Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 5

Vikan - 10.06.1965, Qupperneq 5
fjögur orð sannfærðu Jeff allt í einu um sakleysi Anders. Ef til vill var Pat slæmur lygalaupur; ef til vill hafði Jeff hæfileika til að skynja sannleikann, jafnvel þótt hann væri í dulargervi. — Þér eruð að ljúga, sagði hún, næstum blíðlega. Hún var ekki lengur reið. — Hversvegna ætti ég að trúa yður en ekki honum? Anders lýgur ekki. — Það er nú einmitt það, sagði Pat eftir andartakshik. Og hún sagði það mjög lágt. — Hann lýgur ekki. Hann bauð mér ekki og hann vissi ekki að ég var að koma. Ég gerði þetta allt upp á eindæmi. Ég elti hann um borð á Tjaldane og ég elti hann hing- að upp á plantekruna. Og ég ætla að elta hann um allan heiminn, ef þér viljið endilega vita það, því ég elska hann. Jeff hafði verið alin upp við mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ung stúlka gæti gert og hvað hún gæti ekki gert. Að elta karlmann var einna stranglegast bannað í siðareglum hennar. —■ Þér ættuð að skammast yð- ar, sagði hún. ■—■ Að eltast við karlmann, sem ekki kærir sig um yður. Vera honum til óþæginda, koma honum í vanda, skríða upp í rúmið hans, þegar þér eruð full. — Bíðið andartak! Bíðið and- artak! hrópaði Pat. — Þér skul- uð ekki fara að messa yfir mér. Hvað eigið þér við með því að ég hlaupi á eftir honum? Eruð þér ekki sjálfar að hlaupa á eft- ir honum? Eða hvað eruð þér að gera hér, um miðja nótt? Hvernig vitið þér að hann kærir sig ekki um mig? Karlmenn geta kært sig um kvenfólk á margan hátt og ég er viss um eitt: Ég get orðið Anderson að meira gagni en þér. — Blandið mér ekki í þetta. Það gegnir öðru máli með mig og Anders. — Já ætli það gegni ekki öðru máli! hrópaði Pat. — Ég hafði nú haldið það! Þú hefur aldrei þurft að verjast og berjast og troðast, til að koma þér áfram; Þú hefur aldrei lent í ruslaföt- unni og ekki átt neinn til að draga þig upp úr aftur. Þú ert sú síðasta í heiminum, sem getur sagt mér, hvað er rétt og hvað er rangt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af einu eða neinu. Þú situr bara á peningapokanum hans pabba þíns og ef þig vant- ar eitthvað segirðu: Kauptu mér þetta og kauptu mér hitt og nú hefurðu sagt: Pabbi: keyptu þennan fallega herra Anderson handa mér, ég þarf á honum að halda í safnið mitt. Og pabbi þinn, þessi gamli asni, fer út og kaupir hann handa þér. Það er mismunurinn milli okkar. Þú verður að borga í reiðufé fyrir hvert fallegt orð, sem hann hef- ur nokkurn tíman sagt við þig. En hann eyddi meira en tvö hundruð dollurum fyrir það eitt að hafa félagsskap af mér og það eitt út af fyrir sig er öruggt merki þess að hann kærir sig um mig. Þú getur verið á góðum stað í þjóðfélagsstiganum, en ef þú reyndir einhverntíman að vinna þér inn grænan eyri með anditinu á þér og skrokknum og hvernig þú kemur fram, mynd- irðu ekki komast langt, svona dekruð og spillt tr . .. Jeff sá ekki mikið né heyrði eftir þetta. Það hvein og söng í höfðinu á henni og hún sá ekkert annað en hringsnúandi rauð hjól. Henni fannst hún tútna út og léttast, eins og stór, rauð blaðra, í þann veginn að springa. Hún tútnaði út, hún sprakk, hún varð að engu. Þegar Anders opnaði dyrnar, áhyggjufullur yfir þessum dular- fullu hljóðum, sem komu, þegar stúlkurnar hættu að tala saman, sá hann Pat og Jeff á gólfinu í hörkuslagsmálum. — Pat! kallaði hann. — Hættu þessu! Jeff! Stúlkur, stúlkur þetta er ómögulegt! Stúlkur, er- uð þið brjálaðar? An mikils árangurs fálmaði hann inn í kvennaflækjuna á gólf- inu. Hann reyndi að handsama mjúkt, hált hold, úfið hár, rifna kjóla. Hann reis á fætur, hristi sig, skrúfaði upp í lampanum, skraþp út fyrir og kom að vörmu spori með vatnsfötu. Ákveðinn í bragði og vandvirkur í hreyf- ingum hellti hann út fötunni yfir stúlkurnar; þær slepptu hvor annarri, settust upp og drápu tittlinga. Pat var ekki alveg ó- vön sagsmálum af þessu tagi, og varð fyrri til að átta sig. — Mér þykir þetta leitt, And- erson, sagði hún móð og más- andi. — Hún svívirti mig og ég er alveg jafnmikil hefðarkona og hún. Anders hjálpaði Jeff á fætur og strauk hár hennar aftur. Það blæddi úr lítilli skrámu á höku hennar en Pat nuddaði á sér handlegginn, þar sem hún bar tannaför Jeff. Jeff leið miklu- betur eftir slagsmálin, miklu, miklu betur. Hún hafði fengið út- rás fyrir lengi innibyrgðar til- finningar sínar; Nú var henni næstum vel við Pat. — Ég veit ekki hvernig þetta gerðist, And- ers, sagði hún og gamla brosið færðist yfir andlit hennar. —- Hefurðu gert það upp við þig, hvort ég segi satt? spurði hann og brosti. — Næstum, svaraði hún. Pat varð útundan í samræðun- um eins og venjulega. —■ Hvernig kemst ég aftur nið- ur að skipi? spurði hún og þetta var viðkenning hennar á sigri Jeff. í sama bili lyfti Anders höfð- inu og hlustaði. Síðustu tíu mín- úturnar höfðu þau gersamlega gleymt hvar þau voru, gleymt annarlegri, þögulli þvögu kúlí- anna úti fyrir, þar sem þeir húktu fyrir framan skrifstofu- bygginguna. Raddimar höfðu ris- ið og fallið í tilbreytingarleysi. Risið og fallið, en nú var tilbreyt- ingarleysið og jafni malandinn orðinn háværari og við og við mátti heyra snögg óp. Svo hvarf allt í þrumuna sem nú var kom- in nær og var nú miklu hávær- ari en áður. Það varð andartaks- þögn. Svo hófst malið og hrópin að nýju. Þetta var eins og æð- andi stormur og húsið nötraði af hávaðanum. í einu stökki var Anders kom- inn að borðinu og slökkti á lamp- anum. Svo ýtti hann stúlkunum lengst inn í herbergið og opnaði dyrnar. — Farið út bakdyrameg- in, gegnum svefnherbergið mitt og baðherbergið, hvíslaði hann. —- Ég skal senda bílinn þangað. Jeff, viltu taka Pat með þér? Hún kinkaði kolli í myrkrinu, en Pat hélt í hann og hvíslaði: —■ Drottinn minn, hlustaðu bara! Hvað er þetta, Anderson? Ég er hrædd. Ég er hrædd. Gerðu það, farðu ekki. Hann losaði hendur hennar, opnaði smárifu og gekk út á sval- irnar. f sama bili barst nýtt hróp. Jeff stóð hreyfingarlaus eitt and- artak og hugsaði af öllum kröft- um. Þetta var hættan, sem hún hafði fundið yfirvofandi allt kvöldið eins og ógreinilegt ský. Enn einu sinni sá hún frið og öryggi Bunker Hall fyrir hug- skotssjónum sínum. Hún fann raka og titrandi hönd Pat þreifa eftir sinni og halda fast í hana. Það fyllti hana af þeirri undar- legu og sigri hrósandi tilfinningu að hún væri sterk og ráðandi. Hún beit á vörina. Hún hefði ekki einu sinni fyrir allt gull verald- arinnar farið út bakdyramegin. Hún átti að vera þar sem Anders var. Hún opnaði dyrnar, en fann að Pat togaði á hana af öllum kröftum. — Fyrir guðs skuld, farðu ekki út, skildu mig ekki eftir, hvíslaði Pat í myrkrinu. Án þess að svara henni steig Jeff út á svalirnar og reyndi að hrista Pat af sér, en stúlkan var of hrædd til að halda kyrru fyrir inni í myrku herberginu með æpandi mannþvöguna fyrir fram- an og sleppti ekki taki sínu, held- ur lét dragast með. Allt svæðið milli einbýlishúsa- raðanna var nú krökt af kúlíum, iðandi, ólgandi þvögu æstra lík- ama, veifandi, krefjandi handa, naktra hvítra tanna í dökkum andlitum, stappandi og tramp-> andi sterklegum fótum á möl- inni. Það brá íyrir flöktandi bitru, því hópurinn hafði kveikt einhvernskonar bál, risastórt blys úr hismi og þurrum pálmaviðar- laufum, öðru megin á torginu. Hér og þar ruddust hinir kín- versku mandoers gegnum fólks- þvöguna, hrópuðu á fólkið án þess að nokkur merki sæust um að til þeirra heyrðist, hvað þá að orð þeirra skildust. Allur hóp- urinn þrýstist hægt áfram, ýtti þeim fremstu á undan sér, ó- stöðvandi eins og flóðbylgja upp tröppur skrifstofubyggingarinn- ar. Jeff, sem hafði lært af föður sínum að vera athugul, sá í svip aðalbreytinguna á hópnum. Nú voru börnin og konurnar aftast en mennirnir voru fremstir, eins og reiðilegur, krefjandi veggur. — Hvað vilja þeir? spurði Jeff Anders með hvíslandi röddu. Hann yppti öxlum og það var djúp hrukka á enni hans. Hún sá hrukkuna rétt sem snöggvast, um leið og hann kveikti í píp- unni sinni. —■ Eru þeir hættu- legir? spurði hún. — Nei, en þeir eru vandmeð- famir, svaraði hann yfir öxl. — Við verðum að fara mjög var- lega. Jeff rýndi inn í hópinn í leit að mildum, blíðlegum og einlæg- um andlitunum, sem hún hafði kynnzt á skipinu; henni fannst að ef hún aðeins gæti gengið til þeirra, ávarpað þá með nafni, talað til þeirra eins og vini, spurt þá hvað það væri sem þeir vildu, myndi öll þessi spenna hverfa og verða að engu. Hún leitaði ör- væntingarfull í hugs sér að ein- hverri malayiskri fyndni, sem gæti komið þeim til að hlægja og rjúfa þessa æðisgengnu spennu. Ný elding varpaði hvít- um leifturbjarma yfir þetta ólg- andi haf reiðilegra andlita, og skruggurnar virtust æsa þá enn meira, eins og risastór stríðs- bumba. Jan Foster stóð á svölunum Framhald á bls. 41. VIKAN 23. tbl. g

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.