Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.06.1965, Side 4

Vikan - 10.06.1965, Side 4
FRAMHALDSSAGA EFTIR VICKI BAUM TEIKNING: sil.ua aðalsteinsdóttir 10. HLUTI □ Án mikils árangurs fálmaði hann inn í kvenna- flækjuna á gólfinu. Hann reyndi að handsama mjúkt, hált hold, úfið hár, rifna kjóla. Hann reis á fætur, hristi sig, skrúfaði upp í lampanum, skrapp út fyrir og kom að vörmu spori aftur með vatnsfötu. Þessi djöfulsins Charley hugs- aði Anders gramur. Ég skal berja svolítið vit inn í hausinn á hon- um næst þegar við sjáumst! Þetta var verra en þegar Charl- ey skildi eftir tvo fullorðna apa í húsinu hans til að koma hon- um á óvart. Þetta var mun verra, þetta var það versta, sem Charley gat hafa fundið upp á. — Sjáðu nú til, Pat, sagði hann og reyndi að vera þolinmóður. — Charley kom þér hingað úteftir og hann verður einnig að fara með þig niður að skipinu, og það undir eins. Ég er ekki í skapi fyrir svona brandara. — Brandara? spurði Pat ves- ældarlega. — Já, Pat. Sérðu ekki að þetta er heimsku- og ruddaleg- ur grikkur? Reyndu nú að hressa þig svolítið við meðan ég fer og sendi strákinn til að leita að Charley. — Hann er farinn, sagði Pat fýlulega. — Hann sagðist þurfa að fara aftur til búða sinna í flýti, vegna þess að það væri stormur í aðsigi. Hann sagði að þú myndir glaður leyfa mér að vera hér og hugsa um þig. Ég kom með dótið mitt með mér. Ég vil ekki fara aftur til Azusa. Til andskotans með Azusa. Ég hef skipt um skoðun. Jeff hafði hlustað' á samræður þeirra með spenntri athygli. Hún reyndi að finna sannleikann bak við orðaskiptin. Það var ef til vill mögulegt að Anders hefði ekki logið að henni, þegar allt kom til alls. Og þjáningar og af- brýðisemishnúturinn, sem mynd- ast hafði hið innra með henni, byrjaði aðeins að rakna. Anders sneri sér að henni með samskon- ar augnaráði og kjölturakki lítur á húsbónda sinn„ þegar hann hef- ur nagað upp beztu mottuna. — Jeff, sagði hann. — Þetta er hræðilegt. En þú hefur góða kímnigáfu. Geturðu með nokkru móti fundið hlægilegu hliðina á þessu? — Væri þér sama þótt þú fær- ir inn í hitt herbergið og lokaðir hurðinni, Anders? Mig langar að segja nokkur orð við ungfrú Houston í einrúmi. Anderson opnaði munninn og lokaði honum aftur. Hann leit af henni á Pat og af Pat á Jeff. Hann dró djúpt andann og hik- aði, en að lokum fór hann inn í hitt herbergið, eins og honum hafði verið sagt og lokaði hurð- inni. Þá gat Pat ekki lengur stutt sig upp við dyrakarminn, en hún bjóst til orrustu með því að setja hendur á mjaðmir eins og hún var vön, þegar eithvað var á seyði í Nirvana. — Jæja, byrjið þér þá, sagði hún. — Það var aðeins eitt sem mig langar að vita, sagði Jeff. Og ég bið yður, ég grátbæni yður, ung- frú Houston að segja mér sann- leikann. Vissi Anders, að þér voruð að koma hingað? Ég meina, bauð hann yður? Vildi hann, að þér kæmuð og settust að hjá honum? Pat horfði á taugaspennt eftir- væntingarfullt andlit Jeff. Nú gæti ég sært þig! hugsaði hún. Nú gæti ég launað þér allt það sem þá hefur gert mér! Ef Pat hafði á allri sinni freistingafullu ævi átt erfitt með að vera heið- arleg var það núna. — Og hvað um það? spurði hún. Svo ólíklega vildi til að þessi 4 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.