Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 12
Þau sáu aSeins manninn liggjandi á gólfinu með útglennta fætur. Annar handleggurinn lá tuskulega yfir brjóst hans, hinn var teygður út frá líkamanum. Það voru engar augnabrúnir þar var ekkert höfuð. SETJUM NÚ SVO að þú finnir þennan náunga dauðan, sagði Charley. Hann stóð við hliðina á horði undirforingjans með hendurnar í vösum, rólaði sér upp á liæl og tá, há- vaxinn, grannur, ungur maður með gáfulegt andlit. — Myrtur. Skotinn og fullur af eitri í lestr- arstofunni sinni. •— Lestrarstofunni? — Lestrarstofunni sinni; á stóru óðali í Englandi. Undirforinginn ýtti stólnum sínum i áttina að glugganum fyrir aftan hann. Morgunbirtan ljómaði yfir aðra öxl iians á andlit, sem var orðið magurt af margra ára ófullnægjandi svefni og markað af áratuga áhyggj- um. -— Það er utan okkar lög- sagnarumdæmis, sagði liann. — Þú rannsakar það nú samt, sagði Charley glaðlega, — og kemst að raun um, að kona hins látna er morðóð; að eiginmaður hennar sparkaði henni út í blindbyl á aðfangadagskvöld, eftir að hafa eytt öllum hennar auðæfum í aðra konu, og það vill svo til að hún á Webley- Vebley .12-12, sem kemur heim við skotið, sem finnst í heila hans. -—Einn góðan veðurdag, sagði undirforinginn, — verðurðu snjallari en jiú hefur gott af. Hvað sem þú ert að reyna að segja eða gera, hef ég það á tilfinning- unni, svo eindregið að það nálg- ast sannfæringu, að svarið verði neikvætt. Ég hef aldrei heyrt um Webley-Vebley vopn. — Það myndi Annie ekki koma á óvart. Charley tók bréfa- klemmu upp af horðinu, drúpti höfði og tók að rétta varlega úr henni. —-'Þar að auki hafði kona liins látna auglýst það á heilli síðu í dagblaði staðarins, að liún ætlaði að drepa Iiann, hún var ein með honum siðustu mínúturnar, sem hann lifði; og í tösku hennar voru þrjár afriskar örvar, sem öllum hefur verið dýft í eitur, sem drepur undir eins, á þann hátt að breyta blóðinu í kitti. Grunarðu nokk- urn sérstakan? Undirforinginn yppti öxlum: Ég gæti ímyndað mér, að konan liefði ef til vill gert það. — Dæmigerð lögregluheimska. Charley fleygði bréfaklemmunni í áttina að gljáfægðum öskuhakk- anum á gólfinu og hitti. — Annie liefur oft bent mér á, að við liöld- um stöðugt áfram að draga fljót- færnislegar áætlanir af svo veigalitlum sönnunargögnum. Undirforinginn hallaði sér á- fram og spennti greipar með framhandleggina uppi á horð- inu. — Allt í lagi, sagði hann kuldalega. — Hver er þessi Ann- ie? — Annie er heili. Ofsalegur heili, sérfræðingur i morðum. Heili bryddaður að norðanvcrðu með miklum, brúnum hármakka, að sunnan með stórkostlegri strandlengju og.... — Illífðu mér við þessu, sagði undirforinginn. — Ég er ævagamall karl. Hvernig vinnur svo þcssi ofsalegi lieili? — Meðan við lögreglulieimsk- ingjarnir, sem gerum okkur á- nægða með hlægileg sönnunar- gögn, laumumst í kringum lög- reglustöðina, eða reynum að stela ávöxtum saklausra umferð- arsala, safnar Annie i hendur sér öruggum þráðum sönnunar- gagna, sem hinar sofandalegu lögregluaðferðir missa stöðugt af. Og hún uppgötvar nákvæm- lega* það, sem hana grunaði allt- af. Charley dró stól að borði undirforingjans og settist. — Auðvitað er eiginkonan saklaus. Frænka hins myrta, sem ól hann upp, fórnaði öllu til að koma honum í gegnum langskólanám, en hefur nú legið fullkomlega lömuð i þrjátíu og fimm ár, nema hvað hún getur örlítið hreyft eyrun.... -— Myrti hún hann? —- Einmitt. Það vill svo undar- lega til að Weblcy-Vebley cr eina skammbyssan, sem sögur fara af, sem hefur svo næman gikk, að hægt sé að hleypa af henni með því að blaka eyra. Undirforinginn liallaði sér aftur á bak í stólnum og starði góða stund upp í loftið. — Col- liaus, sagði hann að lokum. — Manstu eftir Colhaus í þrett- ánda liverfi? Hann á dóttur... . — Nei, sagði Charley. ■— Ann- ie. Ég lief ekki óhuga fyrir neinni dóttur nema Annie. Það VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.