Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 9
kenndri byltingu á siðferðis- skoðunum og smekk mikils þorra manna. Gefur Stefán Sweig næsta greinargóða lýs- ingu á tímamótum þessum í bók sinni Veröld sem var, enda varð land hans, Austurríki, mjög hart úti af völdum striðs- ins. Þetta gamla og hámenning- arlega einveldi, sem staðið hafði af sér jafnt hundtyrki sem bónaparta, varð nú allt i einu leyst upp i búta til að fullnægja dutlungum þröngsýnna þjóðern- ispjakka. Það var því ekki nema von að æskulýður þessa gamla stórveldis fyndi nú jörðina hrapa undan fótum sér, enda varð hegðun hans eftir því. Listamenn og skáld aðhylltust nú aðeins hinar öfgafyllstu stefnur i myndlist og bókmennt- um, dagblöð voru lesin afturá- bak eins og skrattinn biblíuna og allt annað var eftir þessu. í samræmi við þetta þótti nú auðvitað fráleitt að elska upp á gamla móðinn, svo að nú rann upp liin mest dýrðaröld fyrir kynvillinga af báðum kynjum. Jafnt konum sem körlum fannst nú gamaldags og púkalegt að sýna nokkur einkenni síns rétta kyns; konur tóku að ganga í buxum og klipptu á sig drengja- koll, en karlmenn rökuðu af sér yfirskeggið. Og við það sit- ur að mestu leyti enn. Það er nú svo sem í lagi, en út fyrir tekur þó, þegar þeir fáu karlmenn, sem ekki nenna að tolla i tízku hómósexúalista frá þvi á upplausnarárum eftir- stríðsáranna fyrri, verða fyrir stöðugri afskiptasemi og jafn- vel aðkasti vegna sjálfsagðs hárvaxtar í andliti sinu neðan verðu. Skeggjaðir nútímamenn mæta varla svo kunningja sínum á götu að hans ávarpsorð sé ekki: „Hversvegna rakarðu ekki þennan andskota af þér? Þetta getur verið hálfþreytandi, en er auðvitað meinlaust, en fram úr keyrir hins vegar, þegar menn verða — ekki síst á skemmti- stöðum — fyrir aðkasti og móðg- unum af hálfu einstaklinga af manntegundum, sem þurfa ekki annað en lítilsháttar sénever- skammt til að losa sig við það litla, sem þeir allsgáðir kunna að hafa framyfir húsdýrin heima hjá sér, ef einhver eru. En þegar betur er að gáð, eiga þessir menn sér auðvitað afsökun. Aðalmetnaður lítils- sigldra manna beinist ávallt að því að líkjast öðrum sem allra mest, skera sig ekki úr. Það er lífsöryggi þeirra, skjól og vörn. Þeir hafa skapgerð á borð við kameljónið, sem ætíð er samlitt umhverfi sínu. Hinir, sem ekki hegða sér i einu og öllu sam- kvæmt þessarri meginreglu, eru ögrun við þá og uppgjafar- kennda lifsstefnu þeirra. Jafn- vel svo lítilfjörleg frávilt úr grá- um hversdagsleikanum sem loðnir kjálkar og liaka særir viðkvæmar melrakkasálir þeirra. Þvi ber skeggmönnum að leitast við að umgangast þessar van- þróuðu manntegundir með kristilegu umburðarlyndi, stolt- ir í fullvissu þess, að sjálfir hafa þeir haft kjark til — þótt í litlu sé — að lífga upp á liversdags- leikann, sem er víst áreiðanlega nógu leiðinlegur samt. dþ ATLAS Kæliskápar Frystiskápar Frystikistur 12 GERÐIR - STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI - OG VERÐIÐ ER FRÁ KR. 6.845.00 ATLAS CRYSTAL REGENT Tveir sjálfstæðir hlutar, kæli- rými og djúpfrystihólf, sem hvor um sig hefur sérstaka kuldastillingu. Kælirýmið hefur raka blást- urskælingu, sem skapar beztu geymsluskilyrði. Þíðingin er algerlega sjálfvirk — það þarf jafnvel ekki að þrýsta á hnapp — svo auðvelt og þægilegt er það. 1 rfflllH/ } þvTCJ / W wíi/i. ; { jijÍÍl|j ATLAS CRYSTAL QUEEN er minni útgáfa af Crystal King, og hefur sömu góðu kostina, m.a. stórt djúpfrysti- hólf með ennþá einum ATLAS kosti, hinni snjöilu „þriggja þrepa“ froststillingu, sem ger- ir það mögulegt að halda rniklu frosti í frystihólfinu án þess að frjósi neðantil í skápnum. ATLAS CRYSTAL KING Sjáið hina fullkomnu nýt- ingu geymslurýmisins: stórt djúpfrystihólf, 5 heil- ar hillur og grænmetis- skúffa — og í hurðinni er eggjahilla, stórt hólf fyrir smjör og ost og 3 flösku- hillur, sem m.a. rúma háar pottflöskur. Munið ATLAS einkennin: Glæsilegt útlit, segullæs- ing, færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun, innbyggingarmöguleikar. ATLAS FRY STIKISTUR og FRY STISKÁPAR — 5 stærðir. Sparið fé, tíma og fyrir- höfn! Kaupið matvælin, þegar verðið er lægst og gæðin mest. ATLAS heldur þeim óskertum mánuðum saman — og þér getið boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góðmeti allt árið. ATLAS GÆÐI — 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á FRYSTIKERFI. TRAUST ÞJÓNUSTA. RUP HAMSEHI F SliMI 12606 -SUÐURGÖTU 10-REYKJAVÍK Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nánari upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: Heimilisfang: ........................... Til: FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík. V-22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.