Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 39
inum inn og skellti honum ó gólfið eins og nýveiddum fiski. Þjóðverj- inn var varla farinn að koma fyrir sig fótunum, þegar Fincham sló hann í höfuðið með byssuskeftinu. — Fimm, sagði Fincham. — Ég fer upp, rétt áður en við leggjum af stað, sagði Ryan. — Þegar við erum vel komnir af stað, tek ég varðmann af næsta vagni. Opnið, þegar þér heyrið bankað. Hann reif um meterslanga ræmu af rekkjuvoð Klements og stakk henni innfyrir jakkaboðunginn. Svo beið hann við dyrnar þar til eim- reiðin blés til brottfarar. — Sjáumst aftur, herrar mínir, sagði hann og stökk út. Meðan lestin jók ferðina klifraði hann upp á vagnþakið. Hann teygði úr sér og sveiflaði handleggjunum og eitt andartak fann hann til léttis yfir fersku loftinu og frelsandi myrkrinu, en tilfinningin hvarf, þeg- ar hann horfði út í myrkrið aftur eftir vagnalestinni. Tuttugu og tveir vagnar. Og á hverjum einum vopn- aður hermaður, sem varð að drepa. Ryan dró fram lakræmuna, beygði sig og stökk yfir á vagninn næstan fyrir aftan vagn Klements. Hann hafði næstum misst jafnvæg- ið, þegar hann lenti á slingrandi þakinu, en kastaði sér snöggt á- fram og náði taki með höndunum. Hann lagðist endilangur niður á þakið og fikraði sig áfram að varð- manninum við hinn enda vagnsins. Hann sá bara formvana skugga, nokkru dekkri en náttmyrkrið. Vind- urinn blés í gegnum föt hans og hvein í eyrunum. Hann vissi, að þessi hvinur myndi hindra að Þjóð- verjinn heyrði til hans. Þegar hann var kominn hálfa leiðina, nam hann staðar til að vefja endann á hengingarólinni um hendina og hélt síðan áfram ( myrkrinu. Hann reis upp á hnén, spennti vöðvana og lyfti handleggjunum svo aðskildum, sem lakræman leyfði. — Sss, hvíslaði hann. Þjóðverj- inn rétti úr sér. Ryan snaraði lindanum yfir höf- uð hans og herti að áður en mað- urinn gat snúið sér við. Sá þýzki baðaði út handleggjunum. Byssan flaug út ( myrkrið og maðurinn sparkaði í vagngaflinn. Lindinn skarst inn í hendur Ryans, en hann herti takið. Hermaðurinn hætti að sprikla. Ryan stakk lindanum ! vasann og dró Kkið eftir vagnþakinu, fram að fremri gaflinum. Hann horfði eitt andartak á bilið milli vagnanna, svo beygði hann sig niður, tók ( belti og hálsmál Þjóðverjans, sveifl- aði honum fram og aftur nokkr- um sinnum, til að auka átakið og kastaði honum síðan af alefli yfir á fremri vagninn og stökk sjálfur á eftir. L(k Þjóðverjans rann út að þak- brúninni og Ryan kastaði sér á eftir því og ofan á það til að stöðva það. Hann lá kyrr eitt andartak til að ná andanum. Dró Þjóðverj- ann síðan út á þakið. Þar lagði hann líkið þversum og renndi sér út á þakbrúnina, eins langt og hann þorði. Hann hélt sér með annarri hendi og barði með hinni. Næstum á sama andartaki var hurðinni rennt frá og Fincham horfði inn f andlit hans á aðeins nokkra þuml- unga færi. Ryan drap tittlinga móti sterku Ijósinu. — Slökkvið Ijósin! hvæsti hann. Það varð aldimmt. — Er það búið? spurði Fincham. — Ég kem niður með hann, sagði Ryan. — Þið takið við honum og dragið hann inn í vagninn. — Sex, sagði Fincham. Ryan tók um ökla Þjóðverjans og dró hann út að þakbrúninni. Hann hélt takinu um öklana og lét hinn dauða síga með höfuðið á undan. Fincham tók á móti honum. — Halló, hrópaði Fincham lágt. — Er allt í lagi með yður? Ryan velti sér yfir á magann. — Allt í lagi með mig, sagði hann. — Látið föður Costanzo klæða hann út og vefja einkennisbúning- inn inn í frakkann hans. Búið svo til reipi úr laki og réttið mér ann- an endann. Ég ætla að draga yður upp. — Skilið, sagði Fincham. Eftir nokkrar mínútur, sagði hann: — Þér þarna! Svo kastaði hann einkennisbúningi Þjóðverjans, innpökkuðum í frakkann, upp á þakið. Ryan lagði pakkann undir sig og teygði sig niður eftir reip- inu. Fincham hjálpaði sjálfur til, meðan Ryan dró hann upp á þak- ið, og þegar hann var kominn nógu langt, tók Ryan í beltið hans og kippti honum upp. Fincham velti sér á bakið og settist upp. — Ljómandi útsýni, sagði hann. — En andskoti hvasst. — Komið nú, sagði Ryan. — Þér hafði einkennisbúninginn með yð- ur. Hann stökk ( flýti að fjarri enda vagnsins, öruggari nú, þegar hann hafði vanizt slingrinu. Ryan beið og stökk síðan á und- an yfir á næsta vagn. — Setjist þarna, sem varðmaðurinn sat, og bíðið eftir mér. Ég verð kominn aftur eftir eina mínútu. — Svo þér ætlið að ná í einn Þjóðverjann enn eða hvað? Ég ætti að fá þennan. — Þér fáið áreiðanlega fleiri Þjóðverja en þér kærið yður um, áður en nóttin er úti, sagði Ryan. Varðmaðurinn á næsta vagni lá á bakinu með byssuna ( krosslögð- um höndum. Ryan lagðist á bakið og renndi sér með fæturna á und- an í áttina að Þjóðverjanum. Hann hélt áfram að nálgast hermanninn, þangað til hann gat næstum snert n k LAUC }§I(SÍIL® jtyahkivi tAVEGI 59. slmi 23349 1 VIKAN 22. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.