Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 44
Toppgnind fyrir l FLESTAR STiERÐIR FYRIRUGGJANDI A FOLKS OG JEPPABILA K.f. sími 40473 -— Auðvitað! Auðvitað, ung- frú Halden! Slæmt að þér skul- ið ekki geta verið lengur. Ég býst ekki við, að þér getið séð mikið í nótt. Og svo er tunglið líka horfið .. . Ég vona bara að það fari ekki að rigna. Og faðir yð ar, ungfrú Halden — er hann líka að koma hingað til plant- ekrunnar? — Ég á ekki von á því — þótt maður geti aldrei verið öruggur um, hvað faðir minn muni gera. Honum þykir gaman að koma á óvart, herra Foster. — Svo sannarlega! muldraði herra Foster, og með sjálfum sér bölvaði hann Anderson fyrir að álpast til að koma með dóttur gamla mannsins út á plantekr- una, einmitt þegar ekkert var ann að að sýna henni en fullkomið sýnirhorn af óreglu og upplausn meðal kúlíanna. — Hvað myndi yður langa til að sjá fyrst? Mynd- uð þér vilja koma inn á skrif- stofuna? Má bjóða yður bjór? Hann er kannske ekki alveg út úr ísskápnum, ísinn okkar er all- ur bráðnaður. Um leið og við er- um búnir með rafstöðina, fáum við okkur ameríska ísskápa. Kannske að þér hefðuð áhuga fyrir að sjá teikningar af rafstöð- inni? — Seinna kannske, herra Fost- er. Það sem mig langar til að sjá, eru búðir hinna innfæddu. Mig langar til að sjá hvernig þeir lifa, sofa, borða og allt það. Mig dauðlangar að klöngrast upp einn af þessum litlu stigum og gægj- ast inn í kofann. Mér virðist þeir hvort sem ekki vera sofandi núna. — Ef til vill væri þeim sama þótt ég skyggndist inn til þeirra. Foster varð á að hnussa við því hvort kúlíunum væri sama eða ekki sama um nokkurn skap- aðan hlut. En honum sjálfum stóð alls ekki á sama um óvænta innrás ungfrú Halden. í— Ég myndi ráðleggja yður að gera það ekki, sagði hann hik- andi. — Ég gæti ekki tekið á mig þá ábyrgð. Það er mikið um malaríu í búðunum og þar sem malarían er, getur minnsta bit moskítóflugunnar verið hsettu- legt. Anderson, þú veizt bezt hvað hæfir að sýna ungfrú Hald- en. Hávaxinn, magur Kínverji kom í ljós í dyrunum og sagði nokkur stuttaraleg orð gegnum nefið. Foster snarsnerist á hæl og hrækti einhverju út úr sér á malaysku. Dökkur hópurinn niðri á torginu titraði og bærð- ist! Anders snerti handlegg Jeff. — Komdu vina, við skulum fara, sagði hann. — Tuan besar þarf að taka mikilsverða ákvörðun, einmitt nú. — Veiztu, að það er ekki satt, að allir Kínverjar séu eins? sagði Jeff, þegar þau komu aftur að bílnum. — Til dæmis var þessi Kínverji með skipinu, þessi, sem var að tala við Foster. Hann heit- ir Fong, er það ekki? — Ég veit það ekki, sagði And- ers hissa. — Þú ert athyglisverð- ur kvenmaður. Þú mannst nöfn og andlit, sem þér koma alls ekk- ert við. — En mér koma allir við, sagði hún og lyfti áköfu andliti sínu upp á móti honum. — Ég hef gaman af fólki, það er allt of sumt. Þú hefur áhuga fyrir gúmmítrjánum þníum og ég er viss um að þú þekkir hvert þeirra með nafni. —• Hér um bil, sagði hann og brosti. Hann hugsaði: Á morgun trúi ég því ekki, að þú hefir verið hérna með mér; að þú haf- ir í raun og veru snert handrið þessara svala, að litlu fæturnir þínir hafi sannarlega gengið hér yfir torgið. Jeff nam staðar, þegar hún sá fleiri vini sína frá Tjaldane. — Sjáðu, sagði hún. — Þarna er Ahmet. — Hver í drottins nafni er Ahmet? — Mannstu ekki eftir honum? Feimni, litli Javamaðurinn, sem átti barnið, sem var með hita? Apa Kabar, Ahmet? Ahmet krosslagði hendurnar, brosti og hneigði sig: — Kabar abik, endurtók hann hvað eftir annað. — Kabar baik, Nonja, kab- ar baik. Þetta var aðeins kurteis- irkveðja en ekki sannleikurinn, því það var langt frá því að hon- um liði vel. Hið innra var honum kalt af skelfingu og illum grun, en þessi vingjarnlega kveðja hvítu konunnar gerði hann sæl- an og setti hann skör hærra hjá hinum kúlíunum. — Hvernig líður litla syni yð- LILiJU L.ILJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð ar, Ahmet? spurði Jeff og skildi Anders eftir yzt í hópnum, en gekk sjálf inn í hann, til að halla sér yfir sofandi drenginn í hönd- um föður Ahmets og snerta lit- ið, heitt höfuð hans. Ég vona að þú verið hamingjusamur í þess- um nýja heimi, á þessum nýja stað. var það, sem hana langaði til að segja við skelfdan kúlíann. En malayiskan hennar var ekki nægilega mikil. Það eina sem hún kunni að segja var þetta: — Slamat, slamat djalan. Friður sé með þér. Hún gladdist yfir að sjá bros færast yfir andlit litla mannsins, bros, sem gerði öll orð ónauðsynleg og rann beint frá hjarta til hjarta. Þegar hún kom aftur til And- ers, var hann kominn með kalda pípuna milli tannanna. — Það er orðið framorðið, sagði hann taugaóstyrkur. — Þú ættir ekki að vera lengi. Veðrið getur breyzt, og faðir þinn getur farið að óttast um þig. — Þig langar til að losna við mig, er það ekki? sagði Jeff stríðnislega. En hann var jafn alvarlegur. —• Hlustaðu nú á, Jeff, vina mín, sagði hann hikandi. — Það er jafnvel mögulegt að ég neyð- ist til að senda þig til baka með þjóninum mínum. Ég á við, að það gæti átt sér stað, að ég gæti ekki farið með þér sjálfur. Þætti þér það mjög miklu verra? Hún starði vantrúuð á hann. — Þetta var mjög slæmur brandari, sagði hún að lokum. — Þú heyrðir hvað herra Fost- er sagði. Hann gæti þurft á mér að halda. Hann er yfirmaður minn, þegar allt kemur til alls. Og fríinu mínu er lokið. Jeff hló glaðlega. — Láttu mig sjá um tuan besar, sagði hún glettnislega. — Hann mun ekki neita dóttur föður míns um nokkra bón, ef ég þekki karl- menn rétt. — Jæja, við skulum... Við skulum sjá til, sagði Anders og tönglaðist ennþá vandræðalega á kaldri pípunni. Þau voru komin að bílnum, sem drengurinn hafði lagt fyrir framan þriðja húsið í röðinni. Hann hafði slökkt öku- ljósin og bíllinn virtist sofandi og drengurinn var horfin, Jeff nam staðar. — Er þetta húsið þitt? spurði hún. — Já, svaraði Anders. — Það er Ijós hjá þér. — Undur og stórmerki, sagði Anders. —• Turut hefur ekki geymt að fylla lampann. Turut, húsþjónninn, birtist á svölunum með logandi lampa og setti hann frá sér á lítið borð. Svo brosti hann samsærisbrosi til húsbónda síns, lagði saman hendur, fór niður þrepin og hvarf inn í myrkrið fyrir utan. Dauf- ur bjarminn frá lampanum lýsti á þurra og harðhnjóskulega gras- rót fyrir framan húsið og Jeff VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.