Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 17
spillir fyrir ástandi okkar. Ekkert. Skil|ið þér það? Klement kinkaði kolli þegar Cost- anzo hafði túlkað orð hans. — Þér munuð fá að lifa, en aðeins ef þér svarið spurningum mínum og gerið eins og ég segi. Klement yppti feitum öxlum og varð þrjózkur á svipinn. — Fyrsta spurning mín er þessi, sagði Ryan: — Hversvegna eru þess- ir staðir á kortinu mfeð rauðum hringjum? Klement beit ákveðinn saman tönnunum, þegar Costanzo hafði þýtt spurninguna. Ryan teygði fram höndina og stakk löngutöng inn- fyrir hálsmál Þjóðverjans. Hann sneri upp á svo kraginn herptist að sverum hálsi Klements. — Einu sinni enn majór, sagði Ryan illilega. — Hvað þýða hring- irnir? Klement vætti varirnar. Augun hringsnerust í höfði hans eins og hann væri að leita að leið út úr ógöngunum. verið dregin frá brottfararstað þeirra í Abruzzi, gegnum Róm til Innsbruck með rauðum hringum um Róm, Florens, Bologne, Verona, Trento og Bolzano. Við Verona var auk þess merkt með feitu X. Hann sneri sér að Þjóðverjunum tveim. Klement var hættur að engj- ast og stynja. Loftskeytamaðurinn virtist hafa náð sér alveg. — Standið upp, skipaði Ryan. Hermaðurinn ungi hreyfði sig ekki. — Segið honum að rísa ó fætur, faðir, sagði Ryan við Costanzo. Þjóðverjinn sló á hönd Costanzos, þegar hann reyndi að hjálpa hon- um á fætur. Hann reis sjálfur á fætur, hallaði sér upp að veggn- um og kastaði hatursfullu augna- ráði á Ryan. Hann virtist alls ó- hræddur. — Einn af þessu taginu, sagði Fincham. — Trúir á Hitler eins og guð. — Segið honum, að þér séuð — Hvað eruð þér nú að gera? spurði Ryan. Fincham opnaði plaggið án þess að svara. Svo hló hann sigri hrós- andi. — Hvað sagði ég? sagði hann og veifaði skjalinu. — Þetta eru per- sónuskilríki skíthælsins. Það er ekk- ert andskotans „von" hér. Hubertus Ignatius Clement. Klement leit á Fincham og neðri vör hans titraði af reiði. — Líður yður skár nú, majór? spurði Ryan með hluttekningu. Costanzo kom með handklæði og vatnsflösku. Klement tók við hand- klæðinu án þess að þakka fyrir sig og fór að þurrka sér í framan. Fincham gekk um og rannsakaði vagninn. Hann stanzaði hjá pottin- um. — Stórkostlegt, sagði hann með hrifningu. — Ég held að þetta sé kjúklingur. Hann sneri sér að Klement, sem glápti á hann. •- Ég verð að viðurkenna það, UtAD I FLUININGAIESr bandi með gyllingu og ýmislegt fleira. Við hliðina á rúmi Klements var djúpur leðurstóll með kodda í sama lit, yfir hann hafði verið fleygt mjúku mohairteppi í gulum og bláum lit- um. Við hliðina á stólunum voru vínrauðir inniskór. Loftskeytatækin stóðu á borði, sem hægt var að leggja saman, uppi við læstar dyrnar á hinni hlið- vagnsins. Þar voru pennar, minnis- blokk, töflur og handbækur, eyðu- blöð og kort. í þeim enda vagnsins, sem var lengra frá híbýlum Klements og ránsfeng hans, voru föggur mann- anna og matarbirgðirnar. Þar var einnig klósettskál, að nokkru leyti afhólfuð með trévegg, og svefn- poki loftskeytamannsins. Ryan leit á kortið. Gróf lína hafði prestur, faðir, sagði Ryan. — Seg- ið honum, að hann skuli fá að lifa, ef hann hjálpar okkur. Unglingurinn hlustaði á Costanzo án þess að hreyfa nokkurn drátt í andlitinu. Svo spýtti hann á gólf- ið við fætur prestsins. — Mér sýndist það, sagði Finch- am. — Eins gott að losa sig við hann strax, Ryan. Hann getur gert okkur lífið leitt. — Bindið hann, sagði Ryan stutt- aralega. Fincham ætlaði að fara að segja eithvað, en skipti um skoðun og tók að rífa rekkjuvoðir Klements í ræmur. Hann batt Þjóðverjann á höndum og fótum og setti hann út í horn. Svo sneri hann sér að Klem- ent, sem sat nú þögull, renndi hend- inni innfyrir jakkaboðunginn hans og dró fram lítið plagg. von Ignatz, sagði Fincham, — að þér vitið hvernig maður á að laga í kringum sig. Ég þigg boð yðar í kvöldmatinn. — Það verður að bíða, sagði Ry- an. Hann færði kjaftastól upp að rúmi Klements og settist þar nið- ur. — Klement majór, sagði hann. — Ég skal segja yður, hvernig þér getið bjargað yðar skinni. — Ég er ekki hræddur, sagði Klement. — Faðir, þér verðið túlkur okkar. Ég vil vera viss um að hann skilji, hvað ég á, við. — Já, ofursti, sagði Costanzo. — Majór, sagði Ryan hægt, — fjórir af mönnum yðar liggja dauð- ir í flutningavagninum fyrir fram- an þennan. Ekkert, sem við gerum, — Næst þegar ég sný upp á, tapið þér meðvitund, sagði Ryan. Klement neri hálsinn og sagði eitthvað við Costanzo. — Við staðina sem merktir eru með hring á kortinu á lestin að stanza til að fá frekari fyrirmæli, túlkaði Costanzo. — Hann og lest- arstjórinn fá fyrirmæli um hvar lest- in á að stanza og hve lengi. — Hvað þýðir X við Verona? Klement hikaði en tók til máls þegar Ryan rétti fram höndina. — Vaktaskipti hjá varðliðinu, túlkaði Costanzo. — Ég verð að taka það trúan- legt, sagði Ryan. — Til hvers hef- ur hann útvarpið? Fær hann fyrir- mæli í gegnum þqð eða gefur hann skýrslur á leiðinni? Og sé svo, frá hverjum fær hann fyrirmæli og Framhald á bls. 36. VIKAN 22. tbl. jy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.