Vikan

Tölublað

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 26.05.1965, Blaðsíða 49
_ Víö gætum náttúrlega læst þá inni. — Hann hefur það ekki, sagði Ryan. — Eg taldi vagnana, áður en við lögðum af stað í morgun, þeir eru tuttugu og fjórir. Allir nema þessi og vagn Klements eru út- troðnir af föngum. Það er einn varðmaður á hverjum vagni, nema þessum hér og þar að auki einn á eimreiðinni. Ryan sneri sér við og kallaði á Costanzo. — Getið þér komið hingað and- artak, faðir? sagði hann. — Mig langar til að sýna yður þessi spil, sem ég er með. Þegar Costanzo kom til Ryans, sagði hann: — Reynið að sýna áhuga fyrir spilinu. Eftir nokkrar mínútur skuluð þér ganga til langa Þjóðverjans. Reynið að komast að því, hvenær hann verður leystur af og hvar. Biðjið Stein að hafa auga með því, hvaða stöðvum við förum framhjá. Constanzo horfði á spilið stund- arkorn. Svo gekk hann til varðarins, eftir að hafa sagt nokkur orð við Stein. _ Og ef við getum nú tekið þennan vagn og Klements, án þess að vekja athygli, hvernig eigum við svo að ná Þjóðverjunum niður af þökunum? spurði Fincham. — Það verður ekki svo andskoti auðvelt. _ Við neyðum Klement til að kalla í þann, sem er upp á hans eigin vagni. Þegar það er gert, er afgangurinn mjög auðveldur. Ég tek hans stöðu og ræðst svo á Þjóð- verjann á næsta vagni. Þeir snúa allir bakinu í stefnu lestarinnar og ég kem aftan að þeim. Síðan kom- ið þér til hjálpar. Þegar við höfum yfirunnið einn varðmann látum við hann síga niður í vagninn og setj- um einn af okkar mönnum í stað- inn. Svo opnum við allar dyrnar og stingum af. Enginn veit, hve lengi lestin heldur áfram, áður en ein- hver uppgötvar að hún er tóm. Þeir héldu áfram að spila, á með- an þeir biðu eftir skýrslu Constanzos um vaktaskiptin. Eftir stundarkorn kom presturinn aftur til þeirra, sett- ist við hliðina á Fincham og leit á spilin hans. _ Nú veit ég hvernig Júdasi hef- ur liðið, sagði hann að lokum. - Þér hafið stofnað sálarheill minni í voða ofursti. Meðan hann talaði, brosti hann í fyrsta skipti síðan Pedersen dó. _.Ég skal reyna að bjarga líkama yðar, faðir, sagið Ryan. — En því miður get ég ekki fullyrt neitt um sálina. Af hverju komust þér? r ~ \ Ef þér eigið Ijósmynd, stœkkum við hana og litum. 18x24 kosta 90 kr. ísl. Stækkun án lit- unar kostar 45 kr. Vinsamiegast sendið mynd eða tiimu og gefið upp liti. Skrifið helzt á dönsku. FOTO-KOLORERING. Dantes Plads 4, Köbenhavn V. V -— -----------------------' — Liðsforinginn hafði sagt hon- um að þeir yrðu leystir af eftir átján tíma, í fyrsta lagi. Ryan leit snöggt á Fincham. — Þá höfum við tímann fyrir okk- ur. — Hann heitir Julius Schnitzler og á 6 börn, sem hann hefur ekki séð í þrjú ár, sagði Costanzo lágt. — Hvað verður um hann? — Það er ekki yðar höfuðverkur, faðir. — Það held ég samt ofursti. Hann veitti mér trúnað sinn, vegna þess að ég er prestur. Þetta er skriftamál, faðir. Hvað um hann verður liggur utan yðar svæðis. Gleymið því ekki að þér berið einkennisbúning en ekki prestshempu. Costanzo yfirgaf þá og settist niður með Nýja testamentið sitt. — Við hefjumst handa, við fyrsta tækifæri eftir klukkan sex, sagði Ryan. Ef ekki gefst betra tækifæri þangað til. Svo verðum við að bíða fram í myrkur, þangað til við get- um hafizt handa úti. Það er um hálfátta. Fincham snéri upp á yfirskeggið og virti Ryan fyrir sér. — Ekki skal standa á mér Ryan, sagði hann. — En látið yður ekki detta í hug, að mér líki betur við yður fyrir það. — Það varðar mig ekkert um, sagði Ryan. — Við höfum nokkrar mínútur upp á að hlaupa, áður en við byrjum. Ég er að hugsa um að fá mér smá fegurðarblund. Hann lagðist niður á milli bekkj- anna og eftir fáein andartök var hann steinsofnaður. Hann hafði ekki sofið lengi, þegar hann vakn- aði við að lestin hægði ferðina. — Við erum að stanza, sagði Stein frá glugganum. — Þetta er borg. Ryan leit á klukkuna, fimm mín- útur yfir sex. Fincham hraut hin- um megin við bekkinn. Ryan teygði út handlegginn og snerti öxl hans, Fincham settist upp með rykk og rak höfuðið í bekkinn. Hann tvinn- aði saman blótsyrðum. Liðþjálfinn við vegginn hló. Fincham hætti að bölva og horfði á Þjóðverjann. — Þetta fannst þér fyndið, sagði hann. — Þú færð bráðum annað að hlægja að. — Láttu hann eiga sig, sagði Ryan. Liðþjálfinn hætti að hlægja og hallaði sér aftur upp að veggnum. — Hvernig væri að grípa til spilanna aftur? spurði Ryan. — Alveg Ijómandi, sagði Fincham. — Sitjið ekki klofvega yfir bekk- inn. Hafið báða fætur liðþjálfans megin. — Liðþjálfinn lítur á klukkuna sína, sagði hann. — Ég býst við, að það sé matartími. I fyrra skiptið kom Schnitzler í þennan enda til að fá sinn skammt af matnum. Ef hann gerir það líka núna, stöndum við klárir af því. Einmitt þegar þeir standa hlið við hlið. — Ég vil fá liðþjálfann. Ég á EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SlMI 11400 Einkaumboð á íslandi fyrir Simms Motor Units (International) Ltd., London Önnumst ollar viSgerSir og stillingar 6 SIMMS olíuverkum og cldsncytislokum fyrir diesclvélar. BIQBN&HAILDÓRHF. Höfum fyrirliggjandi varahluK ■ otiuverk og eldsneytisloka. SlÐUMÚLA'9 Lcggjum ahcrzlu á aS veita eigendum SÍMAR 36030.36930 SIMMS otiuverka fljóta og g68a þjónustu. B VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.