Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 28
Daglegt Ijós í daglegri «£______________0(iMjréM\ Framhald af bls. 27. maður þeirra i skólanum. Hann vakti þá þegar athygii fyrir hreinskilni sina, gó@an fram- bur8 og rökvísi. Hann hafði frá barnœsku átt heita og sterka trú, en meöan hann var í skóla komst hann nokkufi á reik og varð þaö til þess afS hann leit- a8i burt til náms. Komst hann til séra Guðmundar Einarssonar á Mosfelli, hins mikla kenni- manns og kennara og fann undir handleifislu hans aftur sitt innsta eðli. Hann lauk stiidentsnrófi árifi 1931 utan skóla. og á sama ári innritafSisf hann i gnfSfræfSi- deild. Alit frá heirri stundu hófst framaferill háns innan kirkjunnar. Á árunum 1933—1937 dvaldi Sigurbjörn vifi háskólann i ITnt)- sölum i SviþjófS og laefii stund á nám i almennum triiarhragfSa- vísindum, grisku og klassiskri fornfræSi og fornaldarsögu og lauk þar kandidatsnrófi. GufS- fræfSipróf frá Háskóla fslands tók hann árifS eftir, efSn 1938. en á næsta ári stundafSi hann enn framhaldsnám i Unnsölum, — og sifSar í Cambridge, 1945, og i Basel 1947 til 1949. MefSan hann dvaldi hér heima stundafii hann timakennslu og kenndi vifS ýmsa skóla. Á árunum 1942 og 1943 flutti hann fyrirlestra vifS Háskólann. Hann varfS kennari vifS gufSfræfSideildina 1943, dós- ent varð hann árifS eftir og pró- fessor 1949. Sigurbjörn Einarsson vigfSist til .BreiÖabóIsstafSar á Skógar- strönd 1938 og þar þjónafii hann þar til hann var kjörinn prestur til HallgrimssafnafSar i Reykja- vik meS miklum yfirburfSum. Hann var kjörinn biskup lands- ins 1959 og vigSur árið eftir. Sigurbjörn Einarsson gerðist snemma mikilvirkur rithöfund- ur og hefur samið margar bæk- ur og þýtt afSrar. Verða þær ekki taldar hér, en nær allar hafa þær fjallað um trúarbrögfS mannkvns eða snert samhúðarlif þess hér á jörfSu. Hann var og timarits- stjóri um skeifi, og bæSi i þvi riti, svo og i bókum lians, kennir skaphita hans, sem hann hefur þó vald yfir. Hann naut meiri menntunar en flestir aðrir ís- lenzkir guðfræðingar og bera rit hans þess ljós merki. Síðan hann gerðist biskup, hafa augu þjóðarinnar hvilt á honum. Allir eru sammála um afburða gáfur hans, sterkt og kjarnmikið mál hans bæði i ræðu og riti, heil- steypta þekkingu hans og heið- arleika í hvivetna. Hins vegar gagnrýnir þjóðin leiðtoga sína á hvaða sviði sem þeir starfa, og jafnvel fyrst og fremst þá þeirra, sem njóta trausts hennar framar öðrum. Eitt rit hans, APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili 28 TULAM 23. fbl. eða hirðisbréf, skrifað gegn svokölluðum Vottum Jehova, hefur verið gagnrýnt, og þá fyrst og fremst fyrir það, að tilefnið væri ekki vert fyrir- hafnarinnar. En þetta hirðisbréf er ekki aðeins um þann sértrúar- flokk, sem að er stefnt, heldur alla sértrúarflokka, sepi sundra kirkjunni og draga þannig lir starfi hennar. Annað málið, sem biskupinn hefur verið gagn- rýndur fyrir, og það síðasta eru kaupin á miklu bókasafni lianda Skálholtssetri. í því máli kemur Sigurbjörn Einarsson fram eins og hann er í raun og veru. Hann gerðist forgöngumaður að þvi að endurreisa helgi Skálholts, höfuðstaðar fslands í aldaraðir. Skálholt var og er, í hans aug- um, helgur dómur Guðskristni i landinu, en jafnframt söguleg- ur arfur, sem nauðsynlegt er fyrir þjóðina á reikulum timum að koma auga á og safnast um til þess að finna sjálfa sig. Jafn- vel skozkur steinn hefur á sér svo mikla helgi, að Englendihgar hafa hann í musteri sinu, en Skotar eiga hann og krefjast hans. Hvað þá um Skálholt is- Ienzku þjóðarinnar? Skálholt á að verða höfuðstaður kristinnar kirkju og sögulegur dómur allr- ar jjjóðarinnar. Hann skal út- búa sem bezt og að því stefn- ir biskup og horfir langt inn i framtíðina. Þar skal fyrst og fremst verða kirkjuleg og kristin miðstöð. Að vísu ekki klaustur, en athvarf til rannsókna og náms í kyrrð. .Tafnframt skal þar risa skóli með sérstöku sniði, fyrir ungmenni. Án bóka er ekki hægt að gera staðinn þann- ig úr garði. En hæfar hækur eru ekki á hverju strái. Aðeins hægt að ná gullínu með því að nema það úr grjótinu, — og gullið er aðeins minnihluti alls þess, sem numið er. í Skálholti þnrf að geymast heildarsafn bóka af sér- stakri gerð, betra heildarsafn en fáanlegt er annarsstaðar. Til þess að geta eignazt það, þarf að ráðast í mikil kaup. Þjóð, sem eyðir átta milljónum króna i ferðalag til Miðjarðarhafsevj- ar um eina páska. á að setn leyft sér að kaupa hækur til forns höfuðstaðar sins fyrir hálfa þriðju milljón. Menn geta deilt um þetta bar- áttumál Sigurbjarnar Einarsson- ar, en þnnnig er liklegt að hann hugsi í þessu máli. V. Alla menn langar til að skyggn- ast inn í sálarlif annarra manna. Hvernig þeir hafa orðið það, sem þeir eru? Ekki verður forvitni minni, þegar um er að ræða þá, sem fremstir ganga og hæst ber. Hvernig hefur biskup landsins, æðsti maður kirkjtmnar, öðlazt þann innri styrk, sem hefur bor- ið hann áfram til 'æðstu for- ystu? Hvernig hefur samvizka hans trú hans mótazt? Hef!- ur hann nokkru sinni orðið að ganga gegnum hreinsunareld? Hvernig hefur leit hans að dag- legu Ijósi á daglegri för verið? Menn dylja sjálfa sig. Menn reyna að forðast forvitin og leit- andi augu fólksins. Sá, sem þetta ritar hefur fylgzt með Sigurbirni Einarssyni frá æsku hans og alltaf vitað, að þar fór óvenjulegur maður, sem var til forystu fallinn og mundi alls ekki fara alfaraleiðir ef sam- vizka hans beindi honum burt frá þeim. Sannfæringin er svo sterk og hugrekkið mikið. Það vill svo vel til, að höf- undur þarf ekki einungis að styðjast við eigið mat, því að í Vita (æviágripi) sem biskup las við bisknpsvígslu gerir hann játningar um þroskaferil sinn. En auk þess hefur hann ritað um innra líf sitt og leit sina í bók, sem út kom 1948, svo að megnið af því, sem sagt er bér á eftir er byggt á hans eigin orðum. En það skal strax tekið fram, að tvisvar sinnum að minnsta kosti hafa efasemdirnar bugað Sigurbjörn Einarsson, en aðeins um sinn. Hann varð að ganga gegnum hreinsunareld — og kom i bæði skiptin úr hon- um styrkur og stór. Hann var trúhneygður frá barnæsku. Afi hans og amma voi’u sterk í trú sinni: „Það er kvöld. Ljósið i baðstofunni dvínar og fjarg lægist öðrn hvoru — syfjan sækir á. Kliður rokksins, marrið í rúmstokknum, þytur stormsins við gluggann, óm- ar i fjarska balc við hrynj- andi mjúkrar raddar ömmu minnar, sem er að hjálpa mér í háttinn. Hún fer með vers, ég tek orðin upp eftir lienni, dularfull orð, háleit, stillt og tær eins og stjörnurnar, himnesk eins og þær. Hún stýrir hendi minni, þegar ég signi mig: í nafni guðs, föð- ur, sonar og heilags anda. Guð geymi mig og varðveiti mig á sálu og lífi þessa nótt og alla tima i Jesú nafni. Am- en. Svo hverf ég sæll á vald Máttarins, sem er langt fyrir ofan þekjuna, en samt nær mér en baðstofan og enn þá hlýrri en hún, miklu meiri en afi og amma og pabbi, og enn þá betri en þau. Sunnudagur, hádegi. Afi tekur stóru bókina ofan af hillunni, þar sem helgu bæk- urnar eru einar sér og eng- inn snertir nema hann. Ég sit á kistlinum við fætur hans, allir hinir á sínum stað, djúp þögn, alger kyrrð, — nú má enginn tala, nema sá, sem á ■ stóru bókina og afi minn hef- ur orð fyrir með takmarka- lausri lotningu. Hann lýkur upp bókin'ni — prjónarnir hvila hljóðir í kjöltu ömmu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.