Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 14
Ný ferðamannaparadís vlð Svartahaf Járntjaldslöndin eru farin að sjá, að ferðamenn auka gjaldeyristekjur svo rnn munar og nú hafa sum þeirra hafið mikla auglýsingaherferð og und- idbúning til að laða ferðamenn austur þangað. Fyrst og fremst er það, Svartahafsströnd Rúmeníu, sem hefur aðdráttarafl og má segja, að þar sé eng- inn járntjaldssvipur lengur á hlutunum. Ströndin heitir Mamaia og hefur raunar verið auglýst í blöð- unum hér. Rúmenía er sögð heillandi ferðamanna- land. Það eru góðir, malbikaðir vegir um allt land- ið, landslagið er töfrandi og verðlagið hagstætt. Og ekki aðeins það, heldur er það á allra vit- orði, að dollarar hafa nokkurn veginn tvöfalt gildi, sé greitt með þeim, svo það er á þann hátt hægt að drýgja ferðagjaldeyrinn. Víða um landið eru ný og fullkomin hótel, en bezt eru þau á Svartahafs ströndinni. Eftir því sem heyrst hefur, er þar margt, sem jafnvel tekur fram frönsku rívierunni, að minnsta kosti sandurinn á ströndinni og verð- lagið. Þar er hægt að fá allt mögulegt, sem bað- strandargestir vilja fá, svo sem báta eða seglskút- ur, sjóskíði og afnot af tennisvöllum og margs- konar sportbúnaði. Þar er líka hægt að fá ókeypis bamagæzlu og læknishjálp. Meðfylgjandi mynd sýnir röð hótela á ströndinni Mamaia við Svarta- hafið. Sá sem drekkur, ekur ekki. Sá sem ekur, drekkur ekki — stendur á þessu lyklahulstri. Það er Félag Svissneskra BifreiSaeigenda, sem hefur fundiS upp á þessu og komiS því á markaðinn. Þegar ekiilinn er alveg ósjússaður, setur hann bíllykil- inn sinn i huistrið og smellir því í lás, og stillir lásinn þannig aS hann opnast ekkl nema ákveðin tala sé stimpl- uð á hann. Töluskifan er þannig gerð, að höndin, sem reynir að stilla hana, verður að vera styrk og stöðug. Ef karlanginn hefur drukkið of mikið, þá er tilgangslaust fyrir hann að reyna að opna lásinn, og hann verður að labba heim. Örugpt ráð Sá heiður veittist hundinum Sambó, og sagt er að hann hafi gengið um og gortað sig af þessum vafasama heiðri langa stund, — eða þangað til það kom í Ijós að það var hann, sem hafði gleypt demantshálsfesti matmóð- ur sinnar, sem kostaði um tvær milljónir ísl. króna. Einhvern fór að gruna að ekki væri allt með felldu með Sambó, og svo kom sannleikurinn í Ijós þegar hann var röntgenmyndaður. Þarna lá demantsfestin kyrfilega í maga hans. Festin var fiskuð upp, en síðan hef- ur Sambó aldrei verið samur hundur. Dýrasta dýr i heimi Nýjasta nýtt í fegurðarbransanum kvað vera að hafa hárið slétt og fágað en fyrirlíta allar krullur. Slíkt er ekki sem þægilegast fyrir þær, sem eru svo óheppnar að hafa krullað hár frá náttúrunnar hendi, — en Gay Stilley bjargaði þessu öllu við núna á dögunum. Hún náði í straujárnið sitt og fékk kunningjakonu sína til að strauja það, rétt eins og borðdúk eða svuntu. Best er að hafa tvær kunningjakonur við verkið, en þá pressar önnur, en hin greiðir jafnóðum. Gay segist ekki ætla sér að taka einkaleyfi á uppfinningunni, heldur er hún svo vingjarnleg við kynsystur sínar að hún leyfir þeim að nota aðferðina — greiðslulaust. Illt ffyrir fegurðlna VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.