Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 50
KVENSKÓR eingöngu KVENSKÓR FILCLAIR gróðurhús og vermireitaplast hefur á örfáum árum rutt sér braut um gjörvalla Evrópu. FILCLAIR er sérstök samsuða af plasti og nælon og er því mjög sterkt. Vaxtarhraði plantna undir FILCLAIR er talinn vera allt að 50% meiri en undir gleri. Engin hætta er á að plöntur skrælni undir FILCLAIR, því hið sérstaka græn- leita plastefni útilokar brunageisla sólarinnar. Gerið tilraun með FILCLAIR, sem skjólbelti eða yfir vermireit, og þér mun- uð komast að raun um að árangurinn er undraverður. En beztan árangur fáið þér með því að kaupa gróðurhús 6x3,75 m. hæð 185 cm. Slík hús ættu að vera í hverjum garði í sveit og við sjó. Það getur borgað sig á einu sumri, ef skynsamlega er að farið. Eitt slíkt gróðurhús er til sýnis að Bústaða- bletti 23. EINKAUMBOÐ: Heíldverzlun Andrésar Guðnasonar Hverflsgötu 72, Símar 16230, 20540. gQ VXKAN 22. tbl. Hann var fljótari en hún. Hann hafði læst dyrunum og stungið lyklinum í vasann áður en hún gat tekið í handfangið. — Þú ferð þegar ég leyfi þér að fara, ekki fyrr, sagði hann og augu hans skutu neistum. Þetta var meira en Jeff Halden þoldi. Áður en hún vissi hvað hún var að gera, hafði hún slegið hann ærlega utanundir. Meðan þessu fór fram, hafði Pat hresst sig upp, klöngrast und- an moskítónetinu og- smeygt sér í inniskóna. Nú kom hún fram í svefnherbergisdyrnar um leið og kinnhesturinn small. Það var eins og hann hefði dunið á rétt- lætisvitund hennar og virðingu fyrir Anders Andersyni. — Hæ hó, æpti hún. — Hættu þessu! Hvað á það að þýða að slá herramann? Hann má ekki slá aftur! Allt í lagi! Ef þú vilt slást, skaltu slást við mig. Jeff snerist á hæl og starði á Pat. Hún var ekki sem snyrti- legust. Leit ekki eins vel út og hún hefði getað. Heldur ekki Jeff. Hár hennar var úfið eftir ferðina í opnum bílnum, í aug- um hennar var annarleg glóð og blússan hafði dregist upp úr pils- inu, í samskiptum hennar við Anders. Eini mismunurinn var sá, að Pat sveif í litlu skýi, sem var blandað saman úr kampa- víni, viskíi og svefnleysi, en Jeff ekki. — Slást? Við þig? Hver ert þú, að ég ætti að slást við þig? Lítilsvirðingar og ásökunar- augnaráð Jeff sagði þetta svo greinilega, að Pat fannst hún heyra orðin. —• Jæja, svo þú heldur að þú sért of góð til að slást við mig? æpti hún. — En þú ert ekki of góð til að heimsækja herramenn á heimili þeirra seint um nótt. Þig langar til að verða hefðar- kona, er það ekki? Þokkaleg hefðarkona eða hitt þó heldur. Spillt og dekruð, flugrík tr .... — Hlustaðu ekki á hana, hún er drukkin, sagði Anders. — Þú ert drukkin, sagði Jeff og hörfaði undan eins og andar- dráttur Pat vær eitraður. — Þá er ég full, sagði Pat og stillti sér í dyrakarminn. — Allt í lagi, ég er þá full. Og hvað þá? Ég er ekki full, herra Anderson. Ég segi það satt, ég er það ekki. En ef ég hefði aldrei drukkið neitt, hefði ég ekki verið nógu djörf til að koma hingað. Charl- ey sagði, að eina leiðin til að fá það sem mann langar, væri að bera sig eftir því. En til að bera sig eftir hlutunum, þarf maður einn eða tvo létta. Eða ég þarf þess að minnsta kosti. Charley sagðist skyldi aka mér hingað, og það myndi koma yður þægi- lega á óvart. Hann gaf mér nokkra snafsa til að örva mig og vinna á móti óheilnæmu lofts- laginu ... Allt í einu rann upp ljós fyrir Anders. — Var það Charley, sem kom þér til að fara hingað? Fyllti hann þig upp af áfengi og ók þér hingað út til Lombok? spurði hann. — Yessir, það var það sem hann gerði. Raunverulegur vinur, Anderson — honum þykir eins vænt um þig eins og þú værir hans eigin bróðir. Hann sagði mér það sjáfur. Framhald í næsta blaði. Heklað barnateppi Framhald af bls. 48. það í gegn um 2 1. og aftur í gegn um 2 1. Keðjulykkja: Ein 1. á nálinni. Dragið garnið upp í gegn um fit- ina og áfram í gegn um lykkj una, sem fyrir var á nálinni. Hæfileg stærð teppisins verður, að 5 stuðlasamstæður mæli um 5 sm. Breytið annars nálar- eða gam- grófleika þar til rétt hlutföll nást. Fitjið upp 127 loftl., snúið við og heklið 1 umf. með fastahekli (= 126 fastalykkjur) og endið umf. með 3 loftl. til þess að snúa við. Heklið síðan munstur. 1. umf.: Hekl. 3 stuðla í aðra lykkju frá byrjun * sleppið 2 1. og hekl. 3 stuðla í næstu lykkju. Endurtakið frá * umferðina á enda, og endið með 1 stuðul í síðustu 1. og 1 1. til þess að snúa við. 2. umf.: (Rétta teppisins) Heklið 1 fastal. í 3. 1. frá byrj- un, 2 loftl., 1 fastal. í fastal. fyrri umferðar, * sleppið 2 1. og heklið 1 fastal., 2 loftl. og 1 fastal. í næstu lykkju. Endurtakið frá * umf. á enda og endið með 1 fastal. í síðustu 1. umferðarinnar og 3 loftl. til þess að snúa við. 3. umf.: Hekl. 3 stuðla í 1. loft- lykkjuboga milli 2ja fastalykkna 3 stuðlar í næsta loftlykkju- boga. Endurtakið frá * umferð- ina á enda og endið með 1 stuð- ul í síðustu 1. umferðarinnar og 1 loftl. til þess að snúa við. End- urtakið 2. og 3. umf. og myndið með því heilarmunstur teppisins og þá stærð, sem æskileg þykir. Endið með 3. munsturumferð og síðan 1 umf. fastahekl eins og í byrjun. Hekl. síðan 1 umf. fasta- hekl frá réttu í kring um teppið og síðan eina umf. með loft- lykkjubogum: l fastal. * 3 loftl., sleppið 2 1. og hekl. 1 fastal. í næstu 1. Endurtakið frá * um- ferðina á enda. Ath. að á horn- unum er vissara að sleppa 1 1. í stað 2ja áður, svo ekki herpist. Heklið aðra umf. í kring um teppið með loftlykkjubogum. Festið nú bogunum niður með 1 fastal. niður í boga fyrri um- ferðar. Leggið teppið á þykkt stykki, nælið form þess út með títuprjónum, leggið raka klúta yfir og látið þorna næturlangt. Hnýtið að lokum 8 sm. langt kögur í hvern loftlykkjuboga í kring um teppið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.