Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 34
HUN MEÐ SRflCfl Uflííl í ^ TÖSKUNNI Braga kaífi er ætíð hressandi ferskt og ilmandi gott I------------------- Bezta súkkulaðikexið HEILDSÖLUBIRGÐIR: PÓLARIS H.F. Hafnarstræti 8. — Sími 21085. „Hún er líka alltaf aS gróður- setja,“ bætti Finnbogi -viS. „ÞaS er hennar líf og yndi aS rækta og hugsa um blóm.“ Þetta er sannleikur, sem öll- um verSur ljós strax og komiS er að húsinu, hvaS þá heldur þeg- ar litiS er á öll blómin, sem inni eru. Á bak viS húsiS er stórt og myndarlegt gróSurhús, upp- hitaS meS rafmagni, smiSaS af Helga, föSur Kristjönu. Þar el- ur hún upp græSlinga og nostr- ar viS fjöldann allan af blómum og plöntum. ÞaS er örugglega mikill timi, sem fer í þetta á- hugamál hennar. Inni í húsinu ber allstaSar fyrir augu blóm og fallegan gróSur. Og fyrir utan stofugluggann breiSir lítil jóla- rós úr blöSum sínum. „Hún fór aS blómstra í desember/ segir Kristjana hreykin. HeimiliS ber þaS allt meS sér aS í þaS fer mikil umhugsun og alúS, og hjónin leggja saman um aS gera þaS eins vistlegt og snoturt og unnt er. Ýmsa fá- gæta og fallega muni er þar aS sjá. Húsgögnin eru vönduS og hlýleg, mörg þeirra hreinar ger- semar, sem þau hafa fundiS á ferSum sinum um heiminn. Þrjú lítil indversk borS eru í stof- unni niSri og aSrir smámunir i sama stíl. Á einum staS getur aS líta grænlenzka útskorna styttu, annarsstaSar forna stein- öxi, sem kanadískir indíánar hafa einhverntíma notaS til veiSa eSa í bardaga. Viðarbút- ur, sundurnagaSur af bjórum við stiflugerS o. m. fl. Á veggj- um eru málverk eftir málara eins og Kjarval og Karl Kvaran. Það kom dálitill áhyggjusvip- ur á ljósmyndarann, þegar hann komst að þvi að hann hafði gleymt ljósmælinum heima, en við nánari athugun komst hann að því aS slikt verkfæri þurfti hann ekki að nota þarna inni. Húsið er þannig teiknað og gluggar með þeim hætti, að birtan er allsstaðar sú sama, hvar sem er í húsinu. „Þetta er sú jafnasta birta, sem ég hefi séð í íbúðarhúsi," varð ljósmynd. aranum að orði, — enda bera myndirnar það með sér, að þar ber varla nokkursstaðar skugga á. Myndir frá Tepiice Framliald af bls. 9. mismuninn á þeim, er þér gálginn vís hvað stafsetningu snertir. Árang- urinn af fimm mánaða striti okkar hér er yfirleitt ekki meiri en sá, að við erum rétt fær um að halda uppi fimm mínútna samræðum um inni- hald og tilgang pósthússins, járn- brautarstöðvarinnar og nokkurra á- líka stofnanna. Nema auðvitað þeir, sem hafa verið svo hyggnir að koma sér upp vinkonum — eða vin- um — meðal innfæddra. Einn af Afríkubúunum telur alla sína ógæfu í kvennamálum stafa af því, að hann getur alls ekki lært að bera fram orðið prítelkyné (sem þýðir vinkona) þrátt fyrir miklar og stöð- ugar æfingar. Fær hann alls ekki fyrirgefið Tékkum, að þeir skuli tala tékknesku. Fieimavistin er sannarlega heim- ur í hnotskurn, því að hér eiga 34 þjóðir fulltrúa sína, þó að stúd- entar séu ekki nema 75 að tölu. Fólk frá fjórum heimsálfum — af þremur gjörólíkum kynstofnum. Það vill til að okkur gengur mun bet- ur að lynda saman og lifa í friði og einingu en þeim hjá Sameinuðu þjóðunum. Sérkennilegustu manngerðirnar hér eru sennilega þeir Ahmed frá Jemen og Edison — ja, það er erf- itt að segja til um hvaða landi Edison í rauninni tilheyrir að minnsta kosti var ekkert land reglu- lega ginnkeypt fyrir að viðurkenna hann sem ríkisborgara sinn, er að þv( kom að hann þurfti að koma sér upp vegabréfi. Loks sá þó stjórn Israel aumur á honum og veitti hon- um vegabréf. Svo að nú situr ísra- el uppi með Edison. í æðum hans rennur blóð einna 7 eða 8 þjóða, og eftir því, sem ég kemst næst, hafa foreldrar hans lifað á stöðugu flakki án þess að taka sér nokkurs staðar fasta bólsetu. Annars er erf- itt að fá fullkomin skil á lífshlaupi Edisons, því að hann á sér heldur ekkert móðurmál. Sjálfur kveðst hann tala arabísku, spænsku, frönsku, og ensku, en einhvern veg- inn er þessari málakunnáttu hans þannig varið, að fólk af ofantöld- um þjóðernum á í mesta basli með að skilja hann. Svo að nú talar hann helzt aðeins tékknesku, sem enn sem komið er, er jafn óskiljan- leg fyrir Tékka og okkur skólasystk- ini hans. Ahmed frá Jemen er staðráðinn í því, að læra hér sjónvarpsleik- stjórn og myndatöku, þó að eng- inn skilji hvaða gagn hann ætlar að hafa af því námi, þar sem eng- ar vonir standa til að land hans komi sér upp slíku menningartæki áður en hann kemst á elliheimiiis- aldur. Annars er synd, að hann skuli ekki hafa fæðzt á íslandi, þar sem hann hefði áreiðanlega getað lifað góðu lífi af ævisagnaritun. Hann á sér nefnilega hvorki meira ná minna en einar fimm — sex út- gáfur af hinum ævintýralegustu ævisögum. Einnig er allt á huldu með aldur hans. Sjálfur segist hann sig 19 ára, þó að landar hans full- yrði að hann sé að minnsta kosti 27 ára. En Ahmed er ekki með neina smámunasemi. Helzti veik- leiki hans er hávaxnar konur, en sjálfur er hann svo lítill og pervis- inn, að væri hann í 11 ára bekk heim á íslandi myndi skólahjúkrun- arkonan áreiðanlega senda móður hans vikulega áminningu um að gefa honum meira lýsi. Og svo eru það kínversku stúd- entarnir tveir, sem koma aldrei út fyrir hússins dyr, nema þegar þeir VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.