Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 13
Tvö glóðaraugu Smásaga efftir Don IVIiller - HvaS ég meina? öskraSi hann. - HvaS ég meina? - Þessi var góSur. En þetta er líklega ágætt. Stundum getur þetta veriS nauSsynlegt, þótt aSferSin sé dálítiS hrottaleg.... etta byrjaði allt með því að Karin, — það er konan mín, — fékk glóðarauga. Blátt var það, ja, —- það er nú eiginlega ósköp fá- tækleg lýsing á þeirri lita- symfóníu sem prýddi hægra auga hennar, það voru ótrúleg- ir litir, gult , blóðrautt, f jólublátt og koksgrátt. Hún kom mér á óvart með þessu skrautlega auga þegar ég kom heim til hádegisverðar. — Þetta var svo óheppilegt, sagði hún, — ég datt um renn- inginn á ganginum. Þú varst nú reyndar búinn að lofa mér því fyrir löngu síðan að festa hann. Þegar ég datt rakst ég á hurðar- húninn, með þessum líka þokka- legu afleiðingum... Það eina sem ég gat sagt var að að það væri gott að hún hefði ekki meitt sig meira. Svo kyssti ég indælu litlu konuna mína á nefbroddinn og ósköp varlega á bláa augað. Og ef satt skal segja hugsaði ég ekkert meira um þetta smá atvik. Samt held ég að mér hafi orð- ið á að brosa þegar ég kvaddi hana um leið og ég fór á skrif- stofuna aftur, því að satt að segja var hún dálítið skrýtin, með þetta auga sitt, en svo gleymdi ég því alveg. Ég hafði mikið að gera allan eftirmiðdaginn og það var orð- ið nokkuð framorðið þegar ég hélt heim á leið til að borða. Þessvegna gaf ég mér ekki tíma til að stoppa og tala við Ander- sen tóbakssala, eins og ég var vanur. Ég keypti vindla og ætl- aði svo að fara. — Ég sá konuna yðar í dag, sagði Andersen, þegar ég var að fara út. — Jæja, sagði ég, — var það nokkuð sérstakt? Andersen var eitthvað kyndug- ur á svipinn, en hann fullviss- aði mig um allt hefði verið í lagi. -— Ég held að það sé ekki bú- ið að loka blómabúðinni ennþá, hélt hann áfram. — Ja, ég meina bara ef þér hefðuð hugsað yður að kaupa blóm handa frúnni ... Hann er stundum leiðinlega kumpánlegur, sá góði Andersen. En burtséð frá því var það kannske ekki svo vitlaust að kaupa svolítinn brúsk handa kon- unni. Eiginmenn ættu að gera meira af því að koma konum sín- um á óvart, það gerir meiri lukku heldur en þessir venjulegu skyldu blómvendir á afmælum, jólum, brúðkaupsdögum og mæðradögum. Ég keypti tíu dásamlegar rós- ir og svolítið grænt með. — Það er ekkert eins áhrifa- ríkt og rauðar rósir, þegar mað- ur þarf að koma á sáttum í hjónabandinu, sagði blómasölu- konan og andvarpaði, rómantísk á svipinn. — Líklega ekki, sagði ég hálf- ergilegur, — en vilduð þér ekki flýta yður svolítið. Ég er tíma- bundinn... — Auðvitað, sagði hún með dularfullu brosi. — Enginn kem- ur of snemma til að rétta mis- sætti... Ég borgaði blómin og kyngdi einhverju, sem hefði getað orð- ið ósvífin leiðbeining til blóma- sölukvenna um það hvað þær ættu að gera, í staðinn fyrir að vera að snuðra og skifta sér af því til hvers blómin frá þeim væru notuð. Þegar ég kom út úr bílskúm- um, eftir að vera búinn að ganga frá bílnum, hitti ég Jansson. Jansson var sænskur og þess- vegna segir hann alltaf „gamli vinur“ og slær á öxlina á mér. — Jæja, gamli vinur, sagði hann, alveg eins og ég bjóst við og skellti stórri krumlunni á hægri öxl mína. — Jæja, gamli vinur. Þetta var nú meira.... — Hvað var meira? spurði ég, dálítið undrandi. — Taktu það ekki nærri þér gamli vinur, sagði hann og brosti ánægjulega og í þetta sinn sló hann mig í magann. — Taktu það ekki nærri þér! — Ég ætla ekki að taka neitt nærri mér, en mætti ég spyrja hvað þú meinar ... — Hvað ég meina? öskraði hann. — Hvað ég meina? Þessi var góður! En þetta er líklega ágætt. Stundum getur þetta ver- ið nauðsynlegt, þótt aðferðin sé dálítið hrottaleg... — Hvað í dauðanum ertu að þvæla um? Ég skil hvorki upp né niður... — Taktu þetta ekki nærri þér, gamli vinur, sagði Jansson aft- ur, sneri sér á hæl, gekk burtu og hristi hausinn. Ég hefði ekki þurft að hraða mér svona mikið heim, því að konan mín hafði haft gesti og konurnar voru ekki farnar, þeg- ar að ég opnaði hurðina. Ég flýtti mér að fela rósirn- ar á bak við mig, kinkaði klaufalega kolli og flýtti mér út til að biðja stúlkuna um að setja rósirnar í vatn. Það er ekki nokk- ur leið að koma konunni sinni á óvart með rósavendi, þegar heil hersing af ókunnum kerl- ingum horfir á. Svo fór ég aftur inn í stofuna og heilsaði dömunum, sem nú voru sem óðast að flýta sér heim. — Jæja, sagði ég og brosti glaðklakkalega. — Ég kem hér líklega sem ykkar vonda sam- vizka. Ég get trúað að það séu nokkrir þreyttir eiginmenn sem fá matinn sinn seint í dag... — Notaðirðu virkilega orðið samvizka? sagði Súsanna með engilblíðri rödd. — Það er þó bót í máli áð Otto lemur mig ekki vegna þess, sagði Lena og hún var ekki eins blíð á manninn. Frú Smith leit bara á mig, en það var aftur á móti augnaráð sem hefði hæglega getað drep- ið... — Hjartans þakkir fyrir þenn- an dásamlega dag, Karin mín, sagði Inger, — þetta hefir verið yndislegur dagur, það get ég full- vissað þig um. Ég vona bara að það hafi hresst þig og dreift huga þínum ... Og svo sigldu þær út, allar fjórar. — Mér þykir fyrir því hvað það er orðið framorðið, en ég Framhald á bls. 34. VIKAN 22. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.