Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 12
Sumarauki í Suðurlöndum Stiklað milli staða Heilagur Frans frá Assissi eins og Giotto hefur málað hann á vegg í Santa Croce kirkjunni í Florence. um stofnunum og listamenn koma þangað um hálfan hnöttinn í eins- konur pílagrímsför til að sjá verk Endurreisnarmeistaranna, bæði byggingaverk, höggmyndir og mál- verk. Að þessu sinni hafði ég ekki tíma til að koma í Uffizzi safnið, en ég gekk um sali Pitti-safnsins og sá maddonnur Rafaels, kónga og hefðarfólk Velasques ásamt fjöldanum öllum af öðrum skilirí- um eftir Tintoretto, Titan, Giotto, Girlandaio og fleiri sem ég hirði ekki að nefna. Stundum finnst mér þessi stóru söfn vera einskonar kirkjugarðar menningarinnar og þar er ekki margt að finna, sem raun- verulega hróflar við tilfinningunum. Einu áhrifin er þreyta í fótunum, sem aldrei bregzt. Ég kýs fremur að leita uppi söfn, þar sem verk nútímalistamanna eru sýnd, en það mundi víst vera talin höfuðsynd að gista Florence án þess að líta inn í eitthvert af hinum feiknarlegu safnhúsum borgarinnar. Þeir sem gerðu garðinn frægast- an hér eru án efa þeir Michelangelo og Leonardo da Vinci, báðir fæddir í þorpum í nágrenni Florence, ann- ar árið 1452 hinn árið 1475. Enda þótt þeir störfuðu miklu víðar en í Florence, er hún samt fyrst og fremst þeirra borg og það er andi þeirra sem þar svífur yfir vötnunum. Þeim þykir svo vænt um fortíð- ina og gömlu húsin í Florence, að þau eru látin standa þótt þau séu komin að fótum fram. En sum, sem byggð voru á Sturlungaöld, láta engin ellimörk á sér sjá önnur en byggingarstílinn. Þannig er til dæm- is Gamla Höllin, ein höfuðbygging borgarinnar og fyrrum aðsetur Medici-ættarinnar, einhverra auð- ugustu manna á Italíu, sem skrifa má að talsverðu leyti fyrir þeirri þíðu, sem varð í listum og menn- ingarmálum á Endurreisnarskeiðinu. Raunar voru tvær voldugar ættir í Florence og byggðust auðævi þeirra á „ávöxtum sparifjár á vin- sælan og öruggan hátt". Hin ættin hét Pitti. Þeir Medicimenn og Pitti- menn gátu aldrei á sátts höfði set- ið, en það lagaðist allt, þegar Pitti- æftin varð gjaldþrota, því þá fluttu Medicimenn úr Gömlu höllinni og yfir í Pitti-höllina, sem nú er not- uð fyrir listasafn og hlýtur að hafa verið alveg einstaklega óyndisleg- ur mannabústaður. Það er alkunnugt, að auður komst mjög á fáar hendur á íslandi eftir Svarta dauða 1402. Talsvert löngu áður hafði drepsóttin geysað á ítal- íu og einhverra hluta vegna strádrapst fólk í Florence svo ann- arsstaðar voru ekki dæmi um slík- an mannfelli. Líkt og síðar á Islandi, varð veruleg röskun á efnahag; þeir fáu eftirlifandi erfðu ef til vill nokkra tugi af húseignum. Þannig hófst auður þeirra Medici manna. En þeir voru að mörgu leyti stór- merkir menn; börn Endurreisnar- innar eins og listamennirnir, sem þeir söfnuðu í kringum sig með miklu örlæti og hvöttu til dáða. Mestur þeirra allra var Lorenzo „hinn mikilfenglegi" eins og hann var kallaður; einskonar Ragnar í Smára þar f Florence, velgjörða- maður listamanna. Samt áttu þessir frjóangar hins nýja tíma í harðri baráttu við mið- aldaleifarnar, sem birtust helzt fyr- ir mátt kirkjunnar í líki ofstækis- fullra predikara. Frægastur þeirra er munkurinn Girolamo Savonarola, lætapostula, að hann var brennd- ur á báli á torginu framan við Gömlu höllinaí Florence. Hann hef- ur verið kallaður „Síðasti miðalda- maðurinn". En fyrsti Endurreisnarmaðurinn, formaður endurvakningarinnar, er liklega skáldið Dante, sem fæddist í Florence nokkrum árum áður en Islendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. Þeg- ar hann var níu ára gamall, sá hann meyna Beatrice, sem var jafn gömul, og þar kviknaði ódauð- leg ást. Að vísu sá skáldið ekki ástmey sína fyrr en hún var orð- in átján ára og litlu síðar var hún öðrum manni gefin. En það breytti engu fyrir Dante. Hann hélt áfram að yrkja ódauðleg ástarljóð til Beatrice og jafnvel löngu eftir að hann var sjálfur kvæntur annari konu og búinn að eignast fjölda barna með henni. Fyrst orti hann Etrúrskarnir, sem réöu löcum og lofum um miöbik Ítalíu áöur en Rómverjar komu til skjalanna, voru merkileg menningarþjóð og hafa látið eftir sig gull- falleg listaverk. Hér cr leirmynd af tiginbornum Etrúrska ásamt konu sinni. Myndin fannst í gröf þeirra og er líklega síöan um 600 fyrir Krist. ofstækisfullur með afbrigðum og ugglaust geðveikur. Hann var ekki barn síns tíma, heldur miðaldanna og rannsóknarréttarins og þeirrar skoðanakúgunnar, sem kirkjuvaldið hélt uppi í álfunni á sama tíma og íslendingasögur voru skráðar hér norður í höfum. Savonarola hélt dómsdagspredikanir og lofaði þeim eilífri vist í víti, sem sýndu af sér vott af heilbrigðri lífsgleði. Menn máttu helzt ekki brosa, hvað þá að sækja skemmtanir. Nú átti sá gamli í neðra talsverðu fylgi að fagna þrátt fyrir endurvakningu og nýjan hugsunarhátt og Savonar- ola tókst svo á stundum að hræða fólk, að það gekk um götur borg- arinnar sem í leiðslu og miður sfn af ótta við þá vist, sem munkurinn hafði lofað því í nafni almættis- ins. En þannig lauk lífi þessa mein- á latinu að hætti menntamanna, en markaði síðar tímamót með því að yrkja á „Hinu lifandi tungutaki al- þýðunnar" eins og Sigríður frá Vík. Með því gerði hann mállýzku Tos- cana að bókmenntamáli Itala. Dante var svo sem ekki einn um rómantízkar tilfinningar í þessum þolgóða flokki. Skáldið Petrarca varð bergnuminn af Láru nokkurri, giftri konu, en hann gerði sér títt við hana engu að síður. Hún var kona dyggðum prýdd og gaf skáld- inu ekkert færi á sér. Aftur á móti ól hún bónda sínum tólf börn. Á sama tíma hafði Petrarca komið saman samtals 207 eldheitum ást- arljóðum til Láru, en enn í dag eru taldar einhverjar mestu Ijóðperlur ítalskrar tungu. Það mætti nefna marga fleiri af- Framhald á bls. 24. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.