Vikan

Issue

Vikan - 10.06.1965, Page 6

Vikan - 10.06.1965, Page 6
c SÍMAR: 22206 22207 22208 Zlltima. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KARLMANNAFÖTUM Saumum eftir máli. VeljiS sjálfir snið og efni. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Kæra Vika! Eitt það skemmtilegasta, sem ég veit, er að skoða í búðar- glugga, og þá helzt á kvöldin, þegar ég er búin að koma krökk- unum í rúmið, og hef tíma til að skreppa út og fá mér frískt loft. Þá dettur mér ýmislegt í hug í sambandi við gjafir, eða að ég sé hluti sem mig langar til að kaupa handa sjálfri mér. En hvernig stendur á því að svo margar verzlanir, sem stilla annars mjög smekklega út í gluggana, hafa ekki verð á vör- unum. Það fer óskaplega í taug- arnar á mér, og vafalaust mörg- um fleiri. Sigrún Þ. Ég er þér aldeilis sammála, Sig- rún, og ég veit að það eru fleiri, eins og þú segir réttilega. Það getur verið óskaplega „pirrandi" að sjá hlut í búðarglugga, sem maður er jafnvel að hugsa um að kaupa, en fær engar upplýs- ingar um verðið. Það er nú einu sinni svo í þessu Gósenlandi, að allar verzlanir eru lokaðar, ein- mitt þegar maður hefur helzt tíma til að fara út að verzla. Það mundi spara mörg sporin og gera innkaupin auðveldari og þægi- legri, ef maður gæti séð vöruna ásamt verði í glugganum. Þá þarf ekki að leita meira á dag- inn, þegar maður hefur minni tíma, en getur gengið beint til verks. Ég er líka viss um að verzlanimar tapa á þessu — nema vörurnar séu svo dýrar hjá þeim, að það sé ekki þorandi að setja verðið í gluggann. ALDREI MEIRI HRÆRING. Kæra Vika! Þið virðist vita alla hluti, þarna á Vikunni, og þessvegna langar mig til að spyrja þig ráða. Ég er þriggja barna móðir, og geri það sem ég get til að krakk- arnir mínir vaxi upp hraust og heilbrigð. Þessvegna líður mér bezt, þegar þau hafa góða matar- lyst og skófla í sig matnum. Bæði er að þá veit ég að maturinn bragðast þeim vel, og svo hitt að ég veit að heilbrigð börn hafa góða matarlyst. En ég er oft í vandræðum með yngstu stelpuna mína, því hún borðar svo lítið að ég hef áhyggj- ur af því. Stundum smakkar hún aðeins á matnum, og þótt henni þyki hann góður, borðar hún ekert. Nú spyr ég: Á ég að „troða“ matnum ofan í hana, — eða á ég að láta hana alveg sjálfráða? Áhyggjufull. Að mínu áliti, kona góð, áttu hreint aldrei að „troða“ matnum ofan í börn, því það getur gert þeim mikið meira ó- gagn en gagn. Það hefur bæði sálfræðilega og líkamlega slæm áhrif. Ég man eftir því sjálfur, þegar ég var lítill, að einu sinni var „troðið“ ofan í mig kúfull- um disk af hræring. Þeir, sem ekki hafa verið í sveit, og vita ekki hvað hræringur er, mega prísa sig sæla. Hræringur er nefnilega samsull af hafragraut og skyri, og er alveg liræðileg hræra. Samt sem áður gat ég borðað þetta af og til, en í þetta sinn varð mér svo illt að troðn- ingnum, að ég fór út og kastaði öllu saman upp. Síðan hata ég hræring og engum hefur tckizt að koma skeið af honum ofan í mig síðan. Nei, börnin Iáta örugglega vita ef þau eru svöng og ef þau þurfa á mat að halda, hafðu engar áhyggjur af því, og ofanítroðinn matur gerir engum gagn. Ein- hver hefur sagt mér að enginn gæti dáið úr svefnleysi, vegna þess að hann sofnar áður en að því kemur. Sama er að segja um matinn: Enginn deyr úr sulti — á meðan nokkur skorpa er til. RÖDD ÚR ÞINGEYJARSÝSLU. Komdu sæll Póstur! Ég sendi þér hér með nokkrar spurningar, með fyrirfram þökk um skilmerkileg svör. 1. Er það satt að fegurðarsam- keppnisstúlkurnar séu á hælahá- um skóm þegar hæð þeirra er mæld? 2. Ef svo er, hversvegna? (Er sjálfur ansi stuttur í hinn end- ann). 3. Er mjaðmamálið tekið þar sem vegalengdin er mest umhverfis mjaðmimar eða ... ? 4. Er ár í bát ein- eða tvíarma vogastöng? Vinsamlega færið rök fyrir svarinu. (Veðmál). 5. Er aldaspegill Vikunnar brot- inn, eða má maður eiga von á að sjá í hann meir? g VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.