Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 37
öldum kom hingað til að berjast örvæntingarfullri baráttu fyrir því, sem er kjarninn i lífi okkar allra, hárra sem lágra, heilsunni. Hér gáfu fátækir Maríu guðsmóður sinn síðast eyri, svo hún mætti helga kraft hins undarlega lækningavatns — og sigruðu eða töpuðu án þess að nokkur tæki á sig það ómak að festa það á dýrmæt blöð sög- unnar. * Það væri ekki réttlátt Framhald af bls. 23. Anni flýtti sér fram á ganginn til að svara. — Annie ætlar að vinna, sagði Charley. — Á stigum. — Það er til yðar, undirfor- ingi, kailaði Annie bliðlega og undirforinginn andaði frá sér, reis upp og tók símann meðan Annie hreiðraði aftur um sig í sófanum. — Já, heyrðu þau hann segja, siðan þögn. — Strax, sendið bíl. Hafið ])ér heimilisfangið? Rétt, sagði hann, lagði á og kom aftur inn í stofuna. — Morð, sagði liann mjúklega. — Raimvernleyt morð. Þér hafið aldrei séð morð, er það? Ekki framið með sess- um, heldur framið með því að skjóta næstum höfuðið af manni. — Nei, sagði Annie. — Setjið á yður hattinn, sagði undirforinginn harðlega. — Við skulum líta á nýtt morð og raun- verulegt morð. Hann snerist á hæl og leit á Charley, og augu hans minnkuðu. — Ef mér gæti dottið í hug, að þú hefðir skipu- lagt nokkuð af þessu líkt. . . . — Fáránlegt, sagði Charley. — Slík skipulagning væri allt of flókin fyrir venjulegan flat- fót eins og mig. Herbergið, sem dauði maður- inn lá i, var hótelherbergi, ekki ódýrt eða lítið, en illa hirt og dapurlegt, undir daufu Ijósinu l'rá ljúsakrónunni í loftinu. Á því var einn gluggi, skínandi svartur móti nóttunni, husgögn- in voru dökkt gólfteppi, rúm, borð, stóll, skrifborð og stand- lampi. En hvorki Annie, Charley eða undirforinginn sáu neitt af ])essu, þar sem þau stóðu í dyr- unum. Þau sáu aðeins manninn liggjandi á gólfinu með útglennta fætur. Annar handleggurinn lá tuskulega yfir brjóst lians, hinn var teygður út frá likamanum. Það voru engar augnabrúnir það var ekkert höfuð. Undirfor- inginn ýtti Annie mjúklega inn fyrir og lokaði á eftir þeim. Fjórir menn, tveir krjúpandi við hlið hins látna, liinir tveir að athuga skrifborðsskúffurnar, kinkuðu kolli til Charley og und- it-foringjans, litu undrandi á Annie og héldu svo áfram að vinna. Charley sneri sér að Annie sem starði stóreyg á manninn á gólfinu. Charley fannst hún sérstaklega falleg af grannri stúlku að vera. — Sjáðu til, sagði hann blíð- lega. — Það var ekki fallega gert að fara með þig liingað. Eg skal fara með þér niður og þú getur.... Annie sneri sér dramblát við. —- Það er allt i lagi með mig, sagði hún með annarrar konu rödd. Hún færði sig djarflega nær þeim látna, yggldi sig svo- lítið og starði á andlit hans með lokuðuin augum. Charley laut ofan að leynilögregiumanninum, sem sat á hækjum sér við hlið mannsins. — Þekkið þið hann? spurði hann. — Já, Lou þekkir hann. Fjár- glæframaður, svartamarkaðs- braskari i stríðinu. Marijuana- sali, ræningi. Charley stóð upp og gekk til Annie sem stóð í fjarsta horni herbergisins. Andlit hennar hafði nú til þess að gera eðli- legan litarhátt. — Sjáðu nú til, sagði hann, — munurinn á rann- sókn raunverulegs morðs eins og þess sem hér hefur verið framið og á þeim, sem þú lest um.... Annie greij) fram í fyrir hon- um. Hún virtist æst. — Morð- inginn, sagði hún hvíslandi, — er rauðhærður. Charley leit snöggt á hana. — Já? sagði hann. Annie opnaði töskuna sína og tók fram minnisbók. — Sjáðu neglurnar á honum. Charley horfði. f lélegu ljós- inu gat hann séð dökkrauða liár- flygsu sem var föst undir nögl- um mannsins. Rautt hár, færði Annie inn i bókina sína. Charley gekk til rannsóknr- lögreglumannsins sem var að tala við undirforingjann. — Hár- ið undir nöglum hans, sagði hann. — Er það ekki úr gólf- teppinu? -— Auðvitað. Undirforinginn leit spyrj- andi á Charley. — Annie? — Já. Undirforinginn stóð upp. •— Þetta er næstum því of auðvelt. — Bíddu. Cliarley hugsaði sig um andartak. — Kannske þetta sé leiðin. Ég ætlaði að útskýra fyrir henni aðferðir okkar, en hún vill vera snjöll, látum hana um það. Látum hana hafa þau gögn er hana vantar. Dyrnar opnuðust, og götulög- regluþjónn hélt um liandfangið. Lítill, áhyggjufullur maður gekk inn fyrir á liæla háns. — Hver ert þú? spurði undir- foringinn. — Hcrra Whiteman, Theo- dore Whiteman, forstjórinn. — Allt í lagi. Biddu. Annie mætti augum Charleys, FERÐIR KREFJAST FYRIRHYGGJU Lesandi góður. Ætlunin var að nota þennan tvídálk til þess að telja upp allt efni FERÐAHANDBOKARINNAR, en brátt kom í Ijós að til þess þyrfti miklu meira rými og hefði síðan öll tæplega dugað til. í stað svo langrar upptalningar birtum við því mynd af FERÐAHANDBÖKINNI og því sem henni fylgir og látum nægja að minna á, að FERÐAHANDBOKIN veitir yður aðstoð við undirbúning ferðalags og á ferðalagi. FERÐAHANDBOKIN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.