Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 45
 Íu *>■ ‘ >4v I SVEITINA DRENGJASKOR margar gerðir TELPUSKÓR margar gerðir STRIGASKOR Stærðir: 30—38 Góðlr skór gleðja góð börn SKÓHÚSIÐ Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88. sá nema hann. Hann langaði til að hafa áhrif á Ann og hann hafði áhrif á hana, gegn vilja hennar. Vandengraf hafði inn- fædda galdralækna í þjónustu sinni á öllum eyjunum, og hjá þeim komst hann að mörgum leyndarmálum hvíta fólksins, sem honum voru gagnleg. Ann Foster var mögulegt fórnarlamb, og hann vonaðist til að selja henni hókus pókusinn sinn á góðu verði. — Kannske ég hafi rangt fyrir mér, sagði hann. — Ef allt í lífi yðar hefur tekið beina og æski- lega línu, ef enginn er veikur í fjölskyldu yðar, ef þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af heil- brigði þeirra, sem yður eru kær- ir, eða ef þér hafið aldrei þurft að syrgja börn yðar — ef þér getið sagt mér, að þér séuð ham- ingjusöm og í fullkomnu jafn- vægi, gleymið þá hvað ég sagði og fyrirgefið, að ég skyldi trufla yður með minni leiðinda hjátrú. Ef ekki......... — Já, ef ekki, hvað þá? Hvað, ef ekki? Spurði Ann fljótmælt. Vandengraf leit á hana með vingjarnlegu, róandi brosi, og lagði hönd sína yfir hennar. Henni fannst hún finna titrandi orku streyma af fingrum hans inn í hennar, sem voru slakir og magnþrota. — Horfðu ekki á stúlkuna, sagði hann aftur. Ann fylgdi augnaráði hans, sem virtist fara án fyrirheits, og þó með einhverri dýpri meiningu, upp yfir borðstokkinn og niður á hafnarbakkann. Það sem hún sá kom eins og snögg, þjáning- arfull undrun. Því þar niðri, um- kringdur af þvaðrandi, hlægj- andi, stríðnislegum hópi inn- fæddra, var Charley að reyna að setja Minný Mús í gang. Charley hafði yfirgefið hana — Charley, sem minna en klukkustund áður hafði sagt henni, að hann elsk- aði hana. Charley hafði komið stúlku fyrir í bílskrjóðnum sín- um, hann hló og loks heppnað- ist honum að koma Minní Mús í gang. Hann veifaði hinum inn- fæddu, lagði handlegginn utan um axlir stúlkunnar og hvarf fyrir hornið á byggingu SBM skipafélagsins. Ann heyrði kunn- uglegan hóstann og skirpingarnar í Minní Mús deyja út og varð særð inn að hjartarótum. — Jæja, þar fara þau, sagði Vandengraf, málhreyfari en venjulega. Hann lukti segul- mögnuðum fingrum sínum um hönd Ann og snerting hans virt- ist draga úr sárum vonbrigðun- um. — Úr því að við erum að tala um goona-goona.........hélt hann kæruleysislega áfram. — Það getur vel verið, að þér trúið ekki á það, en þau eru til, þessi tilfelli, þegar enginn læknir get- ur læknað eða útskýrt öll þessi undarlegu veikindi, allt þetta fólk sem deyr eins og Ijós, sem slokkna, án þess að nokkur geti hjálpað því. Fyrst eru það að- eins eirðarlaust og þreytt, of þreytt til að gera nokkuð. Fyrst lamast aðeins sálin, og svo leggst sjúkdómurinn á líkamann. Limur eftir lim neitar að gera skyldu sína. Fyrst fæturnir, svo hand- leggirnir, síðan missa þeir mál- ið. Samt iifa þeir áfram. Þér trúið ekki á þetta? Spyrjið Mynheer Van Halden. Hann getur sagt yður það. Hans kona lifði og dó á þann hátt. Eina hræðilega sekúndu fann Ann, að hún lamaðist sjálf. Lim fyrir lim. Fyrst verður það að- eins eirðarlaust og of þreytt til að gera nokkuð, hugsaði hún. Hún reyndi að hreyfa fingurna en gat það ekki. Hún greip andann á lofti og langaði mest til að æpa á hjáip. í sama bili sleppti Vandengraf hönd henn- ar, dreypti á kampavíninu sínu og bætti léttilega við: Og það er svo auðvelt fyrir þann að hjálpa, sem veit hvernig á a8 gera það. Ann teygði úr handleggjunum og hreyfði tærnar í silfurskón- um. Jú, ennþá gat hún hreyft sig, hún var ennþá lifandi, þótt Vandengraf hefði hrætt hana mjög. — Hjálpa? Hvernig? spurði hún rám. — Með mismunandi aðferðum í mismunandi tilfellum. Yfirleitt reyna flestir að vinna bug á þess- um hættulega galdri með tómri vitleysu. Ég á við þegar verið er að brenna eða stinga í myndir manna, að safna og eyðileggja hár eða afklipptar neglur — það er að sjálfsögðu tómur barna- skapur. Venjulega eru goona- goona álög lögð á með því að grafa ákveðinn fjölda af litlum bögglum, sem innihalda galdra- kraftinn í og við hús fórnalambs- ins. Mitt starf er að finna þá alla og brenna þá. Þannig bjargaði ég elzta syni soldánsins í Sura- karta, til dæmis. Ef einhver einn þessarra böggla finnst ekki, held- ur galdurinn áfram að vinna ó- dæði sitt, en ég hef sérstakan hæfileika til að finna þá; ég fell í dvala, og eftir það hefur mér ekki brugðizt að finna hvern einasta böggul. — Ég vildi óska, að þér gæt- uð verið hér tímakorn, sagði Ann einlæg. Hún hefur gleypt agnið, hugs- aði Vandengraf ánægður. Hann tók vasaklút úr vasa sínum og þurrkaði sér um ennið. Að selja það, sem hann hafði upp á að bjóða, var þreytandi og þurfti mikið af persónulegu segul- magni. — Það er erfiðara en að komast yfir jómfrú, hugsaði hann kaldhæðnislega. — Ég á heima í Bandoeng, sagði hann. — En ég er alltaf reiðubúinn, þegar fólk þarf á mér að halda. Ég hef náðargáf- una, og það er skylda mín að nota hana á sem beztan hátt fyr- ir mannkynið, sagði hann hóg- værlega. Ann velti fyrir sér svari hans. Kannske Charley myndi lána inér nógu mikið til þess að ég gæti sent eftir þessum Vandengraf, hugsaði hún. Nei, Charley myndi ekki gera það. Hann myndi stríða mér og segja að ég yrði að berj- ast. Og þá minntist hún þess, að Charley hafði yfirgefið hana með stúlku sem hann hafði séð í fyrsta skipti þetta kvöld. Svona verða menn á þessum frumskóga- stað, hugsaði hún í uppgjöf. Ó- sjálfrátt litaðist hún um og nið- ur á hafnarbakkann, þar sem Charley hafði stungið af fyrir andartaki. Vandengraf skrifaði eitthvað í kort og rétti henni það. — Heimilisfangið mitt í Band- oeng, sagði hann. — Ég get tek- ið flugvél hvenær sem þér þurf- ið á mér að halda. En ef yður langaði að fórna mér nokkru af tíma yðar og trúnaði í nótt, gæt- um við komið á fót einskonar fjarskynjunarsambandi, sem þeg- ar í stað gæti unnið á móti áhrif- um galdranna ... Ann hlustaði ekki. Næstum eins og í meðvitundarleysi hafði hún tekið eftir kunnuglegri veru meðal hundraða innfæddra á VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.