Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 29
Ferðahandbókin 1965 er komin út og inniheldur að vanda allt það, sem ferðafólk á íslandi þarf að vita, eða getur þurft að vita, ef einhverskonar vanda ber að höndum. Höfundar ferðahandbókarinnar hafa sagt: „Farið með svarið i ferðalag- ið" og þeir geta staðið við, að Ferðahandbókin kemur viða við. Til dæmis: Hvar er hægt að fá bifreiðanesti, hvar eru bifreiðastöðvar og bifreiðaleig- ur, hver er sölutími bensin- afgreiðslustöðva, leiðbeiningar til ökumanna frá lögreglunni, leiðbeiningar um lífgun úr dauðadái, um sundstaði og böð, byggðasöfn og sæluhús, reglur um hreindýraveiðar, um frið- un fugla, um lax og silungs- veiði, vegalengdatöflu í km, sumaráætlanir sérleyfishafa, skipafélaga og flugfélaganna. Þá eru upplýsingar um leigu- kennslu- og sjúkraflug, um Flugfélag íslands, starfsemi og áætlanir ferðaskrifstofanna, um hótel og sumargististaði að ógleymdri grein Sigurjóns Rist um bifreiðaslóðir á miðhálend- inu, sem nú kemur endurbætt með góðu korti. Þá eru leið- arlýsingar Gisla Guðmundsson- ar, sem hér er birt sýnishorn af og loks má geta þess, að mikið er i Ferðahandbókinni af auglýsingum frá aUskonar aðilum, sem ferðamenn þurfa að hafa kynni af. Einn fegursti hluti þessa lands eru sunnanverðir Aust- firðir, leiðin frá Egilsstöðum og suður til Hornafjarð- ar. Þó margir aki austur til Egilsstaða og ef til vill á nálægustu firðina, þá fara miklu færri suður á bóg- inn og er það þó sannarlega ómaksins vert. Gísli Guð- mundsson, leiðsögumaður, hefur skrifað ýtarlega leið- arlýsingu fyrir Ferðahandbókina og fékk Vikan góð- fúslegt leyfi að birta kaflann um framangreinda leið. Leiöin frá Egiletööum lil Hornafjapöap Frá Egilsstöðum höldum við suður velli, veginn beint áfram suður Skriðdal. Nokkru sunnar komum við að Gilsá, sem mun líkleg- ast eiga sér einn dýpsta og þrengsta dal á þessu landi, Hjálp- leysu. Dalbotninn er þröng skora, um 300 m yfir sjó og á báðar hendur rísa snarbrött, gróðurlaus fjöll, 11—1200 m há, Kistufell að austan en Sandfell og Skúmhött- ur að vestan. Um þennan dal er stutt en erfið gönguleið til Reyð- arfjarðar. Við ármót Gilsár og Grímsár er Grímsárvirkjun. Nú erum við komin í Skriðdal, all mikla sveit. Hið innra er hann einnig klofinn í tvo dali af lágu fjalli, Þingmúla, en af honum draga Múlasýslur nafn. Suður- dalur er austan við múlann og um hann rennur Múlaá en Norð- urdalur að vestan, og þar heit- ir áin Geitadalsá. Hinn forni þingstaður og kirkjustaður Þing- múli stendur framan við Múlann, í tungunni milli ánna. Hjá Arn- hólsstöðum er samkomuhús sveit- arinnar og þar liggur hliðarveg- ur vestur yfir Múlá að Þingmúla og þaðan vestur yfir Geitadalsá á veginn, sem liggur inn Skrið- dal vestan Grímsár, og sem áð- ur var um getið. Það er því h'a¥gt að aka hrirtg um Skriðdal. Til Austfjarða í sumarleyfinu Þjóðvegurinn liggur inn Suður- dal og mun innsti bær í byggð Vatnshólar við norðurenda Skriðuvatns. Úr því rennur Múlaá en í það öxará. Hún kem- ur langan veg sunnan af gróður- litlu fjallalendi en nefnist öxi og er upp af botni Berufjarðar. Ógreiðfær jeppavegur er af þjóð- veginum, til hægri í svonefndum Bugum, suður öxi og niður í Berufjörð. Er sú leið miklu styttri, en sú, sem nú er farin, og vonandi verður hún gerð sæmilega akfær bráðlega. Þióð- vegurinn beygir til vinstri udd á Breiðdalsheiði (470 m), fram hiá Heiðarvatni og niður í botn Suð- urdals, inn af Breiðdal. um þröngt skarð er nefnist Þröng. Þarna af heiðarbrúninni er afar víðsýnt suður um Breiðdal og fjallahring hans. Kring um botn Suðurdals er nær óslitið hamra- þil frá Dýristindi (1116 m) sunn- an dalsins að Tó norðan hans. Vegurinn liggur bratt niður í dal- inn meðfram Breiðá, sem fellur stall af stalli í mörgum fossum. Neðan brekkunnar er farið yfir ána og út dalinn norðan ár og er innsti bærinn Þorgrímsstaðir. Þarna er töluvert skóglendi, eink- um nálægt bænum Jórvík. Uppi yfir gntefa hengiflug Tóarinnar Og neðar taka við formfögur hamráþíl Dísarstaðáfells. Neðan við bæinn Ytri-Kleif sameinast Suðurdalur og Norð- urdalur í Breiðdal og nokkru ut- an er farið yfir Tinnudalsá í djúpu gliúfri. Þar er afleggiari til vinstri inn Norðurdal að innsta bænum Þorvaldsstöðum en sá dalur er brensri o? gróður- minni en Suðurdalur. Við höld- um áfram niður hinn breiða og búsældarlega Breiðdal og kom- um innan stundar að öðrum vegamótum. Beint framundan er vegurinn niður í Breiðda1<:v'k, sá sem beear bofur ■vrerið Ivst. en til hæeri bióðleiðin suður um, ntr brn-í höldum við. Við riVmn ouður ytir sveitma fram biá rr“vdölum rlrr vfir Rreiðdalsá. Þ^r er afiegeiar’ td hæCTri na liggnr =á vegur inn með ánni inn í Suðurdet eð jnnsta bænum. Flöeu. Þ’óðv°gurinn sveigir til vinstri út með Ós- fialli, sem þrengir sér barna al- veg fram að sió. Yr/ti tanginn sunnan Breiðdalsvíkur heitir Streitshorn og handan þess tek- ur við all breitt og grosugt und- irlendi í skjóli brattra fjalla, Berufjarðarströnd. OþriaSt fiú út- sýni suður og vésttií triéð Strörid- inni, allt til Lórisheiðaf ög Eystra-Homs, og er hún rrijðg frábrugðin því, sem húíi ör riörð- ar. Sunnan Bermfjarðtr er 8ú- Framhald á fWsttl sTBtf. ■rj H i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.