Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 8
Grein efftír Jóhönnu Þráinsdóiður Tékkóslóvakíu eru 3 borgir, sem I heimsfrægar hafa orðið fyrir I heilsulindir sínar: Karlovy Vary, I Máriónské lázné (Maríulaugar) B og Teplice. Er Teplice þeirra elzt, SBf og sennilega elzta borg þessar- mm ar tegundar í Evrópu. Hún á sér svo fræga fortíð, að ég efast um að aðrar smáborgir í heiminum geti stað- ið henni á sporði hvað því viðvíkur. Ef þú gengur um gamla bæinn finn- ur þú varla það hús, sem ekki ein- hver af helztu stórmennum sögunnar hafa heiðrað með dvöl sinni um lengri eða skemmri tíma. Enda eru þetta tignarleg hús, virðuleg hús, sem fram- farir nútímans hafa hingað til látið í friði og engum dettur í hug að am- ast við. Það hlýtur að vera yndislegt að búa í slíku húsi. Hvaða húsmóðir getur verið að nöldra út af biluðu skolp- ræsi eða óþéttum gluggum í húsi, sem Chopin hefur búið í? Eða armæð- ast út af eldamennskunni, þegar hún veit, að á þeim sama stað, sem hún stendur dag hvern og skröltir í pott- um sínum, stóð Goethe einu sinni end- ur fyrir löngu og fékk innblástur að ódauðlegu Ijóði? Og á þeim erfiðu dögum, er henni finnst tilbreytingar- leysi hversdagslífsins ætla að yfirbuga sig, er ekkert auðveldara en að láta hugann reika aftur í tímann og ímynda sér að hún sé að bíða eftir Casanova, en ekki sínum venjulega 9—5 eigin- manni, sem fyrir utan hár og tennur, er örugglega löngu búinn að missa alla þá spennandi eiginleika, er hann hafði yfir að búa við fyrstu kynni. En konur í Teplice eru sennilega ekkert rómantískar, því að nú eru þessi hús yfirleitt ekki notuð sem íbúðar- hús. En hvernig er um að litast í Teplice nútímans? Nú liggur vegur hennar aðallega í miklum og ört vaxandi iðnaði, þó að laugarnar séu enn mikið notaðar, t.d. við lækningar á gigtarsjúkdómum. Og í staðinn fyrir fölar og veiklulegar að- almeyjar, prýða nú götur bæjarins blómlegar yngismeyjar, sem eins og aðrar dætur tuttugustu aldarinnar, eru löngu búnar að uppgötva að náttúran er langt á eftir tímanum, og mjög svo mislagðar hendur ( því, hvað við- víkur sköpun kvenna, og gera því sitt ýtrasta til að bæta úr mistökum henn- g VIKAN 31. tbl. Jóhanna Þráinsdóttir er ung Reykjavíkurstúlka, sem stundar nám í Teplice í Tékkóslóvakíu. Hún bregður upp ógleymanlegum myndum aí' borg, sem er Islendingum gersamlega ókunn, borg, þar sem snillingar hafa búið og fólk sleppir engu tæki- færi til að komast í biðraðir — ánægjunnar vegna. í Tepiice eru heilsulindir. Þetta er aðallindin. Svínshausinn [) er til minja um svínið, sem varð til þess að laugarnar uppgötv- uðust. Hiti vatnsins er 46 stig á C. O Verzlunargata í Teplice. Beethoven og Goethe í Hall- argarðinum í Teplice. Goethe hneigir sig fyrir keisaranum, en Beethoven gengur hnarreistur áfram. í Teplice er alþjóðlegt saman- [) sa.fn stúdenta og Jóhanna er með- al þeirra. Hún er þó ekki á þessari mynd. En þarna eru full- trúar (talið frá vinstri, fremri röð) Cambodia, Yemen, Somaliu, Kýpur, Búlgaríu, Venezuela, Ghana. Og í aftari röð: Tang- anyka, Kína og Ghana. Þannig er Teplice nútím- >> ^ ans: Miðevrópuborg, sem ber svipmót síðustu aldar. Allt er gróðri vafið. Hugsið ykkur, hvað þetta er ólíkt Reykjavík með nýj- um blokkum, endalausum skurð- greftri og moldarhaugum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.