Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 21
0 Boefng hljóðhverfan með vængina i ýmsum stellingum. Að neðan er fellinefið á Lokkhídd, sem í flugi er híft upp svo vélin verði nægilega rennileg. Hljóðhverfan mun klifra um 5000 fet á mínútu, sem gerir það að verkum, að nauð- synlegt mun reynast að reikna nákvæmlega og fyrirfram út réttan boga til að fara eftir, þegar vélin réttir sig af, svo farþegarnir verði ekki fyrir þeim óþægindum að finna sig svifa hæg't og rólega upp úr sætum sín- um. Að öðru leyti finna farþegarnir enga breytingu, ekkert högg af hljóðmúrnum; og yfirleitt er þetta ekkert öðru vísi, nema hvað þeir eru miklu fljótar komnir i áfanga- stað. Auknum hraða og flughæð fylgir oftast auk- in hætta. Er þoturnar komu fram, rak hvert óhappið annað fyrst í stað. Flugmálastjórinn bandaríski hefur mælt svo fyrir, að hljóð^ hverfurnar megi ekki eiga neitt slíkt tíma- bil. Þegar þær fara á loft, verða þær að vera jafn öruggar og þotur nútímans, segir hann. En aðalframkvæmdastjóri Flugrannsókna- stofnunarinnar sænsku, sem er ákafur and- mælandi hljóðhverfanna, segir að það sé útilokað i framkvæmd. Hann segir, að hljóð- hverfurnar eigi eftir að verða fyrir ófyrir- sjáanlegum skakkaföllum vegna tæknilegra galla í teikningu, sem ómögulegt sé að gera sér grein fyrir áður en á koppinn kemur; vegna loftnúnings og vegna hraðans sjálfs. Og þegar farið er með 55,5 km hraða á mín- úta, hefur flugmaðurinn litinn tíma til að sjá hættu framundan, svo sem haglél — eða aðra flugvél •— hvað þá að vikja sér und- an henni. Flugmálastjóri Bandaríkjanna mótmælir þessu harðlega og segir, að þoturnar og hljóðhverfurnar eigi við sömu vandamál að strjða, en hljóðhverfurnar fá bara meira af hverju fyrir sig. Og hann segist gallharður á þvi að leyfa engri flugvél á loft, sem ekki sé fullkomlega ör- ugg- Tveir spekingar, Goodmanson frá Bóeing og Heppe frá Lokkhidd, hafa setið við að útspekúlera öll þau skakkaföll, sem hljóð- hverfurnar gætu orðið fyrir. Eitt það versta væri, ef allur þrýstingur færi af þrýstijöfn- unarkerfi farþegaklefans í 65 þúsurid feta hæð eða ofar, þar sem loftið er svo þunnt, að blóð flugfarþeganna myndi ná suðumarki á fáeinum sekúndum. Og það væri þokkaleg uppákoma! Lokkhidd hyggst fyrirbyggja, að þetta geti komið fyrir, með því að hafa gluggana mjög smáa, aðeins 16 sentimetra í þvermál og með þreföldu gleri. Myndi hver rúða um sig geta staðið ein fyrir þrýst- mismuninum, þannig að þótt einhver ræki eitthvað gegnum tvær af rúðunum, myndi sú þriðja ekki láta á sjá. Og jafnvel þótt hún gerði það, er gluggaboran svo litil, að þrýstijöfnunartækin hefðu að mestu við að halda uppi þrýstingnum, þannig að með einn glugga opinn i 80 þúsund feta hæð væri þrýstingurinn ekki minni en sem svar- Framhald á bls. 31. VIKAN 21. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.