Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 23
sól allan daginn, nema eimi sinni, og þá aðeins í eina sek- úndu eða svo. Svo ef Blake sá sólina i hári Lady Jane, hlýtur klukkan að hafa verið hálf fjög- ur, því það var í eina skiptiff, sem Lacy og Lady Gwen hefðu getað séð hvað klukkan var á sólskífunni i garðinum. Annie tók sér málhvíld til að draga andann. — Undirforingi, sagði hún svo. — Þér skiljið þetta, er það ekki? •— Ætli það ekki, sagði undir- foringinn með hálfkæfðri röddu. — Nema — ja, það gæti svosem hafa glytt í sólina einhvern annan tíma líka, án þess að nokkur tæki eftir því. Annie lét fallast aftur að sófa- bakinu. — Auðvitað ekki, sagði hún vonleysislega. — En hversvegna? spurði undirforinginn. Ujndirforinginn gaut augun- um á Charley. — Hversvegna? spurði hann þráalega. — Hvers vegna? Segið mér bara hvers- vegna, það er allt og sumt! — Undirforingi, sagði Annie með hættulegri ró. — Verið ekki fáránlegur. Sólin gat ekki skin- ið í annan tíma — það væri bara ekki réttlátt. Það var löng þögn meðan undirforinginn strauk rakann hægt utan af glasinu sínu með þumalfingrinum. Að lokum leit Charley upp og sagði: — Kann- ske, sagði hann glaðlega. — Kannske þeir myrði öðruvisi í Englandi. — Já, sagði undirforinginn, — þeir hafa svo strangar reglur. Hann leit á Annie. — Sjáið þér nú til, unga kona. í tuttugu ára starfi mínu i lögreglunni hef ég aldrei rekizt á eina einustu sól- skífu í neinu máli, sem ég hef unnið að eða heyrt um. Og jörð- in heldur áfram að snúast á sama hátt, hvort heldur er nú eða fyrir þrjú hundruð árum. Ég skal segja yður hvernig morð í raun og veru gerast: Einn fær liögg í hausinn, annar er stunginn með hnif eða skotinn með byssu. Endrum og eins eru menn drepn- ir á eitri. Sá sem morðið framdi, reynir að koma sér undan og við förum og leitum að lionum, þangað til við finnum hann. Það er allt og sumt í niu tilfell- um af hverjum tíu. Sönnunar- gögn og ábendingar. Já. Það er stundum erfitt að finna það. Auðvitað. En ég hef aldrei rek- izt á eins fáránlegt sönnunar- gagn og sólskífu eða fjarvistar- sönnun, sem byggist á sekúndu- broti i minni þeirra sem í hlut eiga. Trúið mér til. Morð eru næstum aldrei framin á sama hátt og i leynilögreglusögunum og fram úr morðgátunum er aldrei ráðið á sama hátt og þér hafið lesið yður til. Undirforinginn þagnaði og saup á tómu glasinu. — Glasið yðar, sagði Annie blíðlega, — er tómt. Hún stóð upp, losaði það varlega úr mátt- vana höndum undirforingjans og gekk fram í eldhúsið. — Colhaus, sagði undirforing- inn. — Ef.... -— Nei, sagði Charley. — Ann- ie. En ég held að þú hafir haft töluverð áhrif á hana. — Ég myndi vilja hafa meiri áhrif. Ég myndi vilja sýna henni nú, undir eins og persónulega, hvernig morð er framið. Annie kom aftur með glas undirforingjans og hringaði sig svo upp i sófann. — Mér skilst sem sagt á yður, undirforingi, að hvert það sönnunargagn, sem fer minna fyrir en alblóðugu morðvopninu með fullkomnu setti af fingraförum, sé varla gaumur gefandi, vegna þess að Undirforinginn greip fram í, um leið og hann gretti sig og skoðaði í glasið sitt. — Það er skrýtið bragð af þessum drykk, sagði hann. — Er það? Súpið á aftur, sagði Annie. Undirforinginn saup á aftur. — Það er ennþá skrýtið bragð. — Ég veit það, sagði Annie elskulega. — Ég setti salt í það. Undirforinginn setti glasið varlega frá sér. — Salt? spurði hann með ógn- þrunginni rósemi. — Hvers- vegna? — Til að sýna yður, að ef þetta væri ekki salt, sagði Ann- ie, — heldur tse tsum, væruð þér nú dauður. Þér hefðuð dáið á tveimur sekúndum. — Sjáiff. .. . — Ég skal ná i nýtt i glasið yðar, flýtti Annie sér að segja. — Ég vil ekki meir! Hvað á þetta að þýða? Annie leit i vörn af undirfor- ingjanum á Charley og svo aftur á undirforingjann. •— Þið eruð báðir svo sniðugir, að ég ætlaði að sýna ykkur svolítið. En þið eruð ekki sniðugri en svo, að þið gætuð báðir legið hér á gólfinu núna, dauðir. Þegar tse- tsum, sem er sjaldgæft frum- skógaeitur, er notað, sýnir krufn- ingin ekkert annað en hjarta- bilun, svo að það er ekki hægt að sanna neitt. Og þar að auki myndi enginn gruna mig, vegna þess, eins og þér voruð að út- skýra rétt i þessu, að morð eru aldrei framin á þennan hátt. — Já, sagði undirforinginn rólega. — Og hvar fáið þér þetta sessum? í næsta apóteki? — Það fæst ekki, sagði Ann- ie kæruleysislega. Undirforinginn dró djúpt and- ann. Hann hélt áfram að anda að sér með þöndum nasvængjum eins og hann ætlaði að breyta sjálfum sér í blöðru. Andlits- litur hans breyttist úr rósbleiku í mjög fallega appelsinugult, lit eyðimerkursólarlagsins. Svo hringdi síminn. Framirald á bls. 37. Bifreiðaeigendur Athugið Höfum aftur fyrirliggjandi hinn þekkta (loftstýrisútbúnaS). AIR - O - MATIC sem hefur sannaS ágæti sitt á þjóSvegum þessa lands, er á allar gerSir bifreiSa, sem búnar eru loftþjöppu TRAUSTIR - ÖRYGGI - ÞÆGIiDI Sendum gegn póstkröfu. T. Hannesson & Co. h.f. Umboðs- og heildverzlun Brautarholti 20 - Sími 15935 og 15882 EITT FULLKOMNASTA VATNS- KASSAVERKSTÆÐI LANDSINS Bifreiðaeigendur: Latið athuga kælikerfi bílsins fyrir sumarið. Viðgerðir á vatnskössum. Endurnýjum eliment. Rennslisprófanir á vatnskössum. Sjóðum óhreinindi úr elementum. Tökum vatnskassa úr og setjum í. Gufuþvoum mótora o.fl. Eigum fyrirligjandi vatnskassa í flestar tegundir bifreiða. Eigum ávallt fyrirliggjandi hosur, vatnsdælur, vatnslása o.fl. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Sfiimpill h.f Grensasvegi 18. — Sími 37534.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.