heilan hóp af vinum. Ég hef ekki keypt mér kápu síðan ég byrjaði að búa en ég keypti mér efni og saumaði mér kápu, hún var reyndar ekki sér- lega fín, en ég er samt ánægð með hana. Ég hef nú greint frá kjörum mínum og ég er alveg ánægð með þau, ég geri mér vonir um að eiga stærra hús eftir 10—15 ár og heimilistæki og mublur. Það verður að gera sér grein fyrir því, að ekki er hægt að fá allt í einu. Þetta smákemur ef maður er pínulítið þolinmóður. Er öll lífshamingja nú til dags * byggð á ísskápum, ryksugum og nýjum kápum? Er það einskis virði að eiga heilbrigð böm, hús ( til að búa í og umhyggjusaman eiginmann? Er það kannske meira virði að eiga eldhús með glansandi heim- ilistækjum og stofu fulla af hús- gögnum? Er það einskis virði að geta alið upp börnin sín í sveit þar sem þau komast í nána snertingu við náttúruna, skepnurnar, fugl- ana og blómin? Er nokkuð dýrðlegra en fara í gömlu gallabuxumar sínar og leiða bamið sitt út í náttúruna og kenna því að þekkja og skilja allt sem þar er að finna? Húsmóðir á Vesturlandi. g VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.