Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 22
7? rr -fc fn n ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA Það væri ekki réttlátt Framhald af bls. 13. eftir. Hann fór í innanávasann á jakkanum sínum og dró þar upp bók í skærgrænni kápu. — Mig myndi langa til að biðja þig að lesa þetta. Hin æsilegu ævin- týri Hercule Poirot. — Hversvegna? spurði undir- foringinn. — Þetta er mjög spennandi saga. Og mér væri kært ef þú hefSir lokið henni — hann hik- aði.... — áður en þú kemur með mér til Annie annað kvöld. Undirforinginn starði á Char- ley og augu lians minnkuðu. -— Einn góðan veðurdag, sagði hann, — verðurðu snjallari en þú hefur sjálfur. .. . — Þetta er min síðasta von. Charley opnaði dyrnar og steig út fyrir þröskuldinn. — Það er mín síðasta von, að þín gráu hár og aldna vizka standi sig þar sem ég hef brugðizt —• hann var að loka dyrunum, — að þér takizt að sannfæra Annie um, að lögreglan sé jafn hæf, þótt hún sé ekki eins skemmtileg og Ag- atha Christie. Charley hafði oft gert sér Ijóst, að setustofa Annie var mjög kvenleg og hæfði henni vel. En hann hafði ekki gert sér í hug- arlund hver áhrif hún myndi hafa á undirforingjann. Inn á milli fíngerðra lampa með dauf- um Ijósum, pastellitra púða og nýtízku málverka i skærum lit- um, var undirforinginn eins framandlegur og biskup í bjór- stofu. En Annie var stórkostleg. Hún hringaði sig þokkafull í horninu á stóra sófanum, og hár hennar var jafnvel ennþá fallegra en Charley hafði minnt. Örlítið sólbrúnt andlit hennar var ákaft, lifandi og brosandi. Stóru bláu og fallegu augun voru spennt. Samt virtist liún full af trúnaðar- trausti. — Undirforinginn las söguna af Hercule Poirot, tilkynnti Charley. — Honum þótti mjög gaman að henni. — ó? Annie brosti. — Gátuð þér leyst gátuna? — Nei, sagði undirforinginn. — Þér eigið við, ckki fyrr en í endann.... — Ég á við, sagði undirforing- inn, um leið og hann saup á glasinu sínu, — að ég komst aldrei að því. Ég las bókina. Ég lauk við hana. Ég las siðasta kaflann tyisvar og ég veit ekki ennþá, hver drap Aaron De- Corucey. —- En undirforingi, það stend- ur. Það stendur, að Robert hafi gert það; Robert, kjörsonurinn, hann játaði. — Ég veit það. Það er alltaf verið að játa og það hefur ekkert að segja. Undirforinginn þagn- aði, dreypti hugsi á drykknum sínum og sagði svo. •— Ég held að þessi Lacy hafi gert það, Lacy Spreckles. — En.... — Þð er töluvert sennilegt, ságði undirforinginn. — Hann hataði náungann, hann keypti skammbyssuna, hann hafði falska fjarvistarsönnun, hann þurfti á peningunum að halda, hann var i þann veginn að missa af erfðaskránni, hann sagðist ætla að gera það, enginn annar var.... Annie greip fram í fyrir hon- um: — En, undirforingi! Hann gat ekki hafa gert það! Munið þér ekki? Um sólskífuna? — Sjáið til, unga stúlka, fyrir tveim mánuðum.... — Ó, já, það. Undirforingi munið þér ekki, sagði Annie biðjandi. — Hann og Lady G"wen voru i garðinum. — Auðvitað man ég það, en ég skildi það ekki. — En það var svo einfalt. Hún fyrirgaf honum brosandi. — Hann og Lady Gwen tóku eftir þvi á sólskífunni i garöin- um, að klukkan var nákvæmlega hálf fjögur. Hún sagði það meira að segja upphátt, var það ekki? Svo reiknuðu þau út að þetta var aöeins só/artíminn, tveim mínútum á eftir raunverulega tímanum, svo rétt klukka var tvær mínútur yfir hálf fjögur. En svo komst Hercule að því að sólskífan var yfir þrjú hundr- uð ára gömul og á þeim tíma liafði snúningur jarðarinnar breytzt eitthvað.... — Það er atriði sem ég get ekki skilið. — Ég skil það nú ekki heldur nákvæmlega. En einhvern veg- inn breytti snúningur jarðar- innar afstöðu við sólina, svo sól- skífan var rétt. Skiljið þér það ekki? Klukkan var í raun og veru hálf fjögur, svo Lacy gat alls ekki hafa gert það. — Ég hélt, sagði Charley kurt- eislega, — að það hefði getað verið Lady Jane. — Nei. Annie teygði út hönd- ina til að laga bindið á Charley. — Það gat heldur ekki hafa ver- ið hún. Mannstu ekki, að hún var inni i setustofunni að tala við Blake, máginn? Og hann tók eftir því, hvernig sólin glitr- aði i hári hennar og framkallaði þessa fíngerðu gullroðnu tóna, mannstu það ekki? —• Jú, það var víst, sagði Charley. — Jæja, sagði Annie ánægð. — Skilurðu það þá ekki? Það var skýjað allan daginn. — Skýjað? — Ó, Charley! Hún hallaði sér áköf áfram og taldi atrið- in á fingrum sér. Það var engin

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.