Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 11
■ ' : x;x,:::::xx : ' : ' ' ■O Dagstofan er niSrl í suSurhluta liússins. Allur vesturveggurinn (t. hægri) er úr gleri. Haglega út- skorin, inúversk borð á gólfinu, en blómahaf við gluggann. Málverkið er eftir Kjarval. : -x-r?::.:.;.;:..- Hér situr Finnbogi viö gamlan kjörgrip, skrifborð föður síns, Guðmundar Finnbogasonar landsbóka- varðar, en að baki hans er höggmynd af honurn. Þarna uppi er einn skemmtilegasti staður hússins og útsýnið vítt og fagurt. ■O Myndin er tokin úr stofunni og sýnir innri gang, —eða „holið“ eins og sumir vilja kaila það. Dyrnar beint á móti liggja fram í ytri gang. Til hægri eru svefnhcrbergi, en stiginn ícngst á myndinni liggur upp á efri hæðina, þar sem húsbóndinn hrciðrar um sig, þegar færi gefst á. -O- Hér sér úr innra gangi yfir stofuna, þar sem suð- urhliðin er öll úr gleri, með útsýn yfir tjörnina í Hafn- arfirði og milcinn liluta miðbæjarins. Uppi á loftinu er bókasafn Finnboga, sumt scm hann crfði eftir föður sinn, en öðru hefur hann sjálfur safnað. Hann segist samt ekki vera safnari, þótt hann liafi vissulega gaman af bókum, enda hefur liann kosið sér lífsstarf í félags- skap við þær. ykkur ekki dálitiö langt að fara þangað á hverj- um degi?“ „Nei.“ Finnbogi varð fyrir svörum. „Þetta tck- ur um fimmtán mínútur, og ég held, að það sé ekki lengri tími en ef maður væri einhvers staðar inni í Langholti eða Vogum. Auðvitað fer það eftir umferðinni hér eins og annars staðar.“ „En hér viljið þið vera, og hvergi annars slað- ar?“ „Já, við erum mjög ánægð með staðinn. Kristj- ana er fædd og uppalin hérna rétt hjá — dóttir Helga Ólafssonar trésmiðs í Hafnarfirði, svo liún er hér á æskustöðvum. Hér er líka svo frjálst og rólegt. Maður þarf ekki að ganga nema fimm til tíu mínútur hérna yfir veginn og út í Vifilsstaða- hraunið, til að vera kominn i óbyggðir. Og héð- an er mjög skammt til berja....“ „Þau eru nú bara hérna rétt fyrir utan glugg- ann,“ skaut frúin inn i. „Berin liafa breitt úr sér og aukizt siðan við girtum lóðina, og það nægir alveg handa Helgu litlu að skreppa hérna út í lautina til að tína ber.“ „Já, enda er lóðin stór,“ bætti ég við spekings- léga. „Þetta er leigulóð, er það ekki.“ „0-nei,“ kvað við í bóndanum. „Hún er þing- lesin eign okkar. Þetta er nefnilega í Garða- hreppi, skal ég segja þér, en ekki i Reykjavík eða Kópavogi.“ O Myndiii er tekin uppi á Iofti í vinnu- stofu Finnboga. Stiginn liggur niSur í innri gang, en til hægri má sjá yfir skil- rúmið inn í svefnskálann. Loftið cr allt klætt valinni furu, sérlega fallegri. I'að er einkennandi fyrir húsið að jafnvel þótt loftið sé í dökkum lit, þá er birtan svo mikil inni, að hinn dökki litur lofts- ins nýtur sín vel og hefur róandi áhrif. Framhald á bls. 33. VIKAN 21. tbl. -Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.