Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 11
heima hjá sér, þegar lífið er svona ólgandi og spennandi á torginu. Þannig eru ítalir; þeir þrífast ekki einir sér, meðal þeirra eru það meiri sannindi en nokkursstaðar, að maður er manns gaman. En meðan gamanið heldur áfram að dafna á torgunum, þá draga hæðirnar yfir sig síðdegismóðuna og verða dularfullar úti í fjarskan- um, þar sem borgin Flórens á að vera, ef kortið segir satt. Dular- fyllri en móðan bláa eru þó þeir leyndardómar, sem réðu því endur fyrir löngu, að heilar þjóðir tóku sig upp úr fornri og fastri búsetu og héldu út í óvissuna til að leita betri landa, eða guð má vita hvers það fólk var yfirhöfuð að leita. Etrúrskar voru ein slíkra þjóða og eftir því sem ég bezt veit, þá dreg- ur héraðið Toscana nafn af þeim. Þeir eru af óþekktum uppruna og töluðu mál, sem enn í dag er hrein- asta ráðgáta. Aðeins eitt er nokk- urnveginn víst; Þetta var heil þjóð. Á leið um Toscana og Umbríu er farið um slóðir hinna fornu Etr- úrska og komið á merk- isstaði eins og Florens, Pisa og Assissi þarsem menn eins og Galileo, Michelangelo og heilagur Frans ólu ald- ur sinn. Gamalt málverk at torginu Piazza della Signoria í Florcnce, sem sýnir þegar munkurinn Savonarola var brenndur á báli árið 1498. sem kom um langan veg einhvers- staðar úr austri og fann enga eirð í sínum beinum fyrr en birtust þær Ijúfu hæðir ( Toscana. Þar settust Etrúrskar að um það bil átta hundr- uð árum fyrir fæðingu Krists og lögðu brátt undir sig mestalla Mið- Ítalíu, allt suður til Rómar. Gamlar arfsagnir herma, að Etrúrskarnir hafi verið austan úr Litlu-Asíu og vísindamenn styðja yf- irleitt þá kenningu. Samkvæmt arf- sögnunum lentu þeir ( mannraunum ekki alllitlum á leiðinni og þoldu bæði hungur og hrakfarir. Þá hafði Pósléttan að vísu verið byggð mönn- um í allt að 25 þúsund ár, svo mannaferðir voru ekkert nýnæmi á þeim slóðum. Um það vitna upp- grafnar fornminjar. En nokkru á undan Etrúrskunum kom önnur þjóð aðv(fandi norðan um Alpafjöll og treysti byggð s(na sunnan fjalla með þvf að byggja þorp á staur- um úti ( vötnum og síðar einhvers- konar stauraþorp á þurru landi eft- ir því sem sunnar kom og vötn þraut. Er hald manna, að þar hafi komið forfeður hinna fornu Lígúríumanna og Latína, sem urðu frumbyggjar á skaganum ásamt með Etrúrskum. Nema hvað Etrúrskarnir tóku þeim langt fram í menningu og tækni; þeir byggðu ekki á staurum, heldur heilar borgir víggirtar og þær úr steini. Þeir lögðu vatns- leiðslur, líklega fyrstir manna, og þeir byggðu skolpræsi. Borgir þeirra risu á víð og dreif f hæðum Tosc- ana og suður í Úmbríu. Meðan Róm- verjar voru aðeins fáir og frum- stæðir bændur, stóð eitt háþróð- asta menningarríki þess tíma svo sem eitt til tvö hundruð kdómetra þaðan. Etrúrskar voru fremur lág- ir menn og riðvaxnir, höfuðstórir og rauðbirknir, og konur þóttu þar af- burða fagrar. Þeir bjuggu við höfðingjaveldi og atorka þeirra og framfarir byggðust á þrælahaldi. Prjálsir menn undu sér hinsvegar mest við kappleiki margskonar og bardaga, eða nautnir og veizlu- höld. Þeir skertu hvorki hár sitt né skegg. Allt var með fremur grimmúðugu sniði, því Etrúrskar sáu ýmsar hættur samfara því að láta menninguna komast of langt frá stigi villimennskunnar. Trúar- brögð þeirra ýttu líka undir það. Þeir höfðu átrúnað á marga guði, suma svo heilaga, að ekki mátti nefna nafn þeirra upphátt og mann- fórnir voru tíðar. Þeir óttuðust jafn- vel dauðann meira en vitað er um að nokkur þjóð hafi gert; ræktuðu beinlínis þann ótta með sér og gerðu hrollvekjandi myndir af djöfl- um marghöfðuðum og kvikindum, sem áttu að taka við mannssálinni. Trúin á víti var ríkasti þátturinn í guðfræði þeirra. En merkilegt er það og athyglis- vert, að líkt og forn-Egyptar, lögðu Etrúrskar enn meiri rækt við gröf sína tilvonandi en dvalarstaðinn ( lifanda lífi. Gefur það ef til vill vísbendingu um austrænan uppruna þeirra. En í stað þess að Egyptar hrúguðu með sér í gröfina hverju því sem talið var að menn þyrftu með í lífsbaráttunni hérna megin grafar, þá töldu Etrúrskar nægilegt að fá myndir af öllum sínum áhöld- um og amboðum ( gröfina. Svo til allt, sem vitað er um þessa merki- legu þjóð, hefur fundizt í gröfum. En ríkidæmi grafarinnar var í sam- ræmi við þessa heims auðlegð: Fá- tækir menn og þrælar áttu þess ekki kost að fá listamenn og bygg- ingameistara til þess að byggja dýr grafhýsi. Auðmenn skáru hinsvegar ekki við nögl, þegar til þess kom að byggja sér grafhýsi. Þar gat að líta á veggjum málverk af hinum látna með fjölskyldunni og við all- ar þær skemmtanir, sem hann vildi ógjarna fara á mis. Þar hafði hann haglega uppdregin öll þau áhöld, sem hann hugsanlega mundi þurfa hinum megin og svo framvegis. Etrúskarnir eru líklega fyrsta munaðarþjóð í Evrópu. Þeir stund- uðu málmvinnslu og eru höfundar atríumhússins, sem Rómverjar tóku s(ðan eftir þeim og enn ( dag þyk- ir fullboðlegt byggingarlag fyrir auðkýfinga. Þeir voru að mörgu leyti frábærir listamenn og margar bronsstyttur þeirra eru gersemar. Samt var list þeirra stíliseruð og einföld í sniðum svo sem oft hef- ur orðið hjá ungum menningarþjóð- um. Hún var arkaisk, svipað og sú list, er kennd er við Arkadíu hjá Forn-Grikkjum, nema hvað hún varð aldrei klassisk eins og sú grfska. Eitt annað styður tilgátuna um austrænan uppruna Etrúrskanna: Þeir höfðu innýflaspár mjög ( há- vegum, sérstaklega þótti þeim lif- ur úr skepnum girnileg til spádóma og hafa þeir meira að segja lát- ið eftir sig eftirlíkingar úr bronsi af lifur, sem sýnir, hvernig þeir spáðu. En síðar rann þessi sérstæða menning saman við önnur áhrif, þegar Rómverjar bræddu þetta sam- an. Lengi áttu Rómverjar ( útistöð- um við Etrúrskaborgirnar eftir að þeir komu sínum harðsnúna her á laggirnar. Þá lifðu þessir verðandi drottnarar heimsins við fábrotna lifnaðarhætti og mikinn aga og það var haft að orðspori, hvað mun- aður manna væri mikill norður í löndum Etrúrska. Reyndar hafði etrúrskur ævintýramaður lagt und- ir sig Rómaborg árið 618 fyrir fæð- ingu Krists eftir því sem sagnir herma, og síðan stýrðu þeir Róma- borg hundrað ár. En þegar framm í sótti, máttu þeir ekki við aga og óbilandi heimkynnatryggð Rómverj- anna, sem alltaf höfðu sigur á end- anum. Þessar þjóðir runnu saman í eina og síðast er þess getið, að Rómverjar höfðu gjarna ( sinni þjónustu listamenn og bygginga- meistara af Etrúrskastofni. Víst er um það, að lengi lifir ( kolunum, en líklega veit nú eng- inn með vissu, hvort þeir stórsnill- ingar listarinnar, sem fæddust í Skakki turninn hailast meir og og bráðum kemur að því að hann fell-**®““““ji'í‘'sj£ ur, et ekkert verður gert. En Pisa- búar óttast að ferðamenn hætti að koma til að sjá hann, et tryggilega verði gengið frá því, að hann geti ekki fallið. Toscanahéraði á 15. öld og gerðu garðinn frægan, hafa ef til vill verið afkomendur hinna fornu Etr- úrska. Florence. Hún er brún og gul yfir að sjá af torgi Michelangelos og sker sig vel frá bláum en þó nálægum fjallahring. Hún er göm- ul og snjáð og þær byggingar sem hæst ber, eru afreksverk löngu lið- inna alda. Kannski er það einmitt vegna þess, að Florence hefur á sér nokkurn helgiblæ,- hún er borg goðsögunnar, vafin ( dýrðarljóma löngu liðinna tíða, þegar vagga Endurreisnarinnar, Renaicancins, stóð þar. Síðan hefur Flórence fyrst og fremst verið borg listanna og myndlistarinnar fyrst og fremst. Ennþá eru ungir menn skólaðir í myndlist ( afgömlum og virðuleg- I VIKAN 22. tbl. U

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.