Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 25
unni framan við Assissi, 44 ára. Giotto hefur af mikilli nærfærni málað dauða og himnaför Fransisk- usar í Santa Croce kirk|una í Flor- ence. Hann var helgur maður tal- inn, jafnvel fyrir dauða sinn og til minningar um hann var stofnuð regla betlimunkanna. Fyrsta klaust- ur þeirra var stofnað og stendur f Assissi og ungur enskur munkur tók á móti okkur og sýndi okkur stað- inn með þeirri smitandi rósemi, sem þeir einir hafa, sem lifa utan við veraldarhégómann. ( kirkjunni, sem ég má segja, að sé byggð yfir fæðingarstað Fransiskusar, var í stórum freskumyndum sýnd ævi- saga hins heilaga manns. Nokkru síðar, þegar við komum til Pisa, hélt sólin áfram að skína á þennan sérkennilega, gul- brúna stein, sem Pisabúar hafa not- að í hús sín um aldir. Það er gam- all bær, ekki stór, Arnó-áin renn- ur löturhægt þar í gegn og hefur glatað raunhæfri þýðingu sinni síð- an þeir hættu að eiga í útistöðum og gera út galeiður og herskip. Lengi sátu þeir ekki á sátts höfði við nágrannaborgina Florence, en gátu til allrar bölvunar ekki hald- ið þangað herskipum sínum. Aft- ur á móti varð það Florencebúum í vil hvert áin stefndi; hún rennur líka gegnum Florence. Þar var eft- ir þeirra tíðar mælikvarða ein vold- ug brú og fengu slátrarar borgarinn- ar aðsetur með búðir sínar meðfram handriðum brúarinnar. Létu þeir ekkert tækifæri ónotað að láta hvers- konar sláturúrgang falla niður í ánna svo vatn mætti spillast og eitr- ast fyrir þeim í Pisa. Nú er þessfronar hreppapótTtfk úr sögunni og þeir f Pisa una glað- ir við sitt. Þeir kunna vel þá list að taka á móti ferðamönnum og ferða- mannasegullinn í Pisa er turninn skakki, þar sem Gaiileo Galilei gerði fyrstur manna tilraunir með fallhraða hluta og tók eftir þvf líkt og Stjörnu Oddi f Viðey nokk- uð löngu áður, að jörðin er ekki miðpunktur alheimsins, hvað um allt snýst. Kirkjuvatdið var ekki á sömu skoðun eins og kunnugt er og Galileo var látinn sverja, að jörðin stæði grafkyrr. Hann var fæddur í Pisa. Nú hefur verið látið að þvf liggja, að skakki turninn væri senn kom- inn að falli; staðreynd mun það vera að halli hans fer sífellt vax- andi og hafa ýmsar kenningar kom- ið fram um það, hversu forða megi þvf, að hann steypist einn góðan veðurdag niður á ,,Engi kraftaverk- anna". Þetta kraftaverkaengi hefur víst ekki haft sem bezt undirstöðu, því svo mikið er víst að turninn tók að hallast þeqar eftir bygg- ingu fvrstu hæðarinnar á þvf herr- ans ári 1174. Tvívegis var reynt að rétta bygginguna af, til dæmis er efsta hæðin miklu réttari, en það kom allt fyrir ekki. Það er engin lyfta f turninum, en fremur dimmur tröppugangur skrúfast upp með hliðum hans. Það er saat að fólk sé orðið hálf hikandi að ráð- ast f uppgöngu, en flestir huqsa þó með sér, að hann fari fjára- kornið ekki að detta þessa smá- stund, sem það verði á leiðinni fvrst hann er búinn að standa síð- an á 12. öld. En færi svo að hann rambaði á hliðina, mundi einhver verða óþægilega fyrir lögmáli Gali- leos um fallhraða hluta. Hallinn gerir það að verkum að tröppurnar eru sumsstaðar fskyqqi- lega brattar og f annan stað óeðli- lega láréttar. Þetta er prvðileg heilsubótarganga fyrir meðlimi f hvaða æða og hjartafélagi sem er; tröppurnar eru sagðar samtals 294 og hæðin samtals 181 fet. Ef meðal fbúðarhæð er 9 fet á hæð, þá samsvarar hæð turnsins 20 hæða húsi. Sá sem vill fræðast um sögu þessa heimsfræqa mannvirkis, læt- ur pening í sjálfsala þeqar uop er komið, tekur síðan upp heyrnartól og fær alla söguna af plötu. Þar eru líka kirkjuklukkurnar — allt var nú þetta byggt til að koma þeim sem hæst. Nýlega las ég greinargerð eftir einhverja stórfræga verkfræðinga um það, hversu koma mætti f veq fyrir að skakki turninn félli. Þeir héldu, að ef til vill mætti setja á hann stög með rammgerum akker- um líkt og notuð eru til að festa niður burðarvfra í hengibrúm. Síð- an mætti grafa undan turninum þeim megin sem sigið hefur og steypa traustan grunn. Á eftir yrðu svo stögin tekin af. Þegar þetta komst á dagskrá, þá urðu sumir hugsandi menn f Pisa dálítið ugg- andi um sinn hag. Þeir bentu á þtfrfn mB^fletLta*, dð fbttrcfmanna- EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SlMI 11400 straumurinn til Pisa yrði ekki sá sami aftur. Það er þetta leyndar- dómsfulla og óvissa við turninn, sem dregur forvitna ferðalanga til Pisa. Það er sá möguleiki, að hann verði fallinn á morgun og það sé hver síðastur að sjá hann. Það deft- ur að vísu engum í hug að fara að rétta hann af, turninn yrði ekki spennandi lengur, þegar ör- ugg undirstaða væri komin. Skammt vestar er baðstrandar- bærinn Viareggio; þar veltir græn- blátt Miðjarðarhafið letilegum öld- um upp sand, sem hvergi sér fyrir endann á. Á baðstrandarvertíðinni í júlf og ágúst er þar kroppur við kropp, sóltjöld og bikini, hið Ijúfa líf. Og fram með gervallri strönd- inni er breiðqata hótelanna, þar sem hvert rúm er skioað á sumar- leyfatímanum. Það færist miög I vöxt í Evrópu, að fyrirtæki loki meðan sumarlevfi standa yfir og þá verða allir að fara í einu. Blöð- in sögðu frá því í fyrrasumar, að fjórar milljónir bíla hefðu verið á leiðinni á sama tíma suður Frakk- land og Spán. Umferðarönahveitið var slíkt, að stundum miðaði ekk' neitt tímunum saman. Þióðveriar eru nafntoaaðir ferðaaaroar oc flykkjast suður að Miðíarðarhafi um miðsumarslevtið. Þá rfsa heilar tialdborqir oq útilokoð að fá inni á hótelum. nema oantað hafi ver- ið lönqu fvrirfram. Fvrir (slenHinaa er einniq óbæaileaa heitt við Mið- jarðarhafið um miðbik sumarsins. Oq sumarið á íslandi ekki svo lanat að 1 ftt er skilianleat, beaar fólk tekur á siq óbæaindi f'/rir of mik inn hita oa missir af sumnnu hnima Á (talfu oq raunar f Suðurlöndum yfirleitt er bezt fvrir okkur að verc á ferðinni að vorinu, ellegar þó sfðla hausts. Þessi sumarauki okkar var lið inn. Við stikluðum milli mornrr staða, sem éa hef ekki saat frá í þessum oistlum. Framúrskarand' fögrum stöðum svo sem við Maaai- ore-vatn oq Gardavatn á Norðu- Ítalíu, að ekki sé minnst á Genúc oq Rfveríeruna, bá iarðnesku oara dís ef nokkur staður verðskulda- það nafn. Eitt af bvf sem unnú' stendur f minninaunni um hessc Ítalíuferð. er frábær aðhúð oa höin' á hótelunum. Þá rennur hað unn fvrir manni, hvað við eiaum óskan- leaa lanqt í land til bess að aetr boðið ferðafólki þiónustu oa hann glæsibraq í mataræði oa húsakvnn- um, sem barna bvkir s'álfsaaður hlutur. En það er Ifka ólfku sama'- að iafna: Annarsveaar eitt mestr ferðamannaland heimsins oa hms vegar strjáll straumur f briá mán uði og lítið sem ekki neitt þar fyr- ir utan. í Nizza var brakandi þerrir o" nærri þrjátíu stiqa hiti, þeqar vic stigum um borð í þotuna frá RFA sem flutti okkur norður á bóainn með 965 km hraða. Eftir aðein- rúman klukkutíma vorum við í grámuskunni á London Airoort. bar sem regnið seitlaði niður á endc lauST lffvana malbik. ýc VIKAN 2S. tDI. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.