Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 25
örsmá tilraun undir stækkunar- gleri hans ... Nú var Josephine að stíga inn í bíl Andersons hins unga. Hann gekk umhverfis bílinn og settist við hliðina á henni. Hún brosti við honum. Það var furðulegt, hve greinilega Van Halden sá þetta bros, eða fremur vissi það, skynjaði það. Nú var bíllinn sett- ur í gang. Þarna beygði hann inn í þrönga götuna og hvarf. Þau vildu vera ein á kveðjustundinni, hugsaði hann og reyndi að fremsta megni að vera þolinmóð- ur og skilningsríkur. — Ég veit ekki hvort þessi litla pláneta, sem við búum á, er ein af þeim tilraunum, sem hefur heppnazt, eða einhver þeirra, sem hann mun kasta sem tilganeslausri eftir nokkra stund. Fyrirgefið mér, þótt ég láti hug- ann hvarfla út í heimspeki —- loftslag India býður upp á það. Það sem mig langar til að segja, er að tvær mismunandi, tvær andstæðar veraldir, hafa hitzt i nótt: Hin rólega, óumbreytanlega, stöðuga veröld þessarrar hafnar, og hin eirðarlausa, hverfula, smá- veröld þessa skips. Leyfið mér að lyfta glasi mínu fyrir þeim báðum, fyrir vinum okkar á landi og vinum okkar á sjó. Það var skálað, hlegið, klingt glösum, kysst og faðmað, og all- ir voru ánægðir, þegar ræðan var búin. Fólkið í Sebang velti þvi fyrir sér, hvað Mynheer Van Halden hefði langað til að segja. Farþegar Tjaldane voru bæði upp með sér og óvissir. -— Undarleg heimspeki! sagði Madame Dufour. -— Kannske hann sé fullur, sagði Georg Carpenter. Frú Gould hafði enga skoðun. Hún leitaði um allt skipið að Pat, sem hafði horfið með ung- um manni. Frú Gould, sem bekkti heiminn, læddist á tán- um niður eftir ganginum; af konu á hennar aldri að vera, með hennar þyngd og hæð, var hún furðuleea iéttfætt. Hún nam stað- ar fyrir framan ldefann, sem hún deildi með Pat. Dyrnar stóðu í hálfa gátt, eins og allar aðrar, en tjöldin voru dregin fyrir að innan. Frú Gould hlustaði og vissulega heyrði hún tvær radd- ir; tvær ungar, ákafar raddir. — Það er auðvelt fyrir þig að segja, að þú fáir það sem þú vilt, ef þú vilt það nógu ákveð- ið. Það er auðvelt fyrir þig að segja, að ég ætti að fara og ná því. Þú ættir aðeins að reyna að gera eitthvað sambærilegt! Þetta var Pat. Karlmannsröddin sagði rólega: — Veiztu, hvað þú vilt? Og er það þess virði að berjast fyrir því? — Já, sagði Pat. — Já. Já, ég veit hvað ég vil. Drottinn minn almáttugur, hvort ég veit það! Það var stutt þögn. Svo sagði karlmannsröddin: — Jæja þá, stúlka mín, taktu þá við því og haltu fast. Frú Gould beið fáeinar mínút- ur, en það var aðeins þögn inni fyrir og síðan daufur dynkur eins og Pat hefði stokkið fram úr efri kojunni sinni. Það er bezt ég fari inn og sjái hvað um er að vera, hugsaði frú Gould. Nei, það er bezt að ég fari ekki inn, huesaði hún svo. Lífið hafði gert hana umburðarlynda og hafði innrætt henni mikla þolinmæði með skammsýni og heimsku mannanna. — Á ég að gæta systur minn- ar? hugsaði frú Gould og fór burt. Lengra frammi í ganginum rufu háttvísir skellir suðandi þögn skipsins, þar sem ungfrú Vanger barði á ritvélina sína. Hún var að reyna að grípa ævin- týri sitt með orðum — lýsandi, talandi, málandi orðum — sem myndu endurspegla alla spennu og æsingu atburðarins: — .... allt í einu sá ég að ég var um- kringd herskáum skara eyjar- skeggja. Augu þeirra skutu neist- um og hás hróp þeirra rufu þögn næturinnar, þar sem þeir börð- ust við að frelsa Japanska njósn arann. Ég sá glampa á kris, þeg- ar mjóu blaði hans var beint að hálsi mínum — en ég sleppti ekki taki mínu á japönsku kon- unni... Klefagólfið var þakið af krumpuðum, hálfskrifuðum pappírsörkum, og lítil ský af tó- baksrevk komu í gegnum dyrn- ar. Frú Gould brosti þolinmóð, læddist áfram og hvarf fyrir bevgiu á ganginum. Rétt í sama bili onnuðust klefadyr Pat og Charley gægðist út. Hann leit fram og aftur eftir þröngum ganginum en þar var engan að sjá. Hann benti inn í klefann og hélt dyrunum opnum fyrir Pat. Hún hafði haft fataskipti og far- ið í einfaldan, stuttan bómullar- kjól og bar litla tösku. Charley var með tvær stórar ferðatösk- ur. Flótti þeirra var hulinn alls- konar hljóðum — trampinu og hljóðfæraleiknum að ofan og ■'kothríðinni í ritvél ungfrú Vang- er; suðinu í hinum fjölmörgu viftum. En þegar þau reyndu að laumast fyrir opnar salEtrdyrirar gekk ungur maður í veg fyrir þau og stöðvaði þau. — Fyrirgefið mér, sagði hann. — Eruð þér ekki Charles Elling- ton? — Ekki get ég neitað því, sagði Charley glaðlega og reyndi að komast framhjá ókunna mannin- um. — Mér þykir leitt að valda yð- ur óþægindum, en ég hef verið að reyna að ná sambandi við yð- ur í allt kvöld. Þér virðist hafa verið mjög upptekinn. Ég heiti George Carpenter. Gæti ég feng- ið að segia eitt orð við yður? Hann leit vandræðalega á Pat, sem var ekki beinlínis drukkin, heldur ekki allsgáð. — Komdu, við skulum fara, Charley, sagði hún óþolinmóð. — Það er um — bróður minn. George Carpenter ræskti sig. — Seymour Carpenter. Anderson ráðlagði mér að tala við yður. Hann heldur, að þér hafið ver- ið í, eða skammt frá Selagor, þar sem bróðir minn sást síðast. — Komdu, Charley, endurtók Pat illskulega. — Þú lofaðir mér... Charley lagði frá sér töskum- ar hennar og þrýsti henni ofan i auðan stól. — Væri þér sama, þótt þú bíðir hálfa mínútu, Pat? sagði hann. — Þetta er mikil- vægt. Getum við farið inn í klef- ann yðar, Carpenter? Klefinn var lítill og mjög þokkalegur. Farangur Andersons hafði verið fjarlægður. Á efri kojuna hafði verið settur farang- ur hins nýja farþega: þungar, stórar töskur með merkimiðum síamsks prins. Þarna var þægi- leg, fersk lykt af ungum karl- mönnum, af tannkremi, rakspír- itus, raksápu, af píputóbaki And- ersons og sígarettum Carpenters. — Sígarettu? sagði Charley og bauð honum um leið og hann kveikti í fyrir siálfan sig. Það er bezt að við ljúkum þessu eins fljótt og hægt er, hugsaði hann. — Mér þykir það mjög leitt, Carpenter, sagði hann. — Það er enginn vafi á því, að bróðir yðar hrapaði með flugvélinni sinni og dó í frumskóginum norð- ur af Selagor. f rauninni sendi ég landstjóranum skýrzlu um þetta allt saman. Það eru meira en þrjú ár síðan, er það ekki? Ég man allt mjög greinilega. Ég var sendur að leggja veg á þess- um slóðum og þetta gerðist fimm mílur niður með Mulinmak ánni. Hinir innfæddu sendu tvo pera- hus upp eftir ánni til að láta mig vita að risafugl hefði sezt kkanmrt frá þörpinu þeirra, og presturinn hefði varað alla við að koma nálægt staðnum, þar sem þetta gerðist. Ég fór með þeim til baka, og allir þorps- búar voru í miklu uppnámi, sem ekki var nema von. Ég átti i erfiðleikum með að fá leiðsögu- mann, sem var nógu fífldjarfur til að sýna mér, hvar þetta hefði gerzt. Flugvélin lá um hálfa mflu frá ánni. Það hafði kviknað i henni, þegar hún skall á jðrð- inni, og allt var gerónýtt. Það var enginn vafi á, hvað þar gerð- ist. Það var ekkert eftir til að senda sem sönnunargagn. Mér þykir það mjög leitt, mjög leitt. — Jæja, einmitt það, sagði Carpenter og horfði í gapnir sér. — Það er bölvuð skðmm að maður á borð við Carpenter skyldi þurfa að enda ævi sfna á þann hátt, sagði Charley. — En haldið þér ekki, að það myndi hafa verið einmitt sá dauðdagi, sem hann hefði valið sér, hefði hann mátt ráða? Carpenter rétti úr sér og brosti. — Ég býst við þvi, sagði hann. — Ég vonaði alltaf. að hann ... En ef þér hafið sjálfur séð vélina, er ekkert hægt að gera. Ég skal segia yður. að þetta er einkennileg tilfinning. eins og tómarúm, eins og auður blettur, þar sem ég hef borið ótta og von og allt það — í meira en þrjú ár. Jæja, — þakka vður fyrir. Þakka yður innilega fvrir, Ellington. Hann snerist snöggletra á hæl og fór út úr klefanum. Þetta var næstum léttir, hugsaði hann. beg- ar hann fór aftur upp á bilfarið. Þá er þetta búið og gert. Já. svo sannarlega er þetta léttir. Nú get ég dansað, hugsaði Genr<»e Carpenter, sem í þriú ár bnfði reikað milli eyianna í vnn um að finna bróður sinn lifandi. Charley sneri sér aft.ur að Paf. sem sat súr á svip í stólnum tók töskurnar hennar og útti henni á undan sér út um dvrn- ar. í áttina að landganginum Fín- mitt í sama bili komu tvær b<dt. klæddar verur unn riðandi plankana. Dr Grader og dr Maverick, í fvlgd með minni veru í purpurarauðum sarong og jakka í sama lit og óþroskað enli. Þetta var Sitah, sem bar föggur húsbónda síns, en hélt sig í hæfi- legri fjarlægð. Pat greip andann á lofti og dró Charley með sér bak við veizluskreytingu til að láta litla hópinn fara framhjá. — Hvað er nú að? spurði hann undrandi. — Ekkert að. Ég vil bara ekki Framhald á bls. 44. pnguf u. tbi. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.