Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 19
hvers auðugs, ungs herramanns, einhversstaðar í Haag eða Suður- Karólínu. Tilkynningin kemur aftur í þínar hendur með stimpl- inum „heimilisfang óþekkt“, á umslaginu, því ég verð þá annað- hvort komin til einhverrar ann- arrar gúmmíplantekru eða þá að ég hef dáið úr blóðeitrun, eftir að einhver kúlíanna minna, hef- ur stungið mig með ríshnífnum sínum. Eins og bezti vinur minn, sem dó á síðasta ári. Eða þá að ég er kominn „innan í tígrísdýr“, eins og orðtækið segir. Eða ... — Nú ertu orðinn of drama- tískur, Andy, sagði Jeff. — Faðir minn dó þannig — og hversvegna ekki ég? sagði Anders stuttaralega og Jeff varð þögul. — Þú virðist allt annar mað- ur síðan við komum á land. Af hverju hefurðu breyzt svona? Anders svaraði ekki strax, heldur braut heilann til að geta svarað nógu gætilega. Hann var samvizkusamur og hann fann til sektar yfir að hafa leyft mál- unum að ganga svona langt. Hann vildi gera aðskilnaðinn auðveldari fyrir hana; hann gat ekki hugsað til þess að Jeff þjáð- ist fyrir hann. Að þessi káta, lífsglaða Jeff, sæti döpur og syrgjandi yfir glataðri ást. — Við skulum vera skynsöm, vina mín, sagði hann eins þurrlega og hann gat. — Við skulum gera okkur rétta grein fyrir málinu. Við höfum átt þrjár dásamlegar vikur saman, þrjár vikur að muna, þrjár vikur að fagna. En við skulum ekki sýta eftir að við höfum skilið. Við skulum geyma þetta sem hamingjusama minn- ingu, en láttu ekki ástina særa þig, Jeff. — Ef það er ekki sárt, er það ekki ást, svaraði Jeff. Hún hafði þroskazt þessa nótt og var orðin eldri en árin sögðu til um. Anders lagði hönd sína á vanga hennar og þrýsti höfðinu að öxl sinni. Þau óku áfram í djúpri þögn, sem aðeins var rofin af daufu, mjög fjarlægu, þrumuhljóði. — Þá erum við komin, sagði Anders eftir eilífðarstund og trjáraðirnar urðu eftir fyrir aft- an þau: framundan opnaðist rjóð- ur, skýin héngu þung og dökk yfir staðnum. Útlínur bygging- anna voru dökkar að sjá móti himninum og kvakið í froskun- um var háværara . Nokkrir inn- fæddir fóru yfir veginn eins og svífandi skuggar, dekkri en myrkrið. Bíllinn fór framhjá tjörn eða vatni, sem fáeinir litl- ir olíulampar spegluðust í, og þá þekkti Jeff lyktina af búðum hinna innfæddu. Reiðigjammandi hundar skutust út úr myrkrinu og hlupu næstum upp í bílinn. Þjónninn muldraði formælingar gagnvart þeim og forfeðrum þeirra. — Kampong? spurði Jeff og fannst hún næstum þekkti þetta allt: Lyktina, hávaðann og staurakofana. Stuttar en við- burðaríkar stundir þessa kvölds höfðu fækkað hinu ókunna í þessum undarlega heimi. — Já, þetta er einn af þeim, sagði Anders. — Þeir eru alls sex á eigninni. Finnst þér lykt- in ekki himnesk? Jeff brosti út í myrkrið. — Enn ein lykt, sem við eigum til að bæta við ljúfar minningar okkar, sagði hún. — Ef ég mætti velja, kysi ég þessa lykt fremur en lyktina af hænsnafótum. Bíllinn ók umhverfis kyrran vatnsflötinn og Jeff reyndi ár- angurslítið að gera sér grein fyr ir hvað daufar útlínurnar, hinu megin við geisla ökuljósanna, gætu átt að þýða. Hún sá timb- urstafla og fann ferska timbur- lykt. — Þarna ætla þeir að byggja rafstöð, sagði Anders, þegar hann sá hvert hún horfði. Hann hló stuttaralega. — Ég bjóst við að hún yrði fullgerð þegar ég kæmi aftur, en þeir virðast samt ekki vera byrjaðir. Plantekrumenn eru hægfara og íhaldssamir. Við höfum nógan tíma og á meðan eigum við í orrustu við okkar vesælu, japönsku olíulampa — því það sem var nógu gott fyrir Oost Indische Compagnie, hlýtur einnig að vera nógu gott fyrir okkur. Loftið varð svalara; Þau voru komin í gegnum búðir hinna inn- fæddu og óku milli tveggja gis- inna trjáraða. Þetta voru ekki gúmmítré, heldur líkara því að einhver hefði verið að reyna að koma sér upp skrúðgarði. En um leið barst að vitum þeirra ný lykt, borin með vindinum frá dökkum hæðunum hinum megin við rjóðrið. — Þetta er brunalykt, muldr- aði Jeff. — Já, við verðum að brenna frumskóginn í áföngum, áður en við getum plantað, sagði Anders kæruleysislega. Athygli hans var ekki bundin við Jeff þessa stund- ina. Hann hafði veður af nokkru öðru. Þjónninn lyfti einnig höfð- inu og virtist hlusta af mikilli ákefð á hljóð trumbanna, sem rauf með stuttu millibili þögn myrkursins. — Af hverju eru þeir að kalla saman fund um miðja nótt? spurði Anders á dönsku. Dreng- urinn sneri sér við og svaraði einhverju á malayisku. —- Er eitthvað að? spurði Jeff og las af áhyggjusvip þeirra það sem hún hafði ekki skilið af orð- unum. — Nei, það er ekkert, sagði Anders annarshugar. Hann sagði þetta svo utan við sig og virtist svo fjarri því að vita af henni, að eina sára sekúndu dauðsá hún eftir því að hafa nokkru sinni beðið hann að sýna sér Lombok. Allt í einu vældi í bremsunum og drengurinn stöðvaði bílinn svo snögglega að Jeff hentist upp úr sætinu. Þau höfðu ekið fram á þöglan og hægfara vegg af fólki. Jeff sá þá öftustu í hópn- um greinilega í ljósgeislunum frá bílnum. Þarna voru konur og jafnvel börn. Sumar konurnar báru börnin í einskonar pokum á baki sínu. Mennirnir voru komnir lengra, þeir sneru sér við og pírðu augun móti skörpu ljós- inu, há kinnbein og framstæðir munnar kynþáttar þeirra, gáfu þeim grimmilegan svip. Drengur- inn æpti og formælti en fólkið heyrði ekki til hans. Það sneri sér rólega við aftur og hélt á- fram. Þykkur, skeytingarlaus, straumur hljóðlátra líkama. And- ers stóð upp í opnum bílnum og kallaði snögga skipun til þeirra. Að þessu sinni sneri enginn sér við, heldur opnaðist þykkur, dökkur veggurinn hægt og hljóð- laust og myndaði þröngan stíg, sem bíllinn gat farið eftir. And- ers settist niður aftur, tók upp tóma pípuna sína og setti hana kalda milli tannanna. Þetta var taugaóstyrk hreyfing. Hann átt- aði sig, setti pípuna aftur í vas- ann og brosti afsakandi. -— Þessir bjánar! sagði hann. -— Ef einhver þeirra lætur keyra yfir sig, verður vælt og emjað í 42 daga. Þau voru komin út af hol- óttum, óofaníbornum veginum og voru að nálgast plantekruna. Það marraði í mölinni undir hjól- unum. Sitt hvoru megin við göt- una voru lítil hús, byggð á sama hátt og húsin, sem Jeff hafði séð í Sebang, aðeins minni og ekki eins glæsileg. Þau voru með hvít- kalkaða veggi og svalir úr dökk- um viði og sumsstaðar virtist hafa verið reynt að planta fáein- um blómum fyrir framan húsin. Flest húsin voru óupplýst. En logandi kerosenlampi hékk á svölunum og við enda götunn- ar voru nokkrir lampar hengdir á vír yfir götuna. Þar sem gatan endaði, var lítið malborið torg, og þar stóð eitt hús, stærra en hin, lágt og mikið um sig, með stórum svölum að framan, en að öðru leyti án einkenna. Þetta var stjórnaraðsetur Lombok plant- ekrunnar. -—- Jæja, hér á ég heima, sagði Anders, þegar hann sá augnaráð Jeff. -—- Þetta er það sem venju- lega gengur undir nafninu Þriðja deild plantekrunnar. Þetta er tímabundið, því á fárra ára fresti flytjum við með allt dótið lengra inn í landið. Við étum okkur inn í frumskóginn og setj- umst að þar sem við erum að vinna. Meðan hann talaði við hana, leit hann óvissum augum yfir þöglan hóp kúlíanna, sem höfðu safnazt saman framan við skrif- stofuhúsið. Þeir höfðu lagzt og sezt á jörðina, eins og þeir væru reiðubúnir að eyða þar nóttinni, og nýir þöglir hópar komu út úr myrkrinu og settust niður hjá hinum. Það var eins og nóttin hefði hallazt og skilið eftir þenn- an poll af myrkri fyrir framan skrifstofu Lombok plantekrunn- ar. Geislar örfárra vasaljósa og rauðir endar sígarettna hinna innfæddu, skutu upp kollinum og hurfu aftur. Það var eins og þeir ættu von á einhverri skemmtun eða sýningu á þorps- torginu, því yngstu börnin og konurnar sátu fremst, næst skrif- stofuhúsinu, en karlmennirnir og drengirnir í hálfhring fyrir aft- an. — Hvað er þetta? Er einhver hátíð í vændum? hvíslaði Jeff að Anders. — Mér þætti gaman að vita það, svaraði hann óákveðið. Bíllinn nam staðar. Nú gat Jeff séð nokkra Kínverja í hópnum og nokkra hvíta menn, greinilega yfirmenn plantekrunnar sem stóðu hér og þar, reyktu síga- rettur og gerðu ekki neitt. — En þarna er tuan besar, sagði And- ers og stökk út úr bílnum. — Ég verð að tilkynna honum komu mína. Bíddu — ég hugsa að það væri betra, að þú kæmir með mér, bætti hann við eftir andar- taks umhugsun og hjálpaði Jeff niður úr bílnum. Jan Foster hafði rétt í þessu komið út úr skrifstofunni; hann stóð stór og gildvaxinn í dyrun- um og ljósið í herberginu bak við hann varpaði skugga á pallinn. Anders tók um olnboga Jeff og stýrði henni, ekki gegnum kúlía- hópinn, heldur umhverfis hann. Framhald á bls. 43. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.