Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 43
ÞAÐ ER SAMA HVERT FLUORESCENT- RÖR NOTAÐ ER - OSRAM STARTARAR HENTA ALLTAF HeildsölubirgSir: r Jóhann Olafsson & Co. Hverfisgötu 18. — Reykjavík — Símar: 11630 og 11632. OSRAM VEGNA GÆÐANNA við hliðina, eða vögnunum, sem voru ó hliðarsporinu. — Stein, sagði Ryan ókveðinn. — Rekið Klement inn í vagninn og standið vörð um hann. Faðir, þér farið til lestarstjórans. Fincham, þér komið með mér. Með Fincham á hælunum skreið hann undir vagninn, sem stóð á sporinu við hliðina og stóð þá frammi fyrir langri, lágri bygg- ingu. — Farið í þessa áttina, sagði hann og benti til vinstri. — Ég fer í hina. Flann gekk hægt út með lestinni og beygði sig til að líta undir hvern vagn. Ef loftskeyta- maðurinn hefði getað komizt upp [ vagn, myndu þeir ekki ná í hann [ tæka tíð. Hann heyrði í eimpípu í fjarska. Það var örugglega lestin, sem þeir biðu eftir. Þeir urðu að finna loftskeytamanninn, áður en hún færi framhjá, og fangalestin héldi áfram. Eitthvað hvítt á jörðinni vakti at- hygli hans. Hann tók það upp. Það var lindi úr laki Klements. Loft- skeytamaðurin hlaut að vera ein- hversstaðar í nándinni, annaðhvort á milli vagnanna, eða að reyna að komast burt. Hraðlestin nálgaðist á mikilli ferð. Ryan tók til fótanna. Jörðin nötraði meðan lestin þaut hjá. Það marraði í mölinni, eina vagnslengd frá Ryan. Hann stóð grafkyrr. Hljóðið heyrðist ekki aft- ur. Hann færði sig í áttina að því, eitt skref enn og annað skref, svo nam hann staðar og beið eftir því að á hann yrði ráðizt. Ekkert heyrð- ist. Aftur skrjáfaði í mölinni. Svo heyrði Ryan hratt fótatak nálgast. Hann beygði sig snöggt niður, rétt [ tæka tíð til að forða sér undan högginu. Loftskeytamaðurinn var eins og draugur [ hvítum nærföt- unum. Hann var með stafprik og reiddi það aftur til höggs. En áð- ur en hann gat slegið, kastaði Ryan sér fram og skaut fram annarri öxlinni, eins og Rugbyleikari. Loft- skeytamaðurinn hörfaði afturábak og rakst á vagninn. Ryan hafði þegar tekið fyrir kverkar honum. Þjóðverjinn reif og klóraði í hend- ur Ryans í vonlausri baráttu yfir lífinu. Eimreiðin blés til brottfarar. Loft- skeytamaðurinn var máttlaus og hékk niður úr höndum Ryans. Finc- ham kom hlaupandi utan úr myrkr- inu. — Helvítis lestarandskotinn er að fara, hrópaði hann. — .......... ó! Laglega gert. — Opnið dyrnar, hvæsti Ryan. Hann kastaði líkinu inn um dyrn- ar og skellti þeim aftdr. Svo þutu þeir báðir í áttina að lestinni. — Komið til vagns Klements, þegar við stönzum í Flórens, más- aði Ryan. Hann stökk sjálfur að þeim vagni. Stein stóð í dyrunum. Hann teygði sig og tók í hönd Ry- ans. í sömu andrá missti Ryan fótanna og fætur hans drógust eft- ir mölinni. Með örvæntingarfullu átaki tókst honum og Stein að draga hann upp f vagninn, þar sem hann lagðist á gólfið og greip andann á lofti. Svipurinn á andliti Klements, þegar hann frétti um andlát loft- skeytamannsins, kom upp um blandaðar tilfinningar hans. Þar með var hann laus við eina þýzka vitnið að niðurlægingu sinni. Ryan setti Klement í stól og sett- ist sjálfur á móti honum, svo nærri, að hné þeirra snertust. Stein stóð við hiið þeirra, sem túlkur. — Hlustið á mig, majór, sagði Ryan. — Líf yðar er undir því kom- ið, að þér gerið nákvæmlega eins og ég segi. Þegar við komum til Flórens, verðið þér að haga yður eins og allt væri með felldu. Ég mun fylgja yður nákvæmlega eftir. Ef þér sýnið minnstu merki þess að ætla að Ijóstra upp um okkur, drep ég yður. Ég gef yður drengskapar- heit mitt upp á það. Framhald í næsta blaði. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 19. Eitt andartak varð henni ljóst, hve undarlegt það var, að hún, Jeff Halden, var í miðri plant- ekru á ókunnri eyju og á hand- legg hennar hvíldi hönd manns, sem hún hafði ekki þekkt fyrir fáeinum vikum; sem hún þekkti í rauninni ekki ennþá; og fengi aldrei að kynnast; því hann vildi ekki þjást vegna ástarinnar. Hún hugsaði um afa sinn í Bunker Hall, þar sem allt var svo kyrrt og rótt, í föstum skorðum, svo öruggt svo íhaldssamt. Hann myndi vera að lesa kvöldblaðið núna, eða að mótmæla stjórninni. Svo myndi hann kveikja á út- varpinu en ekki hlusta á það. Það var löngu komið fram yfir miðnætti í Lombok, en í Bunker Hall væri ennþá lítið liðið á kvöld. Jeff hafði á tilfinningunni, að hún væri komin út fyrir öll mörk hins örugga lífs og jafn- vel að tíminn væri eitthvað eins og hætta í loftinu, hún fann það með kaldri, kitlandi tilfinningu við hársræturnar, þótt hún gæti ekki gert sér grein fyrir hvað það var. Á meðan voru þau kom- in að þrepunum, sem lágu upp að svölunum framan við skrif- stofubygginguna, breiðum, örlítið brakandi þrepum. Anders gekk til móts við Jan Foster, án þess að sleppa hönd hennar. Jeff var kyrr við neðsta þrepið. — Anders Anderson eftiriits- maður kominn aftur til vinnu sir, sagði hann með glettnislegri eft- irlíkingu af hernákvæmni og bar hönd að ímyndaðri húfu. —■ Guði sé lof, að þú ert kom- inn Anderson, sagði Foster, án þess að véra með nokkra vafn- inga, eins og Anders hefði ekki verið fjarverandi í sex mánuði, heldur aðeins hálfa klukkustund. — Ég er í hálfgerðu mannahraki Þessir bölvaðir bjánar hafa hlaupið til að komast í brenni- vínið á Tjaldane og skilið mig eftir með þessa kássu. — Eitthvað að? Kvartanir varðandi kaupfélagsverzlunina aftur? spurði Anders, því að það hafði verið eitt algengasta kvört- unarefnið áður en hann fór í leyf- ið. — Nei. Kúlíarnar í Kampong 3 hafa ekki rýmt húsin sín í tæka tíð, og nýju kúlíarnir heimta stað til að sofa á, en neita að hjálpa til að kasta þeim gömlu út. Ég kallaði mandoers saman á fund. Godverdomme, það verð- ur erfiðara og erfiðara með hverjum degi að ráða við þessa fjárans kúlía. Þegar ég var hvolp- ur .. . Hann hafði verið of niðursokk- inn í vandræði sín til að taka eftir Jeff, þar sem hún stóð neð- an við þrepin. Munnur hans gal- opnaðist í heimskulegri undrun og hann hneigði sig þrisvar sinn- um, klunnalega og vandræða- lega. — Ungfrú Ilalden, sagði And- ers. — Ungfrú Halden, má ég kynna fyrir þér tuan besar Jan Foster, aðalframkvæmdastjóraog guð í Lombok ... — Ungfrú Halden! Ja, þetta kemur svo sannarlega á óvart! Ég hafði einu sinni þá ánægju ... Mér var sýndur sá heiður... í Amsterdam, munið þér? Myn- heer Van Halden var svo al- mennilegur að bjóða mér í mat.. — Auðvitað, sagði Jeff, án þess að minnast neins. — Komið þér sælir, herra Foster. — Ungfrú Halden bað mig að sýna sér plantekruna. — Hún hefur mikinn áhuga fyrir gúmmíi, sagði Anders og gaf Jeff merki. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.