Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 36
□ Ö INNANHÚSS SLIPPFELAGIÐIREYKJAVIK heimskulega skýring hefir ver- ið notuð svo oft að hún er orðin gatslitin. — Það getur vel verið. En ég skil ekki hvað þetta kemur mér við, og á hvern hátt þú hefir komið illa fram gagnvart mér. — Nú kem ég að því. Það byrjaði með strákskömminni frá slátraranum. Svo hélt það áfram, næst kom sendillinn frá nýlendu- vörubúðinni, garðyrkjumaður- inn, eftirlitsmaðurinn frá raf- stöðinni og til að kóróna allt saman kom svo sölumaður til að selja ryksugur. Allir góndu þeir á þetta blessað auga og glottu fíflalega. Að lokum var þetta far- ið að fara svo í taugarnar á mér að ég var að því komin að skæla, svo mér datt í hug að hringja í nokkrar vinkonur og bjóða þeim í te ... — Ég get ekki ennþá séð hvað þetta kemur mér við. — Þær spurðu auðvitað allar um augað og ég sagði þeim eins gg VIKAN 22. tbl. og satt var, að ég hefði runnið til á dreglinum og rekizt í hurð- arhúninn... — Já, og hvað svo? — Þær trúðu mér auðvitað ekki. Þær voru svo góðar og elskulegar við mig, sögðu að ég þyrfti ekki að vera að koma með svona sögur þeirra vegna. Þær vissu vel hvernig karlmenn gætu verið ... — Hvað segirðu, hvað sögðust þær vita .. .. ? — Hve karlmenn gætu verið hrottalegir.... -— Ætlarðu að segja mér að þú ... ? -— Ég gat bara ekki staðið í því lengur að malda í móinn. — Þú ætlar þó ekki að segja að þú hafir látið þær halda að það hafi verið ég sem gaf þér þetta glóðarauga? — Ekki beinlínis. Ég gaf ekki fleiri skýringar, en lét þær hugsa sitt... — Þú lézt þær halda að ég, eiginmaður þinn, væri hrotta- fengin bulla, sem lemur konuna sína. Veiztu nú hvað, þetta er að ganga einum of langt. Þessu hefði ég aldrei trúað á þig. — Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt. .. — Já, þakka þér fyrir, það er nokkuð gott, En þessu get ég ekki legið undir ... — Þú varst fyrir löngu síðan búinn að lofa mér að negla dreg- ilinn fastann, var það ekki? — Og svo fannst mér ... — Þú ert að reyna að afsaka þig. Nei, vina mín, þetta er að ganga of langt... Ég var orðinn ofsalega reið- ur, reiðari en ég nokkru sinni hafði verið síðan við giftum okk- ur. Ég stökk upp úr stólnum og baðaði út höndunum, líklega heldur ofsalega. Eins og ég var búinn að segja, sat Karin á stól- bríkinni... — já hvernig það skeði veit ég ekki, en á einhvem óskiljanlegan hátt rak ég olnbog- ann í augað á henni. Vinstra aug að. Nú er það orðið svo litskrúð- ugt að það má ekki á milli sjá, hvort augað hefir betur. Ég er búinn að biðja fyrirgefn- ingar og við erum beztu vinir aftur, því að auðvitað er Karin ekki í neinum vafa um að þetta var óviljaverk. En ég skal viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega borubrattur, þegar ég hugsa til að standa and- spænis Andersen í tóbaksbúð- inni, blómakonunni, Jansson, Sús- önnu, Lenu, frú Smith, Inger og ótal mörgum úr nágrenninu. Það er afskaplega erfitt að gefa sennilega skýringu á glóð- arauga. Að maður tali nú ekki um þeg- ar þau eru tvö. ★ Fangaráð í flutninga- lest Framhahl af bls. 17. hvern lætur hann hafa skýrzlurn- ar? Klement fékk aðeins fyrirmæli á þeim stöðum, sem merktir voru með rauðum hring|um. Loftskeytatækið var aðeins neyðarútvegur. Ef ein- hverjir erfiðleikar kæmu í Ijós, átti hann að láta næstu járnbrautar- stöð vita í gegnum útvarpið. Enn sem komið var hafði hann ekki þurft á því að halda. — Eg verð líka að taka það trú- anlegt, sagði Ryan. — Eg finn ekk- ert nema ónotuð eyðublöð á borð- inu. Hversu lengi eigum við að dvelja á næstu stöð, Chiusi? Klement sagðist ekki vera viss. Lestarstjórinn hefði áætlunina. Hann hélt að það væru fjórtán mínútur. Þeir ættu að verða komnir þang- að rétt uppúr átta. Ryan leit á úr- ið sitt. — Það þýðir að við verð- um komnir til Chiusi eftir tíu til fimmtán mínútur, sagði hann. — Klement majór, þegar við nemum staðar, vil ég að þér gefið varð- mönnunum uppi á vögnunum fyrir- mæli um að vera kyrrir þar. Segið þeim að við munum stanza leng- ur næst. Eg skal segja yður hvað við gerum næst, þegar við komum þangað. Og ef ég fæ svo mikið sem grun um, að þér reynið að kjafta, þá drep ég yður á stund- inni. Gangið úr skugga um, að hann hafi skilið þetta, faðir. Fincham hafði rótað í ránsfeng Klements, meðan Ryan hélt yfir- heyrsluna. Hann lagði á borðið fyr- ir þrjá og sneiddi dökkt brauð með byssustingnum. Hann maulaði í sig brauðsneið meðan hann sýslaði eins og húsmóðir við borðið. Svo skammtaði hann þrjá angandi skammta af kjúklingi á diskana og hellti víni í glösin. — Maturinn er til, sagði hann svo.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.